Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 52
 14. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 Lau. 17. Feb. Örfá sæti laus Fim. 23. Feb. Fös. 3. Mars Mind Camp eftir Jón Atla Jónasson Sun. 19. Feb Síðustu sýningar Námsmenn og Vörðufélagar fá miðann á Mind Camp á 1000 kr. í boði Landsbankans Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Vestmanneyjar Þrið. 21. Feb. kl. 9, 11 og 13 Uppselt ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� �������������������������������������������������������������� ���������������� ������������������������������������������������� ��������� ����������������� ����������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ����������������������� ������������������������������������������������ ����������������������������� ������������������������������������������� ���������� �������������������� Kl. 20.00 Bandaríska dans- og söngvamyndin The Gay Divorce eftir Mark Sandrich frá árinu 1934 verður sýnd í Kvikmyndasafni Íslands. Í aðalhlutverkum eru Ginger Rogers og Fred Astaire og tónlistin er eftir Cole Porter. LEIKHÚS BORGARLEIKHÚSIÐ Ronja Ræningjadóttir Höfundur: Astrid Lindgren/Leikgerð: Annina Enckell/Tónlist og söngvar: Sebastian/Þýðing: Þorleifur Hauksson/ Þýðing söngtexta: Böðvar Guðmunds- son. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir/Friðrik Friðriksson/Þórhallur Sigurðsson/Sóley Elíasdóttir/Eggert Þorleifsson/Hall- dór Gylfason/Gunnar Hansson/Björn Ingi Hilmarsson/Þór Tulinius/Kjartan Bjargmundsson/Ellert A. Ingimundar- son/Hildigunnur Þráinsdóttir/Valur Freyr Einarsson/Davíð Guðbrandsson/Orri Huginn Ágústsson/Oddur Bjarni Þor- kelsson/Hinrik Þór Svavarsson/Tryggvi Gunnarsson, auk barna í hlutverkum grádverga. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson/Gervi: Sigríður Rósa Bjarna- dóttir/Brúðugerð: Bernd Ogrodnik/Lýs- ing: Halldór Örn Óskarsson/Hreyfing og dans: Ástrós Gunnarsdóttir/Tónlistar- stjóri: Karl Olgeirsson/Hljóðfæraleikur: Karl Olgeirsson og Jóel Pálsson/Hljóð- mynd: Jakob Tryggvason/Leikstjórn: Sigrún Edda Björnsdóttir. Niðurstaða: Uppfærsla Borgarleik- hússins er nokkur vonbrigði. Það vantar eiginlega ævintýrið í hana. Heiðarlega ræningjadóttirin Ronja er með skemmtilegri per- sónum úr smiðju Astridar Lind- gren. Stelputítla sem gerir upp- reisn gegn gildismati og rembu pabbans sem er konungur ræn- ingjanna í Matthíasarskógi. Hefur lært af móður sinni að það þarf styrka hönd og ákveðinn radd- blæ til að stýra karlinum þeim arna. Atburðarásin hefst þar sem Ronja er komin til vits og ára og tímabært er að hún dvelji ein úti í skógi til að ná tökum á lífinu þar. Fyrir henni á jú að liggja að verða drottning ræningjanna þegar fram líða stundir. En það fer nú svo að Ronja, sem hefur lifað ósköp vernduðu lífi í kastala föður síns, sér hlut- ina í öðru ljósi en hann þegar hún byrjar að horfa á þá með sínum eigin augum. Hún verður ekki síst fyrir áhrifum frá Birki, syni ræn- ingjaforingjans Borka – sem hún má auðvitað ekki þekkja vegna þess að feður þeirra leggja staka fæð hvor á annan. Ronja er verk sem býður upp á mikið sviðsævintýri – en það verður að segjast eins og er að uppfærsla Borgarleikhússins að þessu sinni er nokkur vonbrigði. Það vantar eiginlega ævintýrið í hana, vantar litina, vantar skóg- inn, vantar lífið. Alltaf verið að tala um Matthíasarskóg en hann er ekki í sýningunni, alveg á mörk- unum að hann sé gefinn í skyn. Þess í stað er klunnaleg kletta- borg sem snýst í sífellu á svið- inu, þótt nógu vel sé það útfært þegar kletturinn klofnar. En það er bara eitt „móment“ og varla þess virði að láta alla sýninguna markast af því leikhús-trikki. Það er lítið gaman að horfa á grátt grjót snúast endalaust á sviðinu og ræningja í íslensku sauðalit- unum reyna að gera sitt besta til þess að halda athygli áhorfandans á meðan klettaborgin snýst frá einu svæði til annars. Afleiðingin er sú að sýningin verður of hæg. Hreyfingar leikaranna takmark- ast svo af leikmyndinni að sýning- in lifnar aldrei almennilega. Þeir þurfa að dansa og sprella á þeim punkti sem þeir standa. Útfærsl- an á sviðshreyfingum og dansi er býsna vel unnin – en hefði bara getað orðið svo miklu skemmti- legri ef gert hefði verið ráð fyrir plássi fyrir slíkt. Grádvergarnir voru krúttlegir og gervi þeirra sniðuglega unnið – en rassálfarnir voru frekar plastiklegir. Hvað leikhópinn varðar þá er Arnbjörg Valsdóttir skemmtileg og sjarmerandi í hlutverki Ronju. Hún fremur nánast alla leiklistina fyrir hópinn, einkum vegna þess að persónurnar eru ekki dregnar nógu skýrum dráttum. Matthías ræningjakóngur, faðir Ronju, er leikinn af Þórhalli Sigurðssyni sem nær ekki að vinna úr þeim öfgum sem einkenna ógnvaldinn með merarhjartað. Í stað þess að vera stór í öllum tilfinningum og tjáningu verður Matthías óttalega vælulegur. Sóley Elíasdóttir gefur Lovísu, móður Ronju, myndug- leika en ekkert meira. Og Birkir litli Borkason er vægast sagt kar- akterlaus í meðförum Friðriks Friðrikssonar, eiginlega alveg óskiljanlegt að Ronja skuli nenna að eyða púðri og sumri í helli með honum. Fyrir utan Arnbjörgu virðist Eggert Þorleifsson einn um það í sýningunni að skapa kar- akter í hlutverki Skalla-Péturs. Stelur senunni í hvert sinn sem hann birtist. Restin fer bara með textann sinn. - Súsanna Svavarsdóttir ÚR SÝNINGU BORGARLEIKHÚSSINS Ronja Ræningjadóttir var frumsýnd um helgina með Arnbjörgu Hlíf Valsdóttur í hlutverki Ronju. Sauðalituð Ronja ! menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 11 12 13 14 15 16 17 Þriðjudagur ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir bandarísku dans- og söngva- myndina The Gay Divorce frá árinu 1934 með Ginger Rogers og Fred Astaire í aðalhlutverkum. Sýningar safnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Ralph Weber flytur erindi um „hefðbundin lög“ í Kína og þýðingu þeirra í dag á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri, sem haldið er í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð.  17.00 Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður heldur fyrirlestur um verk sín í Opna Listaháskólanum í Skipholti 1.  20.00 Þorvaldur Kristinsson flyt- ur erindi í Reykjavíkurakademíunni um kynhneigð, vald og fjölskyldu í fyrirlestraröð Mannfræðifélags Íslands, Ímyndir, gildi, viðhorf. ■ ■ FUNDIR  20.00 Julie Janko og Barra Secka, fulltrúar frá Rauða kross deild Gambíu fjalla um starfsum- hverfi Rauða krossins/hálfmánans í Gambíu á málstofu sem félagið Afríka20:20 heldur í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.