Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 14. febrúar 2006 C M Y CM MY CY CMY K Það er oft þrautin þyngri að breyta hegðun sinni og venjum. Ef við erum ekki að ná árangri, í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur, er kominn tími til að endurskoða aðferðir okkar. Að horfast í augu við sannleikann er hverjum manni hollt og nauðsyn- legt, sérstaklega þegar það þarf að koma sér upp úr djúpum hjól- förum. Og svo þurfum við líka að nenna þessu. Nenna að eiga heilsu, nenna að öðlast betra líf, nenna að hugsa um okkur sjálf, en ekki bara alla aðra í kringum okkur. Heilsan sem forgangsatriði Ég þekki margar konur sem eru töluvert of þungar og ekki við nógu góða heilsu. Einhverjar þeirra hafa, í langan tíma, hoppað og skoppað í ræktinni og „passað sig“ í mataræðinu, en árangur- inn hefur látið á sér standa. Slíkt veldur oft mikilli vanlíðan og sjálfsásökunum. Öll hreyfing er þó að sjálfsögðu af hinu góða og ég tek ofan fyrir öllum þeim sem leita í heilsuvænlega fæðu. Þegar ég spyr þær betur út í æfingarnar og fæðuna kemur oft í ljós að konurnar hafa ekki tíma fyrir ræktina og jafnvel ekki til að borða reglulega og heilsusam- lega. Þær eru með börn sem þarf að keyra á leikskóla eða í skóla á morgnana, sækja og skutla seinni partinn og búa til matinn fyrir á kvöldin. Að þessu sögðu verð ég að taka fram að ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir fjölskyld- unni og foreldrahlutverkinu og tel það vera eitt merkilegasta hlutverk sem fólk getur fengið. Ég heyri þó síður fjölskyldu- ástæðurnar hjá karlmönnum. Ástæður þeirra eru frekar að þeir hafi ekki tíma sökum vinnu. Þeir finna sér tíma fyrir ræktina og geta svo haft þennan rosalega járnaga í mataræðinu! Það sem við konur þurfum kannski mest af öllu að læra er að forgangs- raða hlutunum rétt. Við þurfum að læra að setja okkur í fyrsta sætið miklu oftar, því að þegar það tekst lætur árangurinn ekki á sér standa og allt fer að ganga upp. Við verðum ánægðari með okkur og öðlumst hugarró. Fjöldi rannsókna sýnir líka fram á að hamingjusamir foreldrar eiga frekar hamingjusöm börn og börn heilsuþenkjandi foreldra sækjast frekar í holla næringu, s.s. grænmeti og eru duglegri að hreyfa sig. Nokkur ár fram í tímann Með réttri forgangsröðun á sér stað hugarfarsbreyting sem er nauðsynleg til þess að árangur- inn verði verulegur og varanleg- ur. Spurðu sjálfan þig reglulega spurninga um framtíðina, eins og hvernig viltu að lífið verði eftir 5, 10 eða 30 ár. Hvað viltu geta gert? Sumu getum við ekki stjórnað, eins og hvenær eða hvort við eign- umst börn eða eigum foreldra á lífi, en við getum haft veruleg áhrif á líðan okkar og velmegun. Í tilefni af Valentínusardeginum í dag bið ég þig því að vera þinn eigin Valentínus. Hugsaðu jafn vel um sjálfan þig og þá sem þú elskar. Kær kveðja, Borghildur Vertu þinn eigin Valentínus! Námskeið í Baknuddi helgina 18-19 febrúar • Slökunarnudd með sérvöldum ilmkjarnaolíum • Farið í nokkrar góðar ilmolíur og uppskriftir • Þrýstipunktanudd, verkjastillandi punktameðferð • Svæðanudd fyrir baksvæði Kennsla milli kl. 10.00 – 14.00 báða dagana Heilsusetur Þórgunnu Egilsgötu 30 101. Rvk. Sími : 8969653 - 5521850 best milli 09-11 UNGBARNANUDD- fimmtud. 16.02.05 Námskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 1-10 mán. Nothæf námskeið sem gefa börnum og foreldrum góða slökunarstund saman -losa um spennu og loft í þörmum, stuðla að betri svefni og gera góð tengsl betri. Uppl.á Heilsusetri Þórgunnu Egilsgötu 30 s: 8969653 5521850 veffang: heilsusetur.is og netfang: prema@mmedia.is Heilbrigð sál BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI OG BA Í SÁLFRÆÐI Ný rannsókn sýnir fram á að rifrildi foreldra geta valdið svefntruflunum og mikilli vanlíðan hjá börnum. Börn aðlagast ekki rifrildum heldur verður vanlíðan þeirra stöðug. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að rifrildi foreldra geta haft neikvæð áhrif á börn til langs tíma. Niðurstöðurnar, sem birt- ust í tímaritinu Child Develop- ment, benda til að foreldrar sem rífast fyrir framan börnin sín skapi slæma líðan og valdi jafnvel svefntruflunum hjá börnunum. Þó svo að foreldrar reyni að fela rifrildin fyrir börnunum eða reyni að rífast í minni mæli hefur það samt áhrif á líðan barnsins, það upplifir ótta, reiði og jafnvel sorg. Börnin verða oftast vör við rifrildin og einkennileg samskipti milli foreldranna, til dæmis þegar foreldrarnir talast ekki við eða eru ósáttir. Einnig sýndu niðurstöðurnar fram á að rifrildi og ósamkomulag foreldra þar sem reiði er tjáð hafa áhrif á svefn barnanna. Börnin missa að meðaltali um þrjátíu mín- útur af svefni á nóttu þegar þau búa við samskipti þar sem rifrildi foreldra eru í meðallagi. Einnig kom fram að börn aðlagast ekki rifrildum foreldra heldur verður vanlíðanin stöðug. Hins vegar er öllum það eðl- islægt að tjá tilfinningar sínar og reiði öðru hvoru. Mikilvægt er þó að reynt sé að leysa vanda- málin á opinn máta, með samræð- um og rökræðum og jafnvel með þátttöku barnanna en ekki rífast fyrir framan þau eða gefa ósætti til kynna. Frétt fengin af persona.is. Rifrildi valda stöðugri vanlíðan hjá börnum Ný rannsókn sýnir að rifrildi foreldra hefur djúpstæð áhrif á líðan barna. Börnin upp- lifa reiði, ótta, kvíða og í mörgum tilfellum svefnleysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.