Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. júni 1977 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindar- götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð i iausasölu kr. 70.00. Áskriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Þjóðviljinn er áfram á „gömlu linimni” Á siðustu árum hefur orðið mikil breyting á ut- anrikisstefnu flestra stærstu kommúnistaflokk- anna i Vestur-Evrópu. Þeir beittu sér áður ein- dregið gegn vestrænu samstarfi og fordæmdu bæði Atlantshafsbandalagið og Efnahagsbanda- lagið, einkum þó hið fyrrnefnda. Þeir höfðu náin tengsl við Sovétrikin og túlkuðu afstöðu sina til alþjóðamála mjög á sömu leið og rússneskir fjöl- miðlar. Þá beindu þeir áróðri sinum alveg sér- staklega gegn Bandarikjunum. Nú er þetta mjög breytt. Stærstu kommúnistaflokkarnir i Vestur- Evrópu, eins og italski kommúnistaflokkurinn og franski kommúnistaflokkurinn, hafa lýst yfir þvi, að þeir geti bæði sætt sig við þátttöku i Atlants- hafsbandalaginu og Efnahagsbandalaginuog muni alls ekki gera það að skilyrði fyrir stjórnar- þátttöku að lönd þeirra verði ekki aðilar áfram að umræddum bandalögum. Jafnframt hafa þeir dregið úr áróðrinum gegn Bandarikjunum og taka ekki lengur undir með rússnesku f jölmiðlun- um i þeim efnum. Þeir skrifa og tala um Atlants- hafsbandalagið frá allt öðru sjónarmiði en áður og fylgja þvi ekki lengur fordæmi Rússa i þeim efnum. Á þennan og annan hátt sýna þeir i verki, að þeir stjórnast ekki einhliða frá Moskvu, likt og áður var. Breytingin á afstöðu þeirra er augljós, þótt menn séu ekki sammála um, hvort hér sé á ferðinni tilraun til að villa á sér heimildir eða raunveruleg hugarfarsbreyting. Sú var tiðin, að Alþýðubandalagið, sem hét þá að visu öðru nafni, hafði mjög svipuð tengsl við ráðamenn i Moskvu og kommúnistaflokkarnir i Vestur-Evrópu. Afstaða þess til alþjóðamála var hin sama og Sovétrikjanna. Þannig varði Þjóð- viljinn af kappi, þegar Rússar bældu niður upp- reisnina i Ungverjalandi 1956. Nú telja leiðtogar Alþýðubandalagsins sig hafa slitið tengslin við ráðamenn Sovétrikjanna. Vel má vera, að það sé rétt. En málflutningur málgagna Alþýðubanda- lagsins ber þess ekki merki. Sú breyting, sem hefur orðið á afstöðu kommúnistaflokkanna i Vestur-Evrópu til alþjóðamála, hefur alveg farið framhjá Alþýðubandalaginu. Blöð þess skrifa t.d. enn um Atlantshafsbandalagið á sama veg og rússnesku fjölmiðlamirÞau haga lika málflutn- ingi sinum um Bandarikin á sama veg og þeir. Forustugreinar rússneskra blaða og Þjóðviljans em enn oft furðulega keimlikar, þegar t.d. At- lantshafsbandalagið og Bandarikin eiga i hlut. Málgögn kommúnistaflokkanna i Vestur-Evrópu taka aðra og óháðari afstöðu. Svo virtist sem nokkur breyting ætlaði að verða á þessu eftir Rómarför Ragnars Arnalds á siðastl. sumri. Hann virtist hafa hrifizt af stefnu- breytingu italskra kommúnista. En það stóð ekki nema stutta stund. Þjóðviljinn hóf aftur að skrifa um Atlantshafsbandalagið og Bandarikin i sama anda og rússnesku fjölmiðlarnir. Hann er enn á „gömlu linunni”. Breytt afstaða kommúnista- flokkanna i Vestur-Evrópu til alþjóðamála hefur ekki náð til hans. Alþýðubandalagið afneitar að visu eins og þeir öllum beinum tengslum við Moskvu, en andinn þaðan hefur samt augljóslega svipuð áhrif og áður. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fá Palestínumenn eigið heimaland? Hvernig semur Carter og Begin um það? Carter forseti ÞAÐ þykir nú ljúst, að Begin leiðtoga Likud-flokksins, muni takast aö mynda næstu stjórn Israels, enda þótt til- raun hans til að koma á þjóö- stjórn fari út um þúfur. Sam- kvæmt ágizkun þeirra, sem þekkja bezt til, mun Begin alltaf geta tryggt sér stuðning 63 þingmanna af 120 alls, en hann mun leggja kapp á að fá meiri stuöning. Nokkurn veginn er þó talið vist, að hann muni ekki fá stuðning Verka- mannaflokksins, sem telur það rétta ályktun af þeim mikla ósigri, sem hann beið, að vera utan stjórnar aö sinni. Sama gildir um ýmsa smá- flokka, sem eru til vinstri við •Verkamannaflokkinn. Þvi virðist fyrirsjáanlegt, að meira en þriðjungur þing- manna verði I stjórnarand- stööu. Þegar þess er gætt, að vandamálin eru mikil, jafnt út á við og inn á við, veröur þetta ekki sterk stjórn. Inn á við eru vandamálin jafnvel meiri, þvi að efnahagsörðugleikar eru miklir og fara vaxandi. Marg- ir telja, að það hafi verið óánægja vegna versnandi lifs- kjara, sem varð Verkamanna- flokknum mest að falli. MARGIR virðast óttast, að stjórnarforusta Begins verði til þess, að örðugra verði að koma á samningum milli isra- elsmanna og Araba. Hann hefur frá upphafi verið sá leið- togi israelsmanna, sem skemmst hefur viljaö ganga til móts við Araba. Vafalaust mun hann sem forsætisráð- herra fylgja fram þeirri stefnu sinni. Þessari stefnu hefði hann þó sennilega haldið enn fastara fram, ef hann hefði verið áfram leiðtogi stjórnar- andstööunnar. Raunverulega er ekki heldur mikill munur á stefnu hans og Verkamanna- flokksins I þessum efnum. Fyrir kosningarnar var meira um blæmun en efnismun aö ræöa á afstöðu þeirra Begins og Peres, hins nýja formanns Verkamannaflokksins. Þetta þótti koma vel I ljós I sjón- varpseinvigi, sem þeir háðu fyrir kosningarnar. Það þótti jafnframt ljóst, að rikisstjórn Verkamannaflokksins, ef hún sæti áfram, myndi ekki geta samið um afhendingu her- teknu svæðanna, nema Likud-flokkurinn væri þvi einnig fylgjandi. Hann hefði m.ö.o. haft stöðvunarvald. Það er ekki óllklegt, að Begin verði fúsari til einhverra tilslakana eftir að hann hefur fengið ábyrgðina og annast samningagerðina af hálfu tsraels. Frá þessu sjónar- miði geta samningar ekki verið neitt slöur llklegir undir forustu Begins en Peres, heldur jafnvel llklegri. Stjórn- arskiptin I Israel eru þvl ekki llkleg til að gera samninga viö Araba neitt torveldari, þótt svo virðist mörgum I fyrstu, sökum afstöðu Begins. Allt veltur þetta á þvl hvernig hann beitir valdi sinu, eða hvort aukin ábyrgö gerir hann ábyrgari eöa hið gagnstæða. Reynslan ein getur skorið úr þvl, hvort Begin á eftir að reynast jafn snjall stjórn- málamaður og hann var óragur skæruliði á slnum tlma. I ÞESSUM efnum veltur vafalaust mjög eða mest á þvl, hvernig sambúð hans og Carters Bandarlkjaforseta verður háttað. Eins og málin standa nú, eru þeir mjög ósammála um meginatriðið, sem er afstaðan til þess, hvort Palestlnumenn eiga að fá svo- kallað heimaland eða ekki. Carter forseti hefur aö loknum viðræðum sinum við leiðtoga Arabarikjanna, hvaö eftir annað látið i ljós þá skoðun sina, aö deila Araba og tsra- elsmanna verði ekki leyst, nema palestinsku flóttamenn- irnir fái sitt eigið heimaland. Undir þetta hafa leiðtogar Araba tekiö. Það hefur hins vegar aldrei verið nákvæm- lega skilgreint, hvað átt er við, þegar talað er um heimaland I þessu sambandi. Er ef til vill átt viö sjálfstætt rlki eöa heimastjórnarrlki? Og hvar á þetta heimaland Palestinu- manna aö vera? Flestir láta sér þá koma I hug hinn svo- nefndi vesturbakki Jórdanár, sem Israelsmenn hertóku af Jórdanlu i styrjöldinni 1967, og Gazasvæðið. Þetta eru hins vegar þau hernumdu svæðin, sem Begin og fylgismenn hans segja ísraelsmenn slzt geta af hendi látið, þar sem t.d. vesturbakkinn hafi veriö kjarni hins gamla Gyðinga- rlkis. Hins vegar segir hann, að frekar geti komiö til greina að láta Golanhæðir og Sinal- skagann af hendi. Þótt ráða- menn Israelsmanna hafi aldrei opinberlega tekið undir tillöguna um sérstakt heima- land fyrir Palestfnu, telja fréttaskýrendur sig hafa heimildir fyrir því, að þeir geti hugsaö sér að Jórdania yröi heimaland Palestlnumanna, en við það myndu þó Arabar vart sætta sig, nema vestur- bakkinn yrði aftur sameinað- ur Jórdaniu. Það getur þvl orðið næsta erfitt að leysa þann hnút að tryggja Palestlnumönnum heimaland, en án þess er lítil von um sættir Araba og Isra- elsmanna. Það mun ekki slzt I þessu sambandi reyna á, hvor má sín meira Carter eða Begin, þegar þeir fara að ræð- ast við, en það verður eitt fyrsta verk Begins sem for- sætisráðherra aö heimsækja Carter. Þá reynir raunveru- lega fyrst á það á forsetaferli Carters hvort hann er eins einbeittur, þegar á reynir, og af hefur verið látið af fylgis- .. mönnum hans. Þ.Þ. Begin með konu sinni að unnum kosningasigri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.