Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 14
 14. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Kylfingar eru að fara af stað með hækkandi sól og undirbúa golfsumarið. Ég er þess vegna að kenna mikið þessa dagana, en það er mitt aðalstarf,“ segir Úlfar Jónsson og reynir að hafa stjórn á tveimur veikum sonum sínum á meðan hann talar við blaðamann. Þegar Úlfar hefur náð yfirhöndinni á nýjan leik heldur hann áfram: „Það er líka að fara af stað mjög öflug dagskrá á Sýn þar sem sýnt verður frá stærstu mótunum á bandarísku mótaröðinni. Þar er að byrja fimm helga törn þar sem við sýnum frá lokadögunum á helstu mótunum.“ Eins og allir golfáhugamenn vita þá hefur útsend- ingum frá golfi fjölgað mjög og ekki síst er fengur í því að fá útsendingar frá Íslandsmótunum í golfi. Úlfar þekkir þann vettvang betur en flestir aðrir bæði sem margfaldur meistari en einnig sem þáttagerðarmaður. Þar njóta menn reynslu hans við útsendingar: „Þetta eru viðamestu útsendingar frá íþróttaatburðum hér á landi og öllu tjaldað til. Allar myndavélar notaðar, allir tæknimenn og aðrir starfskraftar eru til taks. Við erum búnir að sýna frá öllum mótum frá 1998 og erum sífellt að reyna að fága það ár frá ári.“ Áhugi Íslendinga á golfi hefur aukist gífurlega mikið á fáum árum og skiptir innkoma Tigers Woods þar miklu máli auk umfjöllunar í sjón- varpi. Nú stendur til að fjölga útsendingum frá mótum kvenna sem er eðlilegt svar við síauknum áhuga kvenna á öllum aldri. En vandamálið er að það eru ekki nógu margir golfvellir fyrir allt þetta fólk. Eða hvað? „Það væri auðveldlega hægt að fylla tvo eða þrjá 18 holu velli hér á höfuðborgarsvæðinu en við megum ekki gleyma því að stutt er að fara á mjög góða velli. Vellirnir á Akranesi og í Þorlákshöfn eru dæmi um þetta og eru vannýttir.“ Úlfar spilar þegar hann fær tækifæri til en lætur annað ganga fyrir núna, ólíkt sem áður var. Hann spil- ar glimrandi golf þegar hann kemst á völlinn og nýtur þess betur nú en oft áður: „Ég fer líka stundum til útlanda með fjölskylduna og lauma þá golfsettinu með.“ Úlfar kveður hress í bragði til að takast á við það aðkallandi verkefni að sinna strákunum sínum tveimur. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÚLFAR JÓNSSON IPGA GOLFÞJÁLFARI Spilar minna en nýtur þess betur „Ég er bara mjög sátt við þessa nið- urstöðu og hef fulla trú á að þeir sem þarna voru kosnir muni standa undir merkjum,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikkona um úrslit prófkjörs Samfylk- ingar á sunnudag þar sem Dagur B. Eggertsson hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið, Steinunn Valdís Óskars- dóttir varð í öðru sæti og Stefán Jón Hafstein í því þriðja. Sjálf kaus Tinna ekki um helgina og segist ekki fylgjast mjög náið með pól- itík enda ekki bundin sérstökum flokki. Hún er fullviss um að borgarstjórnar- kosningarnar í vor verði spennandi en spáir þó ekki neinum sérstökum flokki sigri. „Ég mun að sjálfsögðu kjósa,“ segir Tinna sem hefur þó ekki gert upp við sig hvað það verður. SJÓNARHÓLL PRÓFKJÖR SAMFYLKINGAR Mjög sátt TINNA HRAFNSDÓTTIR LEIKKONA Gæði framar fjölda „Ég fékk kannski ekki nógu mikið af atkvæð- um en þau atkvæði sem ég fékk voru frábær að gæðum.“ Stefán Jón Hafstein um úrslit prófkjörs Samfylkingar í Reykjavík í Morgunblaðinu. Hressandi ástardagur „Hugmyndin er hressandi í skammdeginu, enda tilvalin eftir allan víking- inn; hrútspungana og súra slátrið.“ Valdís Gunnarsdóttir um Valentínus- ardaginn í Fréttablaðinu. Krabbameinsfélag Íslands og Golfsamband Íslands hófu á síð- asta ári samstarf um sérstök golfmót fyrir konur undir nafn- inu Bleiki bikarinn. Samstarf- inu verður haldið áfram í sumar og ætla fimmtíu golfklúbbar að halda mót og fleiri hafa sýnt áhuga. Allur ágóði mótanna renn- ur til rannsókna á brjóstakrabba- meini. Sá golfklúbbur sem skilar mestum tekjum til söfnunarinn- ar fær afhentan farandbikar. Nýlega var Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar afhentur bikarinn bleiki sem Jónas Bragi Jónasson glerlistamaður gerði. Golfmót fyrir konur: Farandbikar- inn er bleikur MEÐ BLEIKU SNIÐI Guðrún Agnarsdótt- ir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands afhendir fulltrúum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar bikarinn bleika. Það er hlýtt á Íslandi um þess- ar mundir. Einhverjir gætu haft áhyggjur af því að gróðurinn mis- skilji góðærið og fari að lifna til lífsins löngu fyrir vorið. Ingunn Óskarsdóttir, yfirgarðyrkjufræð- ingur í Grasgarðinum, hefur hins vegar ekki miklar áhyggjur af gróðri landsins. „Gróðurinn er svona aðeins að vakna en þetta verður í lagi ef það verður ekki mikið meira,“ segir Ingunn sem segir kuldakaflann sem kom nú um daginn hafa komið plöntunum aftur í hvíld og þannig bjargað málunum nokkuð. Að sögn Ingunnar eru nokkrir runnar og þyrnar farnir að bæra aðeins á sér þannig að sést í grænt en eru þó ekki búnir að opna blöð. Þá eru krókusarnir að koma upp en það er ekki óeðlilegt á þessum tíma enda spretta þeir oft upp úr snjó. Ingunn segir hlýindin þó engin áhrif hafa á íslenska birkið. „Það lætur ekkert dobla sig hversu heitt sem verður enda fer það eftir birtuskilyrðum,“ segir Ing- unn og bendir á að það séu frekar erlendu plönturnar sem láti leika á sig. Hlýja veðrið að undanförnu hefur vakið sumar plöntur af vetrardvalanum: Birkið lætur ekki blekkjast LIFNAR YFIR GRÓÐRI Nokkrar plöntur eru farnar að bæra á sér eftir hlýindin undanfarið. Helst eru það erlendu plönturnar sem láta plata sig til að halda að vorið sé komið en hið gamalreynda íslenska birki veit betur enda fer það eftir birtustigi en ekki hitastigi. Valentínusardagurinn er í dag, dagur hinna rómant- ísku og ástföngnu. Reyndar virðist sem ástfangnir hafi ekki einkarétt á að halda daginn hátíðlegan þar sem margir kjósa að nota daginn til að gleðja ástvini með gjöfum og kveðjum. Sumir vilja meina að Valentín- usardagurinn sé amerísk kaup- mannahefð og óþörf hér á landi þar sem nú þegar séu tveir dagar, konudagur og bóndadagur, sem þjóni þeim tilgangi að gleðja ást- vini. Hjördís Reykdal Jónsdóttir á Blómaverkstæði Binna blæs á þessar raddir og segir ánægjulegt að til séu dagar sérstaklega ætlað- ir til þess að gleðja ástvini og tjá tilfinningar. ,,Helst vildi ég hafa svona dag einu sinni í viku, sam- bönd og samskipti fólks græða bara á þessu. Íslendingar eru nátt- úrulega hálfgerðir klakar“ segir Hjördís þegar blaðamaður bendir á meinta tilfinningalokun Íslend- inga. Rósir eru það sem langflest- ir kaupa á Valentínusardaginn en tískusveiflur eiga sér einnig stað í blómabransanum og hvítar liljur vinsælastar um þessar mundir. Súkkulaði er gjarnan tengt við þennan dag og Margrét Jónsdóttir í Konfektbúðinni segir fólk kaupa mikið af hjartalaga súkkulaði og hjartalaga konfektöskjum fyrir Valentínusardaginn. Margrét seg- ist taka eftir að karlmenn komi frekar á sjálfan Valentínusardag til að versla en konurnar komi frekar dagana á undan. Undir þetta tekur Þóra Hlíf Jónsdóttir í La Senza sem segir karlmenn oft í seinna fallinu með undirfata- kaup handa konunni. Hún tekur sérstaklega fram hversu klárir þeir séu orðnir í innkaupunum miðað við áður, menn séu frekar með númer á hreinu og viti hvað þeir vilji. Þóra segist verða vör við aukna aðsókn karlmanna fyrir Valentínusardaginn en segir hann þó ekki komast í hálfkvisti við konudaginn enn sem komið er. - sdg Valentínusardagurinn er kærkomin hefð SÚKKULAÐI EÐA UNDIRFÖT? Vinsælar gjafir á Valentínusardag. HJÖRDÍS REYKDAL JÓNSDÓTTIR Stendur hér með fangið fullt af rauðum rósum en þær eru langvinsælastar á Valentínusardag Hrottafengin hefnd vegna misnotkunar á frænku hans JÚLÍUS DÆMDUR Í EINS ÁRS FANGELSI „Þessi óþverri fékk það sem hann átti skilið“ 2x15- 13.2.2006 21:12 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.