Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.06.1977, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. júni 1977 15 kynningar kl. 9.30. Létt lög milliatriða. Morgunpoppkl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Leonid Kogan og Elisabeth Gilels leika Són- ötu nr. 1 i G-dúr op. 3 nr. 1 fyrir tvær fiðlur eftir Le- clair/ Kammerhljómsveitin i Moskvu leikur Konsert I d-moll fyrir strengjasveit eftir Vivaldi, Rudolf Bar- chai stjórnar/ Johann- es-Ernst Köhler og Gewandhaus hljómsveitin I Leipzig leika Konsert i g-moll op. 4 nr. 1 fyrir orgel og hljómsveit eftir Handel, Kurt Thomas stjórnar/ Há- tiðarhljómsveitin I Bath leikur Hljómsveitarsvitu nr. 2Ih-moll eftir Bach, Yehudi Menuhin stjórnar. /.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Elenóra drottning” eftir Norah Lofts. Kolbriin Friö- þjófsdóttir byrjar aö lesa þýðingu sina. 15.00 Miðdegistónleikar. Nicola Moscona, Columbus- ar drengjakórinn, Robert Shaw kórinn og NBC sin- fóniuhljómsveitin flytja upphafsþátt óperunnar „Mefistófelesar” eftir Boito, Arturo Toscanini stjórnar. Hljómsveit franska útvarpsins leikur Sinfónlu I Es-dúr op. 2 nr. 1 eftir Saint-Saens, Jean Martinon stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 Sagan: „Þegar Coriand- er strandaði” eftir Eilis Dillon. Baldvin Halldórsson leikari les (14). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Almenningur og tölvan. Fjóröa og siðasta erindi eft- ir Mogens Boman i Þýðingu Hólmfriöar Arnadóttur. Haraldur Ólafsson lektor les. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Iþróttir. Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.15 Lifsgildi, — fyrsti þátt- ur. Um aöalflokka gildis- mats og áhrif þess á viöhorf fólks og skynjun. Umsjón: Geir Vilhjálmsson sálfræð- ingur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Vor i verum” eftir Jón Rafnsson.Stefán ögmunds- son les (23). 22.40 Harmonikulög. Jo Privat og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. Undir gálganum, enskur skemmtiþáttur. Flytjend- ur: Roger McGough, John Gorman og Michel McGear. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Herra Rossi I hamingju- leit ítölsk teiknimynd 2. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 20.50 Ellery Queen Bandarisk- ur sakamálamyndaflokkur. Moröiö I lyftunni. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 21.40 Samleikur á fiðlu og pianóAgnes Löve og Helena Lehtela Mennander leika sónötu eftir Claude De- bussy. Stjórn upptöku Egill Eövarösson. 21.55 Hvers er aö vænta? Bandarisk fræöslumynd. Hafiö, uppspretta lifsins Þýðandi og þulur Jón O.. Edwald. 22.20 Dagskrárlok framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar @ •'a- , • eftir PaurGallico Þrumugnýrog vindsveipur voru undanfari komu bíls- ins, Ungfrú Penrose steig út, sneri sér andartak að frú Harris, laut höfði og lét kvöldkápuna gapa ofurlítið að framan. Svo kastaði hún gullnu hárinu aftur og hljóp inn um dyrnar. Frú Harris hafði aðeins séð glampa áperl- urnar og bregða fyrir skýi af bleiku og rjómalitu siffoni — svo var það búið. En hún var ánægðog stóð kyrr dálitla stund enn og gaf sig ímyndunaraflinu á vald. Því nú sá hún fyrir sér, hvernig yf irþjónninn hneigði sig f yrir kjólnum hennar og leiddi hann að góðu borði, þar sem hann sæist vel. Hver einasta kona í salnum sæi strax, að þarna var um Dior- kjól að ræða, allar myndu þær snúa sér við og horfa á hann, þegar hann gengi milli borðanna, flauelspilsið þungt af perlum og efri hlutinn freyðandi Ijósbleikur. Herra Korngold yrði stoltur og ánægður og myndi áreið- anlega ákveða að láta svo vel klædda og fallega stúlku fá stórt hlutverk í næstu kvikmynd sinni. Enginn, nema stúlkan sjálf, hefði minnsta grun um, að þessi glæsilegi kjóll, sem vakti svo mikla athygli og kæmi hverju auga til að glampa af öfund, væri aðeins i eigu f rú Odu Harris, hreingerningakonu í Willis Gardens númer fimm i Battersea. Og þar með fór hún þangað og brosti með sjálfri sérí strætisvagninum á leiðinni. Eina vandamálið nú var frú Butterfield, sem auðvitað beið hennar með eftirvænt- ingu. Auðvitað vildi hún sjá kjólinn og heyra allt um hann. Af einhverjum ástæðum, sem hún gerði sér ekki vel grein fyrir, kærði hún sig ekki um að segja f rú Butt- erfield, að hún hefði lánað leikkonunni kjólinn. En þegar hún var komin á ákvörðunarstað, var vand- inn leystur. Svolítil skröksaga og þreytan í fótunum nægðu til að fresta öllu um stund. — Ó, guð, sagði hún upp úr djúpum barmi frú Butter- fields, þegar hún hvíldi við hann andartaki siðar. — Ég er svo útkeyrð, að ég get varla haldið augunum opnum. Það er orðið svo framorðið að ég get ekki einu sinni drukkið tebolla. — Veslingurinn, sagði frú Butterfield með meðaumk- un. — Ég skal ekki halda þér vakandi. Sýndu mér bara kjólinn.... — Hann kemur á morgun, sagði f rú Harris og það var ekki ósatt nema að hálf u leyti. — Þá skal ég segja þér allt um hann. Þegar hún var aftur lögzt í sitt eigið rúm, fékk hún á tilf inninguna, að hún hefði lokið ætlunarverki og sof naði f Ijótt, án þess að óra fyrir því sem morgundagurinn bæri i skauti sér. Frú Harris var vön að vera hjá ungfrú Penrose milli klukkan f imm og sex, og allan daginn, meðan hún starf- aði á ýmsum heimilum viðskiptavina sinna og spjallaði. við þá, hlakkaði hún til þeirrar klukkustundar. Loks varð klukkan svo margt, að hún gat f lýtt sér að litlu íbúðinni, sem eitt sinn hafði verið hesthús á bak við glæsilegt hús, sem sneri út að torginu. Hún opnaði og stóð andartak neðan við litlu tröppurnar. Fyrst í stað fann hún til vonbrigða, því það var dimmt og hljótt í húsinu. Frú Harris langaði til að heyra söguna um sigurför kjólsins af vörum ungfrú Penrose og um á- hrif hans á Korngold. En það var undarlega, ókunna lyktin sem hún fann, sem olli því að hún stirðnaði af skelf inu og fannst eins og einhver klóraði sér í hársverðinum. Og þó, þegar hún þefaði betur, var þetta ekki óþekkt lykt. Hvers vegna minnti hún hana á stríðið, sem hún hafði upplifað í Lond- on — sprengjuregn og mikla elda....? Þegar frú Harris var komin upp stigann, kveikti hún Ijósið í forstofunni og dagstofunni og gekk inn. Á næsta andartaki starði hún steinrunnin af skelfingu á ónýtan kjólinn. Nú vissi hún hvaða lykt það var sem hafði komið á móti henni og minnt hana á næturnar þegar eld- sprengjunum rigndi yfir London. Dior-kjóllinn lá á óuppbúnu rúminu, kæruleysislega fleygt þar, svo við augum blasti hvernig eldurinn hafði brennt gat á flauelið og brætt perlurnar. Við hliðina lá pundseðill og miði með nokkrum orðum, páruðum í fiýti. Frú Harris var svo skjálfhent, að í fyrstu gat hún varla lesið hvað á miðanum stóð, en loks skildi hún það: — Kæra frú Harris, mér þykir ákaflega leitt að geta ekki verið hérna sjálf og skýrt málið, en ég er að fara burt um tíma. Ég er leið yfir kjólnum, en það var ekki mér að kenna og ef Korngold hefði ekki verið nógu snöggur, hefði ég kannski brunnið til dauða. Hann sagði að ekki hefði mátt tæpara standa. Eftir matinn fórum við í næturklúbb, þar sem ég stóð f raman við spegil til að laga á mér hárið og undir honum var rafmagnsofn og allt í einu kviknaði í mér — ég á við kjólinn, og ég hefði getað brunnið i hel. Ég er viss um að það er hægt að gera við þetta og tryggingin greiðir og þetta er heldur ekki eins slæmt og það lítur út fyrir, því þetta er bara einn dúkur. Ég verð í burtu alla vikuna. Viljið þér sjá um íbúðina eins og venjulega? Ég skil eftir pund til greiðslu, þangað til ég kem aftur. Það var einkennilegt, að þegar frú Harris hafði lesið þetta fór hún hvorki að kjökra eða hljóða og sagði ekkert. í staðinn tók hún kjólinn, braut hann vandlega saman og stakk honum í gömlu plasttöskuna, sem f rú Colbert hafði gefið henni og var í skápnum, þar sem hún hafði sett hana kvöldið áður. Hún lét peningana og bréfið liggja á rúminu og gekk niður stigann og út á götuna. Þegar hún hafði læst á eftir sér, nam hún staðar, dró lykilinn að íbúðinni af kippunni, og f leygði honum inn um bréfarif una, því hún þarfnaðist hans ekki f remar. Síðan gekk hún út á torgið og tók strætisvagninn þaðan heim. Það var kalt og hráslagalegt í íbúð hennar. Hún setti ketilinn yf ir til að laga te og gerói eins og vélrænt allt það sem hún var vön að gera á þessum tíma og borðaði kvöldmatinn án þess að taka eftir, hvað hún borðaði. En þá bráði af henni og hún tók upp kjólinn. Hún snerti sviðnar brúnir gatsins og brenndar og bráðnar perlurnar. Hún þekkti næturklúbba, því hún hafði gert hreint í þeim. Hún sá næstum þvi fyrir sér, hvað hafði gerzt— stúlkan, sem gekk hálfdrukkin niður tröppurnar frá götunni, studdist við handlegg herrans, galtóm í höfðinu og hugsaði ekkert og nam síðan staðar við spegil, þar sem hún stakk greiðu i hárið. Og síðan steig skyndilega reykur upp fyrir framan hana, hún rak upp skelfingaróp og herrann sló á eldinn með höndunum, þar til hann slokknaði og fegursti og dýrasti kjóll í heimi var ónýtur. Hér var hann nú í höndum hennar og brunalyktin fannst ennþá, og allt ilmvatnið sem Natasja hafði gefið „Ef þið ætliö að fara aö rifast legg ég til aö þaö veröi búiö til popkorn fyrst.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.