Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 62
 14. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FJÓRIR SPURÐIR DAGUR ELSKENDA ER Í DAG OG LEGGST MISVEL Í FÓLK Heldur þú Valentínusardaginn hátíðlegan? LÁRÉTT 2 eiturlyf 6 í röð 8 skref 9 jurt 11 elds- neyti 12 þrábeiðni 14 smápeningar 16 2 eins 17 árkvíslir 18 drulla 20 tveir eins 21 fullnægja. LÓÐRÉTT 1 ósaði 3 frá 4 hljóðfæri 5 arinn 7 aðgætinn 10 efni 13 hrökk við 15 svall 16 kóf 19 kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2 hass, 6 aá, 8 fet, 9 urt, 11 mó, 12 kvabb, 14 aurar, 16 kk, 17 ála, 18 aur, 20 ll, 21 fróa. LÓÐRÉTT: 1 rauk, 3 af, 4 semball, 5 stó, 7 árvakur, 10 tau, 13 brá, 15 rall, 16 kaf, 19 ró. Hörður Torfason tónlistarmaður „Nei, þetta er seinni tíma siður sem er að ryðja sér til rúms. Það er samt alltaf gaman að halda upp á eitthvað og þetta er ástardagurinn en maður þarf nú engan sérstakan dag til þess. Það er skemmtilegast að lifa lífinu í sífellu með óvæntum uppákomum í gegnum tíð og tíma.“ Simmi í Idol „Nei, ég geri það ekki. Ég er ekki hrifinn af því að ég þurfi að vera rómantískur á einhverjum virkum degi. Mér finnst það ekki ekta. Ég er gamal- dags Íslendingur að þessu leyti.“ Brynja Björk Garðarsdóttir, sjónvarpsstjarna á Sirkus: „Ég held Valent- ínusardaginn yfirleitt hátíðleg- an, mér finnst þetta krúttlegur dagur. Það er alltaf gaman að fara út að borða með góðum vini og hafa það notalegt, en mér virðist nefnilega að fólk sé að misskilja pínulítið þennan dag, þetta er alls ekki bara fyrir pör.“ Krista Mahr, ritstjóri Iceland Review og Atlantica (frá Kaliforníu): „Pabbi var ávallt mjög skyldurækinn þegar kom að því að færa okkur mömmu og ömmu súkkulaði og blóm á Valentínusardag. Sjálf hélt ég daginn hátíðlegan meðan ég bjó í foreldrahúsum. Í dag finnst mér dagurinn tilvalinn fyrir aðra að gera sér glaðan dag, þótt það hvarfli ekki að mér persónulega. Ég er svo einstaklega órómantísk.“ HRÓSIÐ ...fær Berglind Gestsdóttir sem hefur opnað sérstaka skóverslun á Rauðarárstígnum en hönnuðir skónna, Angela Spieth og Michael Oehler, eru á móti fjöldafram- leiðslu og því eru skórnir fram- leiddir í litlum verksmiðjum í Austur-Berlín. Óvíst er hvort hljómsveitin Mezzo- forte muni koma fram á alþjóð- legu Java-djasstónlistarhátíðinni í Jakarta í Indónesíu í byrjun mars vegna þess að einn af liðsmönnum hennar er danskur ríkisborgari. Trompet- og ásláttarleikar- inn Thomas Dyani býr í London og er hálfur Afríkumaður en er jafnframt með danskt vegabréf. Allir Danir í Indónesíu hafa verið hvattir til að yfirgefa landið vegna hinna umdeildu teikninga af Múhameð spámanni sem voru birtar í dönsku dagblaði fyrir nokkrum mánuðum. Teljast þeir vera í lífshættu vegna teikning- anna og því er för Mezzoforte á hátíðina, sem verður haldin 3. til 5. mars, í nokkurri hættu. „Við ætlum að sjá hvernig þetta þróast. Eins og staðan er núna reiknum við ennþá með því að fara en staðan getur breyst,“ segir Eyþór Gunnarsson, einn af fjórum íslenskum meðlimum Mezzoforte sem ætla út. Hinir eru Gunnlaugur Briem trommari, bassaleikarinn Jóhann Ásmunds- son og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson sem hefur spilað tölu- vert með sveitinni á tónleikum. Auk þeirra ætla til Indónesíu tveir aðrir erlendir nýliðar; gítarleikar- inn Bruno Mueller og Sebastian Studnitzky sem spilar á hljómborð og trompet. Eyþór segir það hugsanlegt að Mezzoforte muni fara út án Thom- asar en það eigi allt eftir að koma í ljós. „Við ætlum að fara með stórt band og gera þetta veglega og sjá síðan til. Þegar maður spil- ar á svona festivölum eru alltaf njósnarar frá öðrum festivölum þannig að við ætlum að tjalda öllu því sem við eigum til,“ segir hann. Auk Mezzoforte spila þekkt nöfn á borð við Kool and the Gang og Brand New Heavies á hátíðinni. „Við ætlum alla vega að fljúga útlendingunum heim þann 23. þessa mánaðar og byrja að æfa,“ svarar hann er hann er spurður hverjar líkurnar séu á Indónes- íuförinni. „Indónesía er samt ein af aðalbækistöðvum Al-Kaída þannig að maður veit ekki hvað verður,“ bætir hann við. „Þegar allir Danirnir eru farnir þá er spurningin hvort þeir ráðist bara ekki á nágrannana.“ Mezzoforte hefur þrisvar sinn- um spilað á annarri djasshátíð í Indónesíu áður, árin 1993, 1994, og ´97. Einnig var sveitinni boðið á hátíðina árið 1999 en þá var hátíð- in blásin af vegna óeirða í landinu. Segir Eyþór að í þau skipti sem Mezzoforte hafi farið til Indónesíu hafi dvölin verið mjög ánægjuleg og allt verið til mikillar fyrir- myndar þar. Mezzoforte er með ýmislegt fleira í bígerð. Eru tónleikar meðal annars fyrirhugaðir í Búlgaríu, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. Síðasta plata Mezzoforte, For- wards Motion, kom út árið 2004 þar sem allir fjórir upprunalegu meðlimirnir spiluðu, þar á meðal Friðrik Karlsson sem er nú fjarri góðu gamni vegna mikilla anna í London. freyr@frettabladid.is DJASSHÁTÍÐ Í INDÓNESÍU: ÓVÍST MEÐ ÞÁTTTÖKU MEZZOFORTE Danskur nýliði í hættu MEZZOFORTE Hljómsveitin Mezzoforte er að öllum líkindum á leið til Indónesíu til að spila á djasshátíð. Guðmundur Pétursson, næst- lengst til hægri, verður ekki með sveitinni í þetta skiptið. Það eru tuttugu ár liðin síðan að Icy-tríóið steig á sviðið í Bergen og flutti lagið Gleðibankann sem sérhvert barn hefur fengið í arf með móðurmjólkinni. Af því til- efni ætlar Fréttablaðið að efna til kosningar á www.visir.is hvert af okkar lögum í keppninni hafi verið best og var kjörstaðurinn opnaður nú í morgun. Kjósend- ur geta unnið sér inn úttektir frá Senu en einungis er hægt að kjósa fimm sinnum. Úrslitin verða síðan kynnt í aukablaði um lokakeppni RÚV sem fylgir Fréttablaðinu á laugardaginn en þá verður einmitt 19. framlag okkar valið. Átján keppendur eða hópar hafa farið fyrir okkar hönd og reynt að heilla Evrópubúa upp úr skónum með misjöfnum árangri í þessari merkilegu keppni. Við getum til að mynda státað okkur af því að við unnum keppnina „næstum“ því árið 1999 þegar Selma rakaði inn heilum 146 stigum og hafnaði í öðru sæti. Níu árum áður náðu Sigga Beinteins og Grétar Örvars fjórða sætinu með lagi sínu Eitt lag enn. Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum hjá okkur. Við höfum tvívegis mátt sætta okkur við að vera á hliðarlínunni og þá höfum við mátt verma botnsætið. Oftast höfum við þó siglt lygnan sjó og hafnað fyrir miðju Það verða fimmtán lög sem keppa um að komast til Grikk- lands í sumarbyrjun á þessu ári og fær þjóðin að velja það með símakosningu. Það er búist við mikilli spennu enda til mikils að vinna en undankeppnirnar þrjár hafa vakið athygli og notið mikilla vinsælda. -fgg Hvaða lag er best? SELMA BJÖRNS Náði besta árangri okkar Íslendinga með laginu All out of Luck árið 1999, en hún hafnaði í öðru sæti eftir harða baráttu við Svía. FRÉTTABLAÐIÐ / MYND: REUTERS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA FRÉTTIR AF FÓLKI Fyrir ekki margt löngu greindi Frétta-blaðið frá því að Saga Film leitaði eftir fimm ára stúlku til að leika unga Elvu Ósk í kvikmyndinni Köld slóð sem Björn Br. Björnsson leikstýrir. Um sextíu manns settu sig í samband við fyrirtækið og voru tíu stúlkur kallaðar í prufur. Það var þó aðeins ein útvalin og það reyndist vera Birta Júlía Þorbergsdóttir, fimm ára gömul stelpa frá Akureyri, sem hreppti hnossið. Tökur eru um það bil að hefjast á þess- ari spennumynd sem gerist að mestu leyti við virkjun uppi á hálendi Íslands. Það er Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem verður gestur hinna gáskafullu Stráka á morgun. Þetta er eitt fyrsta sjónvarpsviðtalið sem alheimsfeg- urðardrottningin mætir í og það má vera flestum ljóst að þeir drengir munu reyna að spyrja hana spjörunum úr. Vafalaust hafa þeir Pétur, Sverrir og Auð- unn ekki verið jafn spenntir fyrir einum þætti enda ekki á hverjum degi sem slík drottnning leggst upp í rúm með þeim öllum í einu. Fréttablaðinu barst fyrir skömmu bréf frá einlægum aðdáanda Ray Davies sem lengi hafði hlakkað til að sjá átrúnaðargoð sitt. Hann sá sér hins vegar ekki fært að borga þær fjárhæðir sem miðarnir kostuðu en til gamans má geta að miði í C-svæði kostar rúmar sjö þúsund krónur en á A-svæðið um fjórtán þúsund krónur. Að hans mati er það því „einungis velsettara fólk sem hafi efni á og geti boðið sínum nánustu að sjá hann skemmta“. Aðdáandinn segir það í far- veginum að láta Ray sjálfan vita af þessu verði. „Uns það kemst á hreint hvort Ray ætli að svíkjast undan merkjum, hvet ég alla Kinks aðdáendur og áhugamenn um klassíska popptónlist að kaupa sig ekki inn á þennan ófagn- aðarkonsert sem auglýstur er,“ segir í bréfinu og hugsar skrifari líklega Einari Bárðarsyni, sem flytur Davies til landsins, þegjandi þörfina. -fgg Hefur sé› DV í dag? flú „Hann laug mig fulla og rústaði lífi mínu“ DÓPSTÚLKAN LAUS ÚR VARÐHALDI 2x10 13.2.2006 20:46 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.