Tíminn - 14.06.1977, Síða 12

Tíminn - 14.06.1977, Síða 12
12 Þriðjudagur 14. júní 1977 tslenzka sveitin, sem fer til Evrópumeistaramótsins I Danmörku. Frá vinstri: Tritill, Gýmir, Leiknir, Gýmir á stökki. Stokkhólma-Blesi, Nelson, Grettir og Valur. Ljósm.: Friöþjófur Þorkelsson. LANDSLIÐ ISLENZKRA HESTA OG KNAPA VALIÐ Vekringurinn Grettir. Ragnar Hinriksson er I nýjum einkennis- fatnaði skeiðmannafélagsins. Valur á brokki. — Ljósm. Friðþjófur Þorkelsson. Leiknir á skeiði. Fjórða Evrópumeistaramót eigenda islenzkra hesta verður haldið i Skiveren á N-Jótlandi dagana 19.-21. ágúst i sumar. Innan vébanda Evrópusam- bands eigenda islenzkra hesta eru 10 þjóðir. Hver aðildarþjóð má senda 7 hesta til þátttöku I mótinu og reiknað er með, aö allar sendi lið. Um siöustu helgi fór fram úr- tökumót á Viðivöllum, og þar var islenzka sveitin skipuð. Gifurleg spenna rikti meðal knapa fyrir þetta mót, þvi far- seðill á Evrópumótiö er ekki svo litiö aö keppa um. Menn veltu vöngum, og skoöuðu hesta hver annars. Allir knaparnir, sem skráð höfðu hesta sfna til keppni, vissu að hver hinna hafði þjálfaö vel og mundi ekk- ert gefa eftir, enda allir reyndir og harðsnúnir reiömenn. Óspart var spáð um úrslit, sýndist hverjum sinn hestur liklegastur og ástæöulaust að leyna þeirri skoðua Reyni var sagt að hann mætti fara heim meö Stokk- hólma-Blesa, já og raunar ætti Leiknir hans Sigurðar Sæ- mundssonar ekki möguleika heldur. ,,Já, ætli það sé ekki rétt”, sagði Reynir af sinni þekktu prúðmennsku, „hann vildi ekki brokka neitt I dag”. Tilhögun mótsins var þannig, að keppt var I öllum greinum báða dagana og komu þvi allir hestarnir tvisvar til keppni. Samanlögð stig beggja daganna réðu úrslitum. Þannig var tryggt, svo sem kostur er, aö beztu hestar mótsins yrðu vald- ir, en óhöpp I sýningu annan daginn mundu ekki veröa góð- um hesti að falli. Einn hestur var ákveöinn fyrr. Sá er stóö- hesturinn Hrafn 727, undan Heröi frá Kolkuósi, knapi Aðal- steinn Aðalsteinsson, eigandi Sigurbjörn Eiriksson. Hrafn er I Þýzkalandi, tók þátt I siöasta Evrópumeistaramóti og fleiri mótum erlendis, og nú siöast 23./24. april I meistaramóti I Bæjaralandi, og stóð sig þar ágætlega, hlaut samtals 300 stig.ogvarákveðiðaðláta þann árangur gilda til þátttöku i Evrópumótinu. Sýnilega voru sumir knaparn- ir taugaspenntir fyrri daginn, og bitnaði þaö I sumum tilfellum á árangri, en 1 dómpalli geröu menn aö gamni sfnu. „Tölti hann ekki upp á vitlausan fót þessi?” spurði einn reikni- meistarinn. „Jú”, svaraði ann- ar reiknimeistari, „öll 56 skref- in.” „Reiknimeistari” er emb- ættistitill þeirra manna, sem skrá einkunnir, þegar dómarar hafa rétt upp spjöld sin, og reikna stig út úr einkunnunum. Það má segja aö úrslit hafi ráð- izt fyrri dag keppninnar. Breyt- ingar, sem uröu seinni daginn, voru smávægilegar, og röskuðu litiö niðurstööum fyrrí dagsins um hverjir skyldu keppa fyrir Islands hönd á Evrópumótinu, en þeir eru: 1. Stokkhólma-Blesi, 7 v., rauð- blesóttur, faðir: Rauöur 618, móðir: Nótt, Stokkhólma, knapi: Reynir Aöalsteinsson, eigandi: Halldór Sigurðsson. Árangur: Tölt 193 stig, fimmg. 111 stig, samt. 304 stig. 2. Hrafn 727, sem var lýst hér að framan og hlaut 300 stig á móti i Þýzkalandi I april s.l.- 3. Leiknir 8 v.. rauðblesóttur, faðir: Blesi frá Kirkjubæ, móðir: Skjóna frá Dýrfinnu- stöðum I Skagafiröi, knapi og Stokkhólma-Blesi á tölti. Tritill á tölti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.