Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 14. júnl 1977 19 „Njósnarar” frá Brugge — eru komnir til Reykjavíkur bertsson og Guðmundur Þor- björnsson eru undir smásjánni hjá félaginu. „Njósnararnir” munu sjá leik Vals gegn Fram á Laugardalsvellinum i kvöld og sfðan leik Vals og Vikings á laugardaginn f Laugardal. ,,Njósnarar” frá belgfska 1. deildarliðinu CS Brugge eru nú komnir til Reykjavlkur til að fylgjast með tveimur leikj- um Valsliðsins. Markaskorar- arnir miklu Ingi Björn Al- Víkingar halda sinu striki.. Sigruðu Blikana (2:0) í gærkvöldi og hafa enn ekki tapað leik Baráttuglaðir Vfkingar lögðu Blikana aö velli (2:0) á Laugar- dalsvellinum I gærkvöldi, þar sem þeir leiddu saman hesta sfna lista — Gaunnlaug Kristfinnsson, Róbert Agnarsson og óskar Tómasson, höfðu góð tök á leikn- um I siðari hálfleik og náðu I 1. deildarkeppninni I knatt- hættulegum skyndisóknum. spyrnu. Bæði mörk Vfkinga voru frá „ódýra markaöinum” — það fyrra kom eftir varnarmistök Blikanna, en það sfðara fengu þeir gefins frá llnuveröinum, Baldri Þórðarsyni, sem sofnaði á verðinum, þegar Vlkingar skor- uðu rangstööumark. Vlkingar voru betri aðilinn I gærkvöldi og áttu þeir fyllilega skilið að vinna sigur. Þeir voru ákveðnir og gáfu daufum Blikum aldrei friö. Vlkingar skoruöu fyrra mark sitt á 41. min., þegar Magnús Þorvaldsson tók aukaspyrnu út við hliðarlinu — hann spyrnti knettinum inn I víta- teig, þar sem Viðar Elíasson var einn og óvaldaöur og vippaöi hann knettinum fram hjá ólafi Hákonarsyni, markverði Blik- anna, sem stóð frosinn I markinu. Þarna voru leikmenn Blikanna illa á veröi. Víkingar, sem hafa þrjá af sln- um beztu leikmönnum á sjúkra- 1. deild Staöan er nú þessi I 1. deildar- keppninni I knattspyrnu, eftir leikina I gærkvöldi: FH —KR .......................5:4 Vlkingur — Breiðablik.........2:0 Keflavlk —Akranes.............0:4 Vestm.ey. — Þór...............2:1 Akranes ........8 6 1 1 14:5 13 Vikingur.........7 3 4 0 7:3 10 Valur...........7 5 0 2 11:8 10 Keflavik.........8 4 1 3 11:12 9 Breiöablik.......8 3 1 4 12:10 7 KR .............7 2 14 13:11 5 Fram.............7 2 1 4 10:12 5 Vestm.ey.........7 2 1 3 4:6 5 FH...............8 2 1 5 9:14 5 Þór..............8 2 1 4 9:18 5 Markhæstu menn: Pétur Pétursson, Akranes......6 Sumarliði Guðbjartss., Fram ... 5 Kristinn Björnsson, Akranes.... 5 Ingi Björn Albertss., Val.......5 Blikarnir léku vel úti á vellinum, en þegar þeir nálguðust markið, þá runnu sóknarlotur þeirra út I sandinn. Hinn marksækni mið- herji þeirra, Hinrik Þórhallsson erheillum horfinn og er hann ekki nærri þvi eins hættulegur og hann var sl. sumar. Það veikir Breiöa- bliksliðið mikiö. Vlkingar gulltryggöu sigur sinn, þegar þeir fengu mark gefins tveimur min. fyrir leikslok. Það .HANNES LARUSSON...miðherji Vikings, sést hér sækja að marki Blikanna. Einar Þórhalisson og Ólafur Ilákonarson, markvörður, eru til varnar. (Tlmamynd Róbert). Kristinn og Pétur áttu stórleik... — þegar Skagamenn skelltu (4:0) Keflvíkingiim í fjörugum og skemmtilegum leik í Keflavik í gærkvöldi Sigur þeirra of stór eftir gangi leiksins Skagamenn unnu sætan sigur (4:0) ytir Keflvik- ingum i gærkvöldi i Kefla- víky í fjörugum og mjög skemmtile'gum leik. 1370 áhorfendur sáu leikinn/ sem var mjög vel leikinn af báöum liðum. Keflvík- ingar# sem léku sinn bezta leik í ár, voru ekki á skot- skónum — þvi fór sem fór. Keflvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks og tóku leikinn strax I sinar hendur — þeir sóttu nær látlaust að marki Skaga- manna fyrstu 24 m, en tókstekki aö skora, þrátt fyrir aragrúa af góðum marktækifærum. Er leið á fyrri hálfleikinn, jafnaðist leikurinn og rétt fyrir leikshlé skoruöu Skagamenn tvö mörk meö aðeins tveggja mln. millibili og geröu þar út um leikinn. Fyrst skoraöi Karl Þóröarson örugg- lega af stuttu færi, eftir aö Kristinn Björnsson hafði brotizt I gegnum varnarvegg Keflvikinga og rennt knettinum til Karls. Pétur Pétursson bætti slöan marki við tveimur min. slöar (43 min), með því að skalla knöttinn glæsilega I netiö, eftir hornspyrnu. Skagamenn mættu slðan ákveðnir til leiks I slöari hálfleik og náðu að sýna stórgóða knatt- spyrnu. Sóknartríóið Pétur, Kristinn og Karl gerðu mikinn usla I vörn Keflvlkinga, með skemmtilegum leikfléttum. Pétur Pétursson skoraði (3:0) úr vlta- spyrnu, eftir aö Guöjón Þórhalls- son hafði fellt hann inn i vltateig. Þegar Pétur fékk knöttinn var KA-liðið heldur sínu striki... hann þó greinilega rangstæbur. Kristinn Björnsson gulltryggöi siðan sigur (4:0) Skagamanna á siðustu min. leiksins, þegar hann skoraði með fallegu skoti úr þröngu færi — knötturinn skall út við stöng, án þess að Þorsteinn Bjarnason, markvöröur Kefl- víkinga, ætti möguleika aö verja. Sigur Skagamanna var of stór eftir gangi leiksins, þvl aö Kefl- víkingar fengu mörg gullin mark- tækifæri, sem þeir nýttu ekki. Liöin buðu upp á mjög góða knattspyrnu, þar sem knötturinn var látinn ganga manna á milli og var mikill hraði allan timann I leiknum. Jón Gunnlaugsson átti góban leik I vörn Skagamanna og þá voru þeir Pétur Pétursson og Kristinn Björnsson mjög góðir — þeir leika skemmtilega saman og eru hættulegir hvaða vörn sem er, þegar þeir komast á skrib. Ólafur Júliusson átti mjög góðan leik hjá Keflvlkingum. GisliTorfason var einnig traustur og þeir Þóröur Karlsson og Óskar Færseth léku vel. MAÐUR LEIKSINS: Pétur Pétursson. 10 leikmenn liðsins Sigurganga Akureyrarliösins KA heldur áfram I 2. deildarkeppn- inni I knattspyrnu. KA-liöið lagöi Armann aö velli (2:1) á grasveli- inum á Akureyri. Sigur KA-liös- ins er mjög góöur, þar sem leik- menn liösins léku 10 meiri partinn af leiknum, þar sem Eyjólfi Agústssyni var visaö af leikvelli á 35. mln. fyrir ljótt brot. Staöan var þá 1:0 fyrir Akureyrarliöið, en Sigbjörn Gunnarsson skoraöi fallegt mark, rétt áöur en Eyjólf- ur fékk reisupassann. Viggó Sigurðsson náði að jafna (1:1) fyrir Armann, en Armann knúðu fram sigur (2:1) gegn Armanni Sverrisson skoraði siðan sigur- Haraldur Leifsson skoraði mark KA — 2:1 eftir góöan sigurmark Isfirðinga. Þróttarar undirbúning þeirra Sigbjarnar frá Neskaupsstaö fengu óska- Gunnarssonar og Jóhanns byrjun gegn Haukum, þegar Jakobssonar. Siguröur Friöjónsson skoraði mark fyrir þá eftir aðeins KA — Armann...............2:1 3 min. ólafur Jóhannesson náði Völsungur — Reynir S......0:1 siöanaö jafna (1:1) fyrir Hafnar- Þróttur N. — Haukar.......1:1 fjaröarliðið. Völsungar höföu ekki ísafjörður — Reynir A.....1:0 heppnina með sér gegn Reyni frá Þróttur R. — Selfoss......2:1 Sandgerði — leikmenn liðsins gerðu allt nema skora. Þeir Páll ólafsson skoraði bæði máttu slðan sætta sig við tap, mörk Þróttara, en Guöjón Arn- eftir að Sandgeröingar höfðu grlmsson skoraöi mark Selfyss- skoraö mjög ódýrt mark — Július inga. Jónasson. Staöan er nú þessi I 2. deildar- keppninni I knattspyrnu: KA................5 4 10 9:4 9 Haukar............5 2 3 0 7:3 7 ÞrótturR..........5 3 11 7:4 7 Armann............5 3 0 2 10:4 6 Reynir S..........5 3 0 2 7:6 6 tsafjöröur........5 2 12 4:6 5 Selfoss...........5 2 0 3 5:6 4 Völsungur.........5 113 3:7 3 ÞrótturN..........5 0 2 3 2:7 2 Reynir A..........5 0 1 4 2:9 1 Ágúst til Drott! IR-risinn Agúst Svavarsson, landsliösmaöur I handknatt- leik, hefur nú skrifaö undir samning hjá sænska 1. deild- arliöinu Drott, og mun hann leika meb liöinu næsta vetur. Agúst mun halda til Sviþjóöar um miöjan júll. ★ ★ ★ Sigurlás á skotskónum Sigurlás Þorleifsson, hinn marksækni miöherji Eyja- manna, sem mciddist I fyrsta leik Eyjamanna I 1. deildar- keppninni — gegn Fram á Melavellinum, var heldur bet- ur á skotskónum I Eyjum I gærkvöldi, þegar Vestmanna- eyingar unnu sigur (2:1) yfir Þór frá Akureyri I 1. deildar- keppninni. Þessi markheppni miöherji skoraöi bæöi mörk Eyjamanna, en þeir skorubu öll mörk leiksins, þvi aö mark Þórs var sjálfsmark þeirra. ★ ★ ★ Marka- m 1 Firðinum Mikiö markaregn var á Kaplakrikavellinum I Hafnar- firöi I gærkvöldi, þar sem FH-ingar og KR-ingar leiddu saman hesta slna. FH-ingar unnu sigur (5:4) eftir aö hafa haft 3:1 yfir I hálfleik. Asgeir Arnbjörnsson 2, Viöar Hall- dórsson, Janus Gublaugsson og Halldór Pálsson (sjálfs- mark), skorubu mörk FH, en Börkur Ingvason 2, örn óskarsson og Magnús Jóns- son, skoruöu mörk KR.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.