Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. júnl 1977 3 „'WVytfWsv. Y~ 1 J ",í j£ tiS&mSiSl■ — Tlmamynd: MO. Jötunn nálgast 3000 metra dýpi gébé Reykjavlk — — Borunin hefur gengið nokkuð sæmilega undanfarna viku, þrátt fyrir að jarðvegurinn er mjög harður. Viö borum aðeins um einn tii einn og hálfan metra á klukku- stund. Við eðlilegar aðstæður er meöalborun hins vegar 5-6 metrar á klukkustund. 1 dag erum við komnir niöur á 2.742 metra, en þvl miður er árangur enn ekki mikill, það koma enn aöeins um 5 sekúndulitrar úr holunni. Jarðfræðingar eiga þó von á að eitthvað komi þegar neðar dregur, en alls er óráðið hve lengi verður borað enn. Þannig fórust Erni Sigurjóns- syni, verkstjóra við bor Orku- stofnunar, Jötun, orð I gær, en nú er verið aö bora dýpstu holu, sem boruð hefur veriö á hér á landi að Laugalandi I Eyjafiröi. Þessi hola hefur reynzt mjög erfið viöureignar og hefur borun hvaöeftir annað tafizt um lengri eöa skemmri tíma. Jarðvegur- inn var I fyrstu mjög laus í sér og hrundi holan hvaö eftir annað. Nú hefur hins vegar alveg skipt um og er jarðvegur- inn mjög harður og gengur borunin fremur seint, en þó jafnt og þétt siöustu daga, eins og Orn sagði. Reynt hefur verið aö sprengja holuna út til þess aö fá meira vatn úr henni, en þaö hefur lltinn sem engan árangur borið. Auk annarra erfiöleika hafa borstangir brotnað og þurft aö skipta um mörgum sinnum. örn var spuröur hvenær ætlunin væri að mæla hitann I holunni næst og kvaðst hann ekki gera ráð fyrir aö þaö yröi gert fyrr en borun yrði hætt, nema þá ef skipta þyrfti um borkrónu. ini hjá jóðu 126 milljónir króna, eignir 65 milljónir, tekjuafgangur, 2,4 milljónir. Til menningarmála voru lagöar 150 þúsund krónur. A nýliðinni vertlö voru 300 tonn af fiski upp úr sjó verkuð I salt. Kaupfélagsstjórinn, Þorkell Sigurösson, hefur sagt upp starfi sinu fyrir aldurs sakir frá 1. ágúst I sumar. Hann hefur starfað hjá félaginu I fjölda ára með mikilli prýði og myndarskap. 1 hans stað hefur verið ráðinn kaupfélags- stjóri Aðalsteinn Friðfinnsson, fyrrverandi skipstjóri og nú verk- stjóri I Grundarfiröi, og er hann boöinn velkominn til starfa. Úr stjórn kaupfélagsins áttu að ganga Hjálmar Gunnarsson, stjórnarformaður og Guðni Hall- grlmsson, en voru báðir endur- kjörnir nær einróma. Aörir I stjórn eru Arnór Kristjánsson, Þórólfur Guðjónsson, Sigrún Halldórsdóttir og Ingvar Agnars- son. Endurskoðendur eru Jóhann Asmundsson og Kristján Guð- mundsson. Verðlauna- hrútur að vestan JB-Reykjavlk. Fyrir nokkru birtist hér I blaöinu vifttal við Guðmund Ragnarsson, oddvita á Hrafnabjörgum I Lokin- hamradal I Auðkúluhreppi. Guðmundur brá sér I höfuð- staðarferð fyrir skömmu og leit þá inn á ritstjórn Tfmans. Hafði hann meöferöis mynd af hrútnum Frosta Fögrusyni, sem við sjáum hér mynd af. Frosti fékk fyrstu heiöurs- verðlaun á héraðssýningu hrúta, sem haldin var I Hjarðar- dal í önundarfirði I fyrrahaust. Frosti, sem er eins vetrar á myndinni, var valinn haus- frlöasti hrúturinn á mótinu. Hann er aðeins einn af mörgum verðlaunahrútum Guömundar, sem þekktur er fyrir að eiga gott fé. 1 leiðinni vildi Guðmundur leiörétta smámisskilning, sem vart varð I greininni. Þar segir að um 250 fjár séu I dalnum, en það rétta er að það er um 750. Þá sagöi hann, aö það væri helzt til of djúpt I árina tekiö að segja að eingöngu væri unnið meö handverkfærum, en sagði að þeir ættu dráttarvélar I dalnum og eitthvað hefði veriö búið að slétta áður en vegurinn kom. Myndina af Frosta tók Arnar Þórðarson. Forset- inn í sjúkra- husi Forseti Islands dr. Kristján Eldjárn og kona hans komu heim 12. júnl frá Svlþjóð, þar sem þau voru I boði Uppsalahá- skóla. Vegna aðkenningar af æða- bólgu I fæti er forsetinn nú á Landspitalanum I Reykjavik og veröur þar væntanlega til meö- ferftar I nokkra daga. Vígsla þjóð- veldis- bæjar Gsal-Reykjavlk — Þjóðveldis- bærinn I Þjórsárdal er nú full- smiðaður og verður hann hátlð- lega vigöur á Jónsmessunni, föstudaginn 24. júnl næstkom- andi. Hefst vigiuathöfnin klukk- an fimmtán og stendur til klukkan sautján. Hafin var smiði þessa þjóðveldisbæjar á þjóðhátlðarárinu 1974 og stend- ur bærinn I túnfæti Skeljastaöa. Bandarísk nútimaljóö Annaö kvöld, miðvikudaginn 15. júni mun bandarlska ljóð- skáldiö Daniel Halpern lesa úr eigin ljóðum og annarra banda- rlskra nútlmaskálda i sal Menningarstofnunar Bandarikj- anna að Neshaga 16 I Reykjavlk. Hefst upplesturinn kl. hálfniu. Halpern er kennari við Columbia-háskólann og vinnur auk þess viö ritstjórn bókmennta- timarita. Hann hefur hlotiö fjölda verðlauna fyrir ritstörf sln og nýtur viröingar I hópi bók- menntafólks I heimalandi slnu. Buckminster Fuller á blaöamaimafundi: íslenzk bárujámshús eiga sér enga hliðstæðu i heiminum F.I. Reykjavlk. — Bandarlski arkitektinn og rithöfundurinn Buckminster Fuller sagði á blaðamannafundi s.l. föstudag, að hann hefði nú I hyggju að skrifa bók um islenzkan arki- tektúr og þá sérstaklega báru- járnshúsin, sem væru mjög ein- kennandi fyrir tsland. Sagðist hann hafa farið 42 sinnum i kringum hnöttinn, en aldrei hafa kynnzt nokkurri þjóð, sem notaði bárujárnið eins mikift og á jafn tæknilegan hátt og við. Nefndi hann Frikirkjuna I þessu sambandi sem óvenju sérstaka smlð. Þá kynnti B. Fuller einnig á fundinum 1. bindi bókar sinnar um „Synergetics”, sem er eins konar sambland af heimspeki, rúmfræði og ljóðum. Mun annað bindi þeirrar bókar væntanlegt I ágúst n.k. Það kom I ljós á blaöamanna- fundinum að B. Fuller er bjart- sýnismaður á framtlðina og læt- ur hvorki mengun né byssu- stingi breyta afstööu sinni I þvl efni. ,,En til þess aö geta oröiö bjartsýnn,” sagði hann, „þarf maöur aö vita mikiö”. Fuller leggur mikla áherzlu á að menn læri að skynja sjálfa sig og um- hverfiö I vlöara samhengi og gengur hann á undan með góðu fordæmi. Kallar hann sig ekki Bandarikjamann heldur Ibúa jarðarinnar. Hann óttast sér- næfingu, sem nú tlðkast á öllum sviöum, en mælir meö alhliða þekkingu. „Hugsið þiö ykkur t.d. að það eru aöeins nokkrir vísindamenn, sem gera sér grein fyrir að jaröarfleytan er aö sökkva undan mengun. Al- menningur, sem ekki hefur lært að hugsa lengra nefi sinu, sér ekki ósköpin fyrr en þau eru dunin yfir.” B. Fuller var spurður að þvl, hvað væri til ráða gegn menguninni, og kvaðst hann þess fullviss aö menn gætu eytt henni, ef þeir bara vildu. Hér væri um efna- fræðilegan hlut að ræða, en ekki eitthvert náttúrufyrirbrigöi. Nefndi hann að draga þyrfti úr notkun mengunarorkugjafa svo sem olíu og kjarnorku, og hætta vígbúnaöarkapphlaupi með öllu. Taldi hann aö ekki þyrfti nema tíu ár til þess að eyöa allri mengun, ef samtaka- mátturinn væri alger. Buckminster Fuller sat Al- þjóðlegu umhverfismálaráft- stefnuna I Reykjavlk og notafti hann tlmann til þess að taka ljósmyndir af bárujárnshús- um I höfuöborginni. Tlmamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.