Tíminn - 14.06.1977, Síða 23

Tíminn - 14.06.1977, Síða 23
Þriðjudagur 14. júnl 1977 23 flokksstarfið Vesturlandskjördæmi Almennir stjórnmálafundir Framsóknarfélögin efna til almennra stjórnmálafunda með Ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins, I sam- komuhúsinu Borgarnesi miðvikudaginn 15. júnf kl. 20.30 og í Félagsheimilinu i Stykkishólmi fimmtudaginn 16. júni kl. 20.30. Fundir þessireruöllum opnir, og mun Ólafur Jóhannesson svara fyrirspurnum fundarmanna. Vínarborg Þar sem fjölmargir, sem áhuga höfðu á að komast með i siðustu Vinarferð, gátu ekki fengið far hefur verið ákveðið að efna til annarrar ferðar i byrjun septembermánaðar. Nánari uppýsingar á skrifstofunni, Rauðarárstig 18. Framsóknarfélögin iReykjavik. Fró happdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið i vöru- og ferðahappdrætti Framsóknar- flokksins, og eru vinninganúmerin innsigluð á Skrifstofu Borgar- fógeta næstu daga, á meðan skil eru að berast frá þeim sem ennþá eiga eftir að borga miða sina. Dregiö var um alla útsenda miða. Umboðsmenn eru sérstaklega beðnir að senda uppgjör svo fljótt sem verða má. 9207 krabbamein skráð á 21 árs tímabili Magakrabbamein á undanhaldi hjá körlum, en brjóstakrabbamein verður algengara hjá konum FB-Reykjavik. Á árabilinu 1955 til 1975 eða á 21 ári hafa verið skráð 9207 illkynja æxli hér á landi, þar af 4356 hjá körlum og 4851 h já konum, að þvi er kemur fram i Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Hrafn Tulinius læknir ritar grein um þessa skrá I nýút- komnu hefti Heilbrigðismála. Þar segir, að stærsti hluti upp- lýsinganna I skránni komi frá Rannsóknastofnun háskólans i meinafræöi. Varðandi aldursdreifingu æxlanna kemur I ljós, að 144 af þeim 9207 æxlum, sem um get- ur, hafi verið hjá börnum yngri en 15 ára, 414 i fólki á aldrinum 15 til 34 ára, 3668 á aldrinum 35 til 64 ára og 4981 á aldripum 65 ára og þar yfir. Þegar þessu 21 árs tímabili er skipt niöur i þrjú 7 ára timabil, kemur i ljós, aö tiöni krabbameina er hærri hjá kon- um, 215 fyrsta tfmabiliö boriö saman við 206 hjá körlum og 273 siðasta timabilið borið saman við 232 hjá körlum. Sömuleiöis sést að tiðnitalan hækkar frá fyrsta timabilinu til þess sið- asta. 1 greininni segir, aö ekki sé þó leyfilegt, að draga þá ályktun af þessum tölum, aö krabbamein sé raunverulega svona miklu algengar.anú en þau voru fyrir tveimur áratug- um, þvi að hér kemur til að samsetning mannfjöldans hefur breytzt litillega í þá átt að eldra fólkiö er orðið fleira en tiönin er mun meiri hjá gömlum en hjá ungum. Einnig er sjúkdóms- greining nú fullkomnari en hún var fyrir 20 árum, þótt höfundur greinarinnar telji það atriði lftið hafa áhrif á aukna tiðni tilfella. Greinilegt er, að krabbamein er fátiður sjúkdómur í bernsku og hjá ungu fólki, en veröa alltaf algengari eftir þvf sem aldurinn hækkar. Algengasta krabbamein ís- lendinga er magakrabbamein I körlum, en á þessu 21 árs timabili voru skráð 1097 maga- krabbamein I körlum. Það sam- svarar tiöninni 54 af 100 þúsund körlum á ári. Næst algengast er krabbamein I brjóstum kvenna, 964 á tímabilinu. Það samsvar- ar 49 af 100 þúsund konum á ári. Þá er magakrabbamein hjá konum, 567, eða 29 af 100 þúsund á ári. Næst algengasta krabba- meinhjá körlum er krabbamein I blöðruhálskirtii, 538, eöa 27 af 100 þús. á ári. 1 þriðja sæti hjá konum er krabbamein I ristii 350, eða 18 af 100 þús. á ári, og I þriöja sæti hjá körlum er krabbamein f lungum, en þau töldust 306 eða 15 af 100 þúsund á ári. Þá segir f greininni: Magakrabbamein er á undan- haldi hjá íslensku þjóöinni eins og sjá má af því að tiðnin hjá körlum hefur lækkað úr 71 af 100 þúsundum á ári á tfmabilinu 1955-61 í 43 af 100 þúsundum á ári á tímabilinu 1969-75 en á 7 ára timabilinu þar f milli var tiðnin 52 af 100 þúsund á ári. Hjá konum hefur lækkunin á tiðni magakrabbameins verið sam- bærileg eöa úr 39 fyrsta timabil- ið i 28 annað timabilið f 22 sið- asta tfmabilið. Krabbamein i brjóstum kvenna hefur hins vegar oröiö algengara með árunum. A ár- unum 1955-61 var tíðnitalan 38 af 100 þúsundum á ári, annað timabilið 1962-68 var tiðnitalan 50 af 100 þúsundum á ári og sið- ' asta timabilið 1969-75 var þessi tala komin upp I 56 af 100 þús- undum á ári. Krabbamein f ristli fer einnig i vöxt. Hjá konum var það 13 af 100 þúsundum á ári fyrsta 7 ára timabilið, það var 18 af 100 þús- undum á ári annaö timabilið og 21 af 100 þúsundum á ári fyrir slöasta tfmabilið. Hjá körlum var aukningin úr 9 af 100 þús- undum á ári fyrsta timabilið f 13 af 100 þúsundum á ári annað timabilið en stóö f staö og var enn 13 þriöja 7 ára timabilið hjá körlum. Krabbamein i blöðruhálskirtli jókst að tiðni á timabilinu, það var 16 af 100 þúsundum á ári 1955-61, var 26 af 100 þúsundum á ári miðtimabilið og siöasta timabilið eða 1969-75 var tiöni þess orðin 36 af 100 þúsundum á ári. Krabbamein í lungum jókst að tiðni hjá körlum úr 12 af 100 þúsundum á ári 1955-61 i 14 af 100 þúsundum á ári 1962-68 og var komið upp I 19 af 100 þús- undum á ári siðasta 7 ára tfma- bilið eða 1969-75. Hjá konum jókst tíðni lungnakrabbameins einnig eða úr 6 af 100 þúsundum á ári fyrsta timabilið i 9 af 100 þúsundum á ári annað tfmabilið og var komiö upp i 13 af 100 þús- undum á ári þriðja 7 ára tfma- bilið 1969-75. A siðasta 7 ára tímabilinu 1969-75 er þvi lungnakrabba- mein komið upp I þriðja sæti að tiðni hjá körlum, tiðnin var 19 af 100 þúsundum á ári, I öðru sæti blöðruhálskirtilskrabbamein með tfðnina 36 en algengast er ennþá magakrabbameinið með 43 af 100 þúsundum á ári. Hjá konum hins vegar er lungna- ■.krabbameiniö i 8. sæti á eftir brjóstakrabbameini 56, maga- krabbameini 22, ristilkrabba- meini 20, leghálskrabbameini 17, legbolskrabbameini 14 og krabbameinum I eggjastokkum 14. Belgískir skipti verða að ganga i gegnum félagið, sem leik- mennirnir, sem þeir hafa áhuga á , leika með. — Viö hjá Val höfum gert okkur það fyllilega ljóst, að erlend félagslið hafa áhuga á islenzkum leikmönnum eftir árangur okkar að undanförnu. vissulega erum við hræddir viö að missa leikmenn — en við erum ánægöir meö, aö leikmenn okkar fara ekki á bak viö okk’ur, heldur láta okkur um að ræöa viö þá menn, sem koma hingaö frá erlendum félögum, sagöi Pétur. Pétur sagöi, að Valur myndi ekki leggja stein í götu leikmanna sinna, sem fengju girnileg tilboö frá erlendum félagsliðum. — Viö munum heldur ekki stuðla að þvi, að það sé verzlað með leikmenn okkar, eins og dauöar sálir, sagði Pétur Sveinbjarnarson, að lokum. Það þarf ekki að efa, að þeir Ingi Björn og Guðmundur fá góð tilboð, þvi aö það eru ekki félög af lakari endanum, sem hafa augastaö á þeim — Molenbeek og CS Brugge, sem eru i hópi sterkustu félagsliða Belgíu. —SOS á mótið mun Smejkal að sögn Einars koma I hans stað. Sfðustu Reykjavikurskákmót hafa verið með 16 þátttakendum, en að sögn Einars er fyrirhugað að hafa þá eitthvað færri i þetta skiptið. Ekki hefur þó verið ákveðinn endanlegur fjöldi þátt- takenda, en talan 12 hefur verið nefnd. Yrðu erlendir stórmeistar- ar þá 8 talsins og 4 Islendingar. Auk Friðriks og Guömundar myndi Jón L. Arnason Islands- meistari verða meöal þátttak- enda, en hver sá fjórði yrði er erfitt að spá um. Mótiö yrði haldið einhvern tima á timabilinu frá 4. febrúar til 25. febrúar og sagði Einar, að Loft- leiðahóteliö væri haft I huga sem mótsstaður, en ekkert væri þó ákveöið í þvf sambandi. Boösbréf hafa ekki verið send út, en rætt hefur verið við ýmsa stórmeistara. Q Tilboð lenzku krónunnar, ef opin- berar aðgerðir skeröa verð- bótakerfiö og ef umtalsverð- ir launahópar fá meiri launahækkun en þessi samningur segir til um. Aðalsamninganefnd ASI tekur siðan skýrt fram vegna yfirlýsinga atvinnurekenda I fjölmiðlum.aöþetta tilboð sé ekki I námunda við tillögu sáttanefndar, að hún litur ekki á þá tillögu sem samningsgrundvöll, heldur eingöngu sem umræöu- grundvöll. Auk þess hafi um- ræöugrundvöllur sáttanefnd- ar verið alltof lágur. Samningafundir hófust kl. 14 i gær. Atvinnurekendur ræddu m.a. um aukakröfur við sérfélög, t.d. við fulltrúa verkalýösfélagsins Harðar I Hvalfirði, og um ýmis fyrir- komulagsatriöi. ASl hélt langan fund I gær þar sem samningamálin f heild voru rædd. Næsti sáttafundur er boðaður meö aðalsamninga- nefndum deiluaðila kl. 14 i dag. Vflringur var Hannes Lárusson, sem var rangstæður — 8-10 m fyrir innan varnarvegg Blikanna, þegar hann fékk knöttinn óvænt. Hannes lék aö marki og skoraði örugg- lega fram hjá ómari Guðmunds- syni, varamarkveröi Kópavogs- liðsins. Baldur Þórðarson, lfnu- vörður, sofnaöi á verðinum — þegar Hannes fékk knöttinn. I Tímínner í peníngar ] Regnboginn roðnar af stolti i HEMPEIs þakmálning þegar hann lítur niður á HEMPEEs þökín og sér hve Mlegum blæhrígðum mánáúrlitumhans Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu. Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast. HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum. Seltan og umhleypingarnir hér eru því engin vandamál fyrir sérfræðinga HEMPEL’S MARINE PAINTS. Framleióandi á Islandi S/ippfélagið íReykjavík hf Málningarverksmiójan Dugguvogi—Simar 33433 og 33414

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.