Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. júnl 1977 5 á víðavangi Gufu- miðillinn Einhver athyglisveröasta opinber heimsókn til Islands nú um stundir virðist vera frú sú rammskyggn og ófresk sem fer um Kröflusvæöiö meö seiöi að tilhlutan forystumanna sálarrannsókna. Má af þessu marka aö Krafia hafi sál þótt vlsindin telji oft hæpiö aö eigna mannfólkinu slikan eiginleika. Indriöi G. Þor- steinsson rithöfundur gerir komu konu þessarar aö um- talsefni I neöanmálsgrein I VIsi fyrir skemmstu. Hann segir: „Hins vegar er þessi kona vottur þess aö enn lifir I land- inu trú á yfirnáttúrulega krafta, og sú trú á aö fá aö lifa án nokkurrar áreitni. Hún gerir engum neitt og finnur hvorki meiri eöa minni gufu viö Kröflu en raunvlsinda- menn. Þaö má svo teljast til sorgarefna aö hjátrúin skuli vera á útleiö...” Loks segir Indriöi: „Og hafi gufumiöillinn ekki veriö I sámhengi viö tlöarand- ann var hann þó samrunninn einhverri fjölskrúöugustu sagnahefö sem nokkur þjóö getur státaö af hvort sem hún á nóg af gufu eöa ekki.” Svo mikiö er vlst af blaöa- skrifum aö kona þessi viröist munu veröa hiö bezta sagna- efni. Heiðnaberg 1 VIsi skrifar einnig annar maöur sem ekki leggur nafn sitt viö þann hégóma sem hann sjálfur skráir. Svarthöföi VIsis mun reyndar marghöföa þótt ekki sé hann risavaxinn, en þaö er önnur saga. SI. föstudag sló út I fyrir honum þegar hann segir aö „ekkert” geti „bjargað” Sambandi is- lenzkra samvinnufélaga „úr Heiönabergi gróðahugsjónar og útþenslu” nema þaö ,,opni höndlan sina”. Þaö er vitaskuld rétt hjá Svarthöföa aö gróöahyggja og útþensla eru til óþurftar.út af fyrir sig skal honum þakkaö þaö lofsveröa framtak og áræöi aö láta þessa getiö á slöum VIsis, og mætti vera meira af sllku I þvl sam- kvæmi. En árangur starfs samvinnumanna I 75 ár er ekki „útþensla”. t störfum þeirra hefur þaö gengiö farsællega sem vel var vandaö þegar i upphafi. Hins vegar er þaö rétt aö sjálfsagt á Sambandiö viö slna rekstraröröugleika aö strlöa, ekki sizt þegar hafðar eruihuga þær öröugu aöstæö- ur sem dreifbýlisverzlunin á viö aö búa. En þaö er einmitt styrk samvinnuhreyfingar- innar aö þakka aö sú „höndl- an”er öllum opin, jafnt Svart- höföa sem öörum. Hins vegar skjátlast Svart- höföa ekki um mannkosti Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli. Og ef til vill má eitthvaö lesa út úr oröum Svarthöföa þegar honum veröur skyndilega hugsaö til Heiðnabergs. Heiönaberg er nefnilega I Drangey, ekki all- fjarri æskustöövum annars merkismanns sem einu sinni skrifaöi jafnan I Tlmann, meira aö segja stundum undir heitinu Svarthöföi. Leikrit viknnnar: Brimhljóð eftir Loft Fimmtudaginn 16. júnl kl. 20.05 veröur flutt leikritiö „Brimhljóö” eftir Loft Guö- mundsson. Leikstjórn annast Baldvin Halldórsson. Leikritiö gerist I Vestmanna- eyjum fyrir heimsstyrjöldina siöari. Þaö hefst á sumarhátiö I Herjólfsdal, þar sem margt manna er samankomiö aö venju. I hópi sjómanna er Bryn- geir formaöur, duglegur og kappsfullur. Hann lendir I úti- stööum viö Sighvat kaupmann út af stúlkunni, sem hann elsk- ar, og þaö veröur upphafiö aö rás atburöa, þar sem aöeins er spurt aö leikslokum. Hafiö kringum Eyjar, gjöfult og hættulegt i senn, myndar bak- grunninn aö þeim hrikaleik mannlegrar náttúru, sem hér er háöur. Höfundur leikritsins, Loftur Guömundsosn, er fæddur aö Þúfukoti i Kjós áriö 1906. Hann tók kennarapróf 1931 og var viö nám i lýöháskólanum I Tarna I Sviþjóö árin 1931 til ’32. Hann var kennari i Vestmannaeyjum 1933-45 -en fékkst viö blaöa- mennsku frá árinu 1947. Hann hefur samiö fjölda leikrita og gamanþátta, bæöi fyrir útvarp og sviö. Auk þess hefur hann sent frá sér skáldsögur og barnabækur og samiö dægur- lagatexta og kvikmyndahand- rit. Leikritiö „Brimhljóö” var fyrst sýnt áriö 1937 en hefur siö- an veriö sviösett viöa um land, bæöi hjá minni og stærri leik- félögum. (■aliríel Góður starískmítii r Nýi starfskrafturinn í farskrárdeild er sér- staklega fljótur og öruggur, hann vinnur sitt verk af stakri nákvæmni yrðir aldrei á neinn, en svarar á augabragöi ef hann er spurður. Hann er ekki í starfsmannafélaginu og hann vantar alveg þetta hlýlega viömót sem einkennir allt starfsfólk okkar. Þú kynnist honum ekki ”persónulega” þú nýtur aöeins afburöa hæfi- leika hans. Þessi nýi starfskraftur er Gabríel, rafeinda- heili í tölvumiðstöð í Atlanta í Bandaríkjunum - sem tengdur er viö farskrárdeild og allar söluskrifstofur okkar jafnt á íslandi, sem annars staöar í heiminum. Gabríel tekur viö öllum bókunum frá sölu- skrifstofum og farskrárdeild og geymir þær upplýsingar, og svarar því samstundis hvort þaö eru laus sæti í þeirri ferö sem þú hefur hug á. Þannig finnur Gabríel alla feröamöguleika fyrir þig á augabragöi - og þegar þú hefur ákveöiö þig þá bókar hann þig. Gabríel og sú aukna og bætta þjónusta viö farþega sem tilkoma hans hefur haft í för meö sér er einn ávinningur af sameiningu okkar. FLUCFÉLAC ÍSLANDS LOFTLEIDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.