Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 9. júnl 1977 Halldór Kristjánsson: Hvar eru hetjurnar? Leitað að þeim sem deildu á samvinnu- hreyfinguna Timinn birti grein eftir mig 25. febrúar i vetur. Hún var skrifuð til að kalla fram rök- stuðning fyrir nokkrum ádeilum á samvinnuhreyfinguna. Mér finnst eðlöegt að áhuga- menn gripi feginshugar tæki- færi til að túlka skoðanir sinar. Þegar menn hafa slegið ein- hverri skoðun fram og aðrir draga hana i efa og biöja um gleggri rök, finnst mér eðlilegt að þeim sé svarað. Að öðrum kostieiga hinirfyrrilikaá hættu að einhverjirkynnu að álykta að þeir væru ekki menn til að standa við skoðun sina þegar á herti. Skattar og samvinnu- félög Ég spurði i hverju lægi skatt- frelsi samvinnufélaganna, Bergur Guðnason lögfræðingur var þá nýbúinn að tala um það i Morgunblaðinu. Siðan hefur blöðrusVlur blaðsins, Jóhannes Helgi tálað um aö kaupfélög hefðu fjölda sjóða til að leggja i skattfrjálsan gróða. Ég minni á þetta sem nærtæktdæmium það hvernig grunnfærnir gasprarar éta eftir og hlaupd með það sem fyrir þeim er haft án þess að kanna málið. Engir þessir sjóöir voru nefndir. Hvernig geta þá þeir sem eitthvað þekkja til samvinnufélaga vitað við hvað er átt? Ég hef ekki enn séö neina út- listun á þessu skattfrelsi sam- vinnufélaganna. Þvi spyr ég: í hverju liggur þetta skatt- frelsi? Útþensla og vöxtur Kaupm annablöðin birtu greinar um nauðsyn þess að samvinnuhreýfingin næði ekki að auka umsvif sin og t.d. hlut sinn i smásöluverzluninni. t þvi tilefni sagði ég m.a.: „Hvaðaháski skyldiverai þvi að KRON ætti meiri hlut i smá- söluverzluninni i Reykjavik ef fólkiö vill það? Hverjar ráðstaf- anir á að gera til að hindra slikt? Og hvernig samrýmist það hugmyndum um lýðræði?” Mér fannst ástæða til að ræða þetta við blöðin sem höfðu sagt að ástæða væri til að sporna við þessari útþenslu og yfirgangi. Fyrst það viðnám var boðað vildi ég heyra hvernig ætti að haga j)vi. Nú er hætt við að ein- hverjir hafi orðið fyrir von- brigðum með talsmenn þeirra baráttusveita sem herskáir höfðu boðað stefnuna en fást svo ekki til að ræða hana nánar. Svo enginn skuli nú halda að ég segi þetta tilefnislaust skal minnst á Visir birti forustu- grein þar sem aftur og aftur var rætt um „skattaivilnanir fyrir samvinnuhringinn á kostnað annarrar atvinnustarfsemi” o. s. frv. Og Morgunblaðið sagði i leiðara 20. febrúar að með hörku og dirfsku þyrfti að snú- ast gegn útþenslu Sambandsins. Það var þvi öll ástæða til að vænta þess að reynt yrði að standa við þessi orð og finna þeim einhvern stað þegar eftir þvi var óskað. Þvi vilja garp- arnir ekki ræða hugsjónir sin- ar? Nú er þvi likast sem þeir hafi gufað upp. Það fæst ekki úr þeim orð um þetta. Sumir lita að visu þannig á að meiri hluti borgarstjórnar i Reykjavik hafi beitt sér gegn þvi að samvinnuverzlunin yki þátt sinn i smásölu i borginni hvort sem viðeigandi er að segja að þar hafi verið snúizt gegn útþenslunni „með hörku og dirfsku” eins og Mbl. taldi nauðsyn. Samt er þetta eitt af þvi sem ræða ber. Styrkir það ekki fremur en veikir likur fyrir hagkvæmri verzlun á komandi tímum að lóðir og hús séu i um- sjá þeirra fyrirtækja sem ekki ganga kaupum og sölum en eru almenningseign? Fámennisstjórnin 1 tilefni af ádeilum i sambandi við fámennisstjórn samvinnu- hreyfingarinnar spurði ég: Hvernig vilja þessir ákærendur láta stjórna samvinnuhreyfing- unni? Ég þekki ekki það stjórn- arform að framkvæmdavaldið sé ekki i höndum fárra manna. Ég hef ekki séð nein svör. Skyldi það geta verið vegna þess að i raun og veru vilji þess- ir menn ekki neina samvinnu- hreyfingu. Deyfðin Margt er hægt að segja um fé- lagslega deyfð. Vel veit ég að hugmyndum Hallgrims Krist- inssonar um fræðslu og félags- lega vakningu erekki fylgt eftir eins og hann dreymdi um. Þó er örðugtað festa hendur á saman- burði um slikt þvi að timarnir breytast og viðhorf og ástæður. En er það nokkuð óeðlilegt að hugsa um skipulag og félagslif verkalýðshreyfingarinnar, — sem stundum er nefnd alþýðu- hreyfing, — um leið og eins og til hiiðsjónar? Ætli það komi þá ekki i ljós sitthvað hliðstætt og sambærilegt innan beggja hreyfinganna? Vel skil ég að á- hugamönnum þyki sitthvað á skorta. En það er ekki vegna þess að eðli og tilgangur tak- mark og hugsjón stefnunnar sé úrelt orðið. Það er satt að samvinnu- hreyfingin og önnur alþýðusam- tök mættu vera svo viðtæk og afskiptasöm að ekkert mann- legt væri þeim óviðkomandi. Innan þeirra gætir vissulega fé- lagslegrar óárunar. Þar hefur að sumu leyti orðið afturför frá þvi á morgni aldarinnar. Þá gerðu slíkar fjöldahreyfingar sér t.d. ljóst að áfengisneyzla er fjandsamleg almannaheill. Þessi afturför er ekki vegna þess að stefna, takmark og hug- sjón hreyfinganna sé orðin breytt og úrelt, heldur er þeim ekki fylgt nógu almennt og rækilega. Ekki skal ég fullyrða að forustuliðið sé með öllu sak- laust af þessu. En i slikum sam- tökum á almenningur að velja sér forustu og veita henni að- hald og forsögn. „Svarthöfði gellur: Hún er svört”. Enda þótt talsvert skorti á að fram hafi komið svör við þeim atriðum sem ég hef einkum nefnt, hefur þó ádeilum á sam- vinnufélögin verið haldið á- fram. Er það þó einkum i Distl- um þeim sem Visir birtir og merktir eru Svarthöfða. Rit- stjórnin segir að enginn einn maður geti skrifað allt það sem Svarthöfði leggur til mála. Það skiptir heldur ekki máli hvað hver skrifar. Þó er öll sú vit- leysa alls ekki ætlandi einum manni. Þar er t.d. talað eins og engir séu i kaúpfélögum nema bændur. Hver getur trúað þvi aö skrifandi maður sé svo vitlaus að hann haldi i raun og veru að þær þúsundir sem eru i Kron séu eingöngu bændur að ekki sé minnzt á Hafnfirðinga, Suður- nesjamenn og Akureyjringa. Sú fjárfesting sem Svarthöfði deilir á er sumpart ri&rétt framhald þess sem Hallgrímur Kristinsson byrjaði á og sum- part beinlfnis framkvæmd þess sem hann ráðgerði.. Ekki er gott að vita hvort rit- stjórn Visis ætlast til að þessi smáskitlega nöldurskjóða sé tekin alvarlega. Nafnið mun vera valið með hliðsjón af kvæði GrimsThomsen um Svarthöfða. Sá höfði var ólikur öðrum höfð- um að þvi leyti að hann berg- málaði aldrei rétt. Þvi voru lokaorð ljóðsins þessi: Segi einhver sól er björt. Svarthöfði gellur: Hún er svört. Þeim er ekki alls varnað sem valdi nafnið fyrir Visispistlana. Guðjón F. Teitsson: Um strandferðir í grein Eiriks Sigurössonar, formanns Framsóknarfélags Is- firðinga, sem birtist I Tlmanum 3. þ.m. undir fyrirsögninni „Manngildið ber að meta meira en auðgildið,” segir m.a.: „Til dæmis koma skip Skipaútgerðar rikisins hingaö aðeins hálfs- mánaðarlega,” og síðar i grein- inni segir svo: „Ég tel að þessi mál veröi ekki leyst með öðru en reglubundnum skipaferðum, a.m.k. einu sinni i viku. Það hefir oft verið rætt um sérstakt Vest- fjarðaskip. Mér finnst raunar ekki skipta máli hvort skipiö er kallað Vestfjarðaskip eða eitt- hvað annað. Aðalatriðið er að við fáum hingað vikulegar feröir strandferðaskips, ferðir sem við getum treyst á.” Þetta eru villandi skrif og visast I þvi sambandi til greinar minnariTImanum 20. aprils.l.til leiðréttingar á sams konar áróöri, þar sem gerð var svofelld grein fyrir viðkomum strand- ferðaskipa rikisins á Vestfjarða- hafnir s.l. ár: Viðkomur 1974 1975 1976 Patreksfjörður 52 53 55 Sveinseyrí 50 50 49 Bildudalur 51 52 55 Þingeyri 50 52 55 Flateyri 51 52 55 Suðureyri 49 54 55 Bolungarvik 50 52 53 tsafjörður 51 52 55 Ég veit vel hvernig á nefndum áróðri stendur. Hann er sprottinn af þvi að hlutaðeigendur vilja fullkomlega gleyma ferðum skip- anna aö norðan. En stundum hefir veriö gott að fá beitu frá Suðaustur- eða Norðurlandi meö strandferðaskipum að noröan til Vestfjaröa, án umhleðslu, og ekki veit ég betur en að ýmsar iðnaðarvörur frá Norðurlandi þyki standa fullkomlega jafnfætis iðnaðarvörum annars staöar frá og eigi skiliö að hafa markaðs- möguleika án umhleðslukostn- aðar og umhleðsluáhættu og óþæginda. Vil ég nefna: kjöt- iönaðarvörur, smjörlíki, brennt og malað kaffi, alls konar hrein- lætisvörur, málningu, skótau, niöursoðnar sjávarafurðir, cúðu- gler, öl, sælgæti o.fl. Fram kemur að áðurnefndur greinarhöfundur bindur miklar vonir viö fyrirætlanir um það að láta þau tvö vöruflutningaskip, sem enn eru eftir til meiri-háttar strandferða leggja að mestu eða öllu leyti niður komur til Sveins- eyrar, Bildudals, Flateyrar, Suðureyrar og Bolungarvikur, en byggja I staðinn á keyrslu til og frá ísafiröi, Þingeyri og Patreks- firði, að þvi er skilja má á vegum Skipaútgerðar rikisins. Varla mun samt búið aö mata tölvuna með réttum upplýsingum um aukna og flóknari flutninga- ábyrgð f þessu sambandi, svo sem um vöruskil og frost- skemmdir á vetrum eða það hvort Skipaútgerðin verður ekki brátt komin meö landflutninga- bákn, sem erfitt yröi aö halda inna hóflegra kostnaðarmarka. Vafalaust er, að ýmiss konar óhagræði fylgir þvi að missa af viðkomum umræddra skipa, og er eftir að vita hvaöa áhrif það hefir á metnaö fólks á hlutaðeigandi höfnum og aðliggjandi byggöum, ekki aðeins á Vestfjörðum heldur einnig á Austfjörðum og Norður- landi, aö nú sé talin ofrausn að umrædd vöruflutningaskip meö hófsamlega oliueyöslu sýni sig á að meðaltali hálfsmánaðarfresti á norðurleið og suöurleið á ferðum kringum land, svo sem til áminningar um að fólk á Austur- landi og Vesturlandi tilheyri sama þjóðfélagi. Margur mun hugsa til þess að nýbúið er aö veita rlkisábyrgð og festa fé, varla undir 1500 millj. kr. meö núgildandi verðlagi, i tveim ferjuskipum og hafnamann- vikjum fyrir þau hér viö suö- vesturhorn landsins, ferju- skipum, sem tapa munu varla undir 300 millj. kr. á ári meö vöxtum og fyrningum. Hefir þó rekstri Akraborgar verið hjálpaö með þvi að reikna ekki hafna- vörugjöld, hvorki I Rvik né á Akranesi, af bilum fluttum meö skipinu. Ekki heldur af vörubilum né farmi vörubíla, en komi t.d. 10 tonna vörubill meö Esju eða Heklu til Rvikur, þá þarf nú að greiöa Rvikurhöfn kr. 12,300 hafnarvörugjald fyrir bilinn sjálfan og aukalega fyrir farm eftir tegund og magni, og svipuö munu vörugjöldin vera á öðrum höfnum. Það eru þvi ekki litil hlunnindi að losna við vöru- gjöldin. Minnt skal á, að i áratugi tók Eimskipafélag tslands vörur frá útlöndum til allra hafna á tslandi, sem eigin skip félagsins eða strandferðaskip rikisins komu á. Þannig tók Eimskipafélagið á sig án aukagjalds fyrir viötakendur að greiða umhleðslu og fram- haldsfarmgjald meö samnings- taxta fyrir þær vörur, sem senda þurfti með strandferðaskipum rikisins. t ótal skipti var leita eftir þvi við Eimskipafélagið, að það greiddi bilaeigendum jafnmikið fyrir tilsvarandi framhalds- flutning varnings, en þessu mun jafnan hafa verið algerlega neitað og þátttakan stranglega bundin við framhaldsflutning á sjó. Astæðan var sú, að færi Eimskipafélagið inn á þá braut að greiða bilum fyrir framhalds- flutning t.d. til Vikur i Mýrdal 196 km. leið og til allra staða þar á milli. Þetta þótti stjórn Eim- skipafélagsins á sinum tima of viðurhlutamikið. Vera má, að tilsvarandi mál verði nú auöleyst á vegum Skipaútgerðar rikisins, en þá má viðhorf stjórnvalda til stofnunar- innar breytast mikið frá þvi sem veriö hefir um skeið, þar sem aö undanförnu hefur verið draslað með verðbólgu-skuldahala upp á 80-90 millj. kr. og slikt hindrað að hægt væri á ábyrgan hátt aö endurnýja og/eða auka eign nauðsynlegra hjálpartækja, svo sem vörupalla, gáma og vöru- lyftara, eins og æskilegt væri til vinnuhagræðingar og bættrar þjónustu við viðskiptamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.