Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 9. júni 1977 WMllfV 15 7.00 Morgunútvarp Veöurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunieikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagb..), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl.7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.00:Baldur Pálmason heldur áfram aö lesa „Æskuminningar smaladrengs” eftir Arna Ólafsson (9). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa.Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir viö Jóhann Guömundsson forstjóra ferskfiskeftirlits- ins um isun fisks og geymslu. Tónleikar kl.10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Tékkneska fllhar- moniusveitin leikur ,,ÓÖ Hússlta”, forleik op. 67 eftir Dvorák: Karel Ancerl stj. / Hátíöarhljómsveitin I Bath leikur Divertimento fyrir strengjasveit eftir Bartók: Yehudi Menuhin stj. /John Browning og Sinfónluhljóm- sveitin i Boston leika Planó- konsert nr. 1 op. 10 eftir Prokofjeff: Erich Leinsdorf stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frfvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miödegissagan: „Nana” eftir Emiie Zola Karl Isfeid þýddi. Kristín Magnús Guö- bjartsdóttir les (22). 15.00 MiödegistónleikarMaria Littauer og Sinfóniuhljóm- sveitin I Hamborg leika Konsertstuck fyrir pianó og hljómsveit I f—moll op. 79 eftir Weber: Siegfried Köhler stj. Hljómsveit Al- þýöuóperunnar I Vln leikur Sinfóniu nr. 3 I D—dúr, 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.30 Lagiö mitt Helga Stephensen kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir, Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Hegi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Fjöllin okkar. 20.05 Samleikur á fiölu og pianó HLÍf Sigurjónsdóttir og Bary Belanger leika Sónötu I G—dúr eftir Mozart. 20.30 Leikrit: „Byröin eilifa” eftir Leck Fischer Aöur út- varpaö 4.2. 1956 Þýöandi: Þorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Persónur og leikendur: María: Regina Þóröardóttir, Meta: Guö- björg Þorbjarnardóttir, Faöirinn: Valur Glslason, Sonurinn: Róbert Arnfinns- son, Dóttirin: Herdís Þorvaldsdóttir, Drengur- inn: Bessi Bjarnason, Varö- stjórinn: Klemenz Jónsson, Aörir leikendur: Haraldur Björnsson, Ævar Kvaran, Rúrik Haraldsson og Guö- rún Asmundsdóttir. 21.10 Tónleikara. Adrian Ruis leikur á pianó tvö lög eftir Christian Sinding, Prelúdiu I As—dúr op. 54 nr. 1 og „Dögun” i f-moll op. 34 nr. 4. b. Kirsten Flagstad syng- ur lagaflokkinn „Haug- tussa” eftir Edvard Grieg: Edwin McArthur leikur á píanó. 21.50 Aö austan Birgir Stefánsson kennari les eigin ljóö. 22.00 Fréttir 22.15 Veöurfregnir Kvöld- sagan: „Vor I verum” eftir Jón Rafnsson Stefán ög- mundsson les(21). 22.40 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © eftir Paul Gallico á f iugvöllinn. — Þetta er allt sem ég á, sagði hún. — En það nægir til að komast heim. Þess vegna er engu að stela. — Úlala! Já, en vina mín! sagði André skelfingar- röddu og ónotaleg þögn lagðist yf ir alla í salnum eins og þeir f yndu eitthvað skelf ilegt væri í aðsigi. — Ég á við — peninga fyrir tollinum í Englandi. Guð minn góður! Höfðuð þér ekki gert ráð fyrir því? Sex shillingar á pundið— hann reiknaði í huganum — það verða hundrað og f immtíu pund. Vissuð þér ekki að þér þurf ið að greiða tol I ? Frú Harris horfði lömuð á hann, og eltist strax um tutt- ugu ár. — Ö guð minn góður kveinaði hún. — Hundrað og fimmtíu pund. Ég get ekki útvegað shilling í viðbót! Æ,- hvers vegna sagði mér það enginn? Hvernig átti ég að vita það? Frú Colbert brást hart við. — Hvaða vitleysa er þetta, André? Hver greiðir toll nú til dags? Heldurðu að allar þessar fínu ensku og bandarisku frúr greiði toll? Allir smygla og það verðið þér líka að gera, Ada mín, þér verðið að smygla.... Bláu augun í f rú Harris f ylltust ótta og efasemdum. — En það væri að Ijúga, er það ekki? spurði hún og leit hjálparvana af einum á annan. — Ég hef svo sem ekkert á móti því að skreyta svolítið, en ég lýg ekki. Það er lög- brot. Ég gæti lent í fangelsi fyrir það. Og þegar full merking orða Fauvels rann loks upp fyrir henni, seig hún skyndilega niður á þykka, gráa teppið, fól andlitið í vinnulúnum höndunum og rak upp örvæntingaróp, sem var svo sárt að meira að segja yfirhöfuð fyrirtækisins sjálft kom þjótandi. — Ég get ekki eignast hann. Hann er ekki f yrir fólk af mínu tagi. Ég hefði átt að þekkja stöðu mína. Takið hann — gef ið hann, gerið það sem þið viljið við hann. Ég fer heim og gleymi þessu öllu. Sagan af vandræðum hennar breiddist eins og eldur í sinu um alla bygginguna. Sérfræðingar birtust úr öllum hornum til að gefa góð ráð, m.a. var stungið upp á að sækja um sérstakt leyfi til brezka sendiráðsins, þar til einhver vakti athygli á að virðing breta fyrir lögunum er svo mikil, að jafnvel ambassadorinn eða drottningin sjálf gætu ekki gert ráðstafanir til að fara i kring um þau, þó svo málstaðurinn væri góður. Það var yfirhöfuðið sjálft, sem hjó á Gordíonshnút þennan, eða hélt að minnsta kosti að hann gerði það, vegna þess að hann þekkti sögu frú Harris. Hann band- aði frá sér með handleggnum. — Lækkið verðið á kjóln- um, sagði hann við Fauvel, skrifstofustjóra — og gefið henni mismuninn til baka. — Já, en herra, sagði Fauvel óttasleginn, því nú hafði hann komið auga á gildruna, sem velgerðarkona hans var fallin í — það er ekki hægt! Þau störðu öll á hann, eins og hann væri eitrað skordýr. — Skiljið þið ekki? Frúin hef ur þegar, án þess að vita af því, brotið bresk lög með því að flytja úr landi f jórtán hundruð dollara, sem hún lét skipta ólöglega hjá banda- rískri vinkonu sinni í Englandi. Ef þessi sama kona kem- ur svo í tollinn og tilkynnir að hún hafi. keypt kjól fyrir fimm hundruð pund og réttir þar að auki fram hundrað og f immtiu pund í peningum til að greiða af honum toll, verður spurt, hvernig kona í hennar stöðu haf i komist yf- ir svo mikla peninga og þá.... Þau héldu áfram að stara á vandræðalegan skrifstof u- stjórann, eins og hann væri kyrkislanga, en þau vissu lika, að hann hafði á réttu að standa. — Lofið mér að fara heim og deyja kveinaði frú Harris. Natasja kraup við hlið hennar og hélt utan um hana. Raddir f ullar meðaumkunar töluðu hver í kapp við aðra. Frú Colbert fékk snilldarhugmynd.— Bíðið aðeins, sagði hún, — ég veit. Hún kraup líka við hlið frú Harris. — Hlustaðu nú á mig. Ég skal hjálpa þér. Ég get fært þér gæfu eins og þú færðir mér hana..... Frú Harris tók hendurnar frá andlitinu, sem nú líktist helst andliti gamals kapucinapa. — Ég vil ekki gera neitt óheiðarlegt.... eða Ijúga. — Nei, nei. Treystu mér! Þú skalt ekki segja neitt nema sannleikann. En þú verður að gera nákvæmlega eins og ég segi, þvi við viljum öll að þú komist með fall- ega kjólinn þinn heim. Hlustaðu nú. Og f rú Colbert þrýsti vörunum svo þétt að apaeyra f rú Harris, að enginn ann- ar heyrði hverju hún hvíslaði. Þegar frú Harris stóð í tollstöðinni á Londonf lugvelli, var hún viss um að allir gætu heyrt hjartslátt hennar, en þegar vingjarnlegi, ungi tollvörðurinn kom til hennar, hafði hugrekkið sigrað og prakkaralegu augun tindruðu meira að segja eins og hún skemmti sér f yrirf ram. Á borðinu fyrir framan hana stóð ekki fallega Dior- askjan, heldur stór, snjáð plastaskja af ódýrustu tegund. Tollvörðurinn rétti henni spjald með lista yf ir tollskyldar vörur. — Æ, viltu lesa þetta fyrir mig, ungi maður, ságði frú Harris mæðulega. — Ég gleymdi gleraugunum mínum heima. AAaðurinn leit efasemdaraugum á hana. Bleika rósin á græna hattinum kinkaði kolli til hans og hann kannaðist strax við þjóðflokkinn. — Jæja, sagði hann. — Hvað voruð þér að gera í París? — AAaður skyldi líklega mega taka sér f rí öðru hverju? Tollvörðurinn brosti. Þetta var eitthvað nýtt. Voru hreingerningarkonur nú líka farnar að ferðast til út- landa? Það hlaut að vera sæmilegt upp úr þvi að hafa að verka skít, hugsaði hann og spurði svo vélrænt: — Haf ið þér nokkuð toliskylt? Frú Harris brosti til hans. — Já, ætli það ekki? Ekta Dior-kjól hérna í töskunni, kostaði fimm hundruð pund. Hvað segirðu um það? Tollvörðurinn hló. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem hann kynntist kímni þessarar stéttar. — Ég þori að veðja að þér verðið drottning dansleiksins í slíkum skrúða, sagði hann og krítaði merki á töskuna. Svo hélt hann áfram og rétti næsta farþega spjaldið. Frú Harris tók töskuna og fór... þó það kostaði hana mikinn sjálfsaga að hlaupa ekki... að stiganum í átt til frelsisins. Henni létti ekki aðeins, heldur hafði hún góða samvizku. Hún hafði sagt sannleikann. Eins og frú Col- bert hafði sagt, ef tollvörðurinn tryði henni ekki, gæti hún ekki gert að því. Klukkan fjögur síðdegis á fögrum vordegi stóð frú Harris utan við Waterloo flugstöðina og var loks komin heim eftir að hafa komið,,freistingunni" heilu og höldnu gegn um síðustu hindrunina. Aðeins eitt hvíldi nú á sam- visku hennar, en það var tilhugsunin um Pamelu Penrose, leikkonuna og íbúðina hennar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.