Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 47
ÞRIÐJUDAGUR 14. febrúar 2006 19
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.730 +0,57% Fjöldi viðskipta: 698
Velta: 5.560 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 53,70 -0,60% ... Alfesca 4,01 -1,50% ... Atorka 6,20
+0,00% ... Bakkavör 51,70 -1,00% ... Dagsbrún 5,83 +1,00% ... FL Group 26,10 +5,20% ...
Flaga 3,82 +0,50% ... Íslandsbanki 21,50 +2,40% ... KB banki 994,00 +0,30% ... Kögun 64,40
-0,90% ... Landsbankinn 29,10 +0,70% ... Marel 64,90 -0,20% ... Mosaic Fashions 17,90
-0,60% ... Straumur-Burðarás 20,80 +0,00% ... Össur 102,50 -1,00%
MESTA HÆKKUN
FL Group 5,24%
Tryggingam. 3,98%
Íslandsbanki 2,38%
MESTA LÆKKUN
Alfesca 1,47%
Atlantic Petr. 1,10%
Össur 0,97%
Umsjón: nánar á visir.is
13:00–13:10 Setning
Borgarstjóri
13:10–13:30 Inngangsávarp
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir formaður
jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar
13:30–13:50 Stefna Háskóla Íslands gegn mismunun
Baldur Þórhallsson dósent í stjórnmálafræði
13:50–14:10 Skilningur á jafnréttishugtakinu
Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur
14:10–14:30 Jafnrétti og minnihlutahópar
Rannveig Traustadóttir prófessor
14:30–15:00 Kaffihlé
15:00–15:20 Jafnrétti og þjónusta sveitarfélaga – er hægt að
þjónusta alla jafn vel?
Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri
þjónustumiðstöðvarinnar Vesturgarðs
15:20–16:10 Jafnrétti út frá mínum sjónarhóli
Kristín Tómasdóttir nemi, Sigursteinn R. Másson
formaður Öryrkjabandalagsins, Amal Tamini
fræðslufulltrúi, Viðar Eggertsson leikari
16:10–16:30 Umræður og fyrirspurnir
Fundurinn er
öllum opinn og
aðgangur ókeypis
Fundarstjóri er
Þóra Arnórsdóttir,
fréttakona
jafnrétti fyrir alla
Fundur á Hótel Sögu
föstudaginn 17. febrúar 2006
S p o r n u m g e g n m i s m u n u n
– s t u ð l u m a ð þ á t t t ö k u
ÓLAFUR ÓLAFSSON Í EGLU Félagið hagn-
aðist um 17,7 milljarða á síðasta ári vegna
mikillar hækkunar í KB banka.
Egla hagnaðist um 17,6 milljarða
króna á síðasta ári en hagnaður
var 9,6 milljarðar árið áður.
Langstærsta eign félagsins er um
ellefu prósenta hlutur í KB banka
sem hefur hækkað um þriðjung
það sem af er ári. Hluturinn er
bókfærður á 53,7 milljarða króna
um áramót en stendur nú í 71,6
milljörðum. Hækkunin nemur
átján milljörðum króna frá
áramótum sem er hærri upphæð
en hagnaður alls síðasta árs.
Eigið fé Eglu var um 34 millj-
arðar króna í árslok og eiginfjár-
hlutfall um 63 prósent.
Eigendur Eglu eru félögin
Ker og Kjalar sem eru að mestu
leyti í eigu Ólafs Ólafssonar,
stjórnarformanns Samskipa.
Vogun, sem er í eigu Árna
Vilhjálmssonar og Kristjáns
Loftssonar, á um átta prósent í
Keri.
Egla var meðal þeirra sem
keyptu hlut ríkisins í Búnaðar-
bankanum við einkavæðingu
hans og sameinaði bankann síðan
Kaupþingi. Kaupverð hlutarins
var 11,6 milljarðar króna.
- eþa
Hagnaður Eglu 17,6 milljarðar
Gengishagnaður það sem af er þessu ári meiri en allt árið í fyrra.
Skýrr hf. hefur skrifað undir
samning um kaup 58,7 prósenta
hlut í EJS hf. en kaupverðið er
sagt vera trúnaðarmál.
Skýrr er dótturfélag Kögunar
hf., en gera á frekari grein fyrir
kaupunum í tengslum við ársupp-
gjör Kögunar í næstu viku.
Í tilkynningu til Kauphallar
Íslands kemur fram að samning-
urinn sé gerður með fyrirvörum,
meðal annars um hefðbundna
áreiðanleikakönnun, sem gert er
ráð fyrir að ljúka í byrjun mars.
Auk móðurfélagsins teljast
til EJS samstæðunnar dóttur-
fyrirtækin Eskill ehf., iSoft ehf.,
Símland ehf. og Hýsing ehf. Velta
samstæðunnar nam í fyrra um 3,6
milljörðum króna, en hjá henni
starfa um 150 starfsmenn. EJS
starfar, líkt og Skýrr, á sviði upp-
lýsingatækni. - óká
Skýrr kaupir í EJS
HREINN JAKOBSSON Hreinn, sem er for-
stjóri Skýrr, segist sjá margvísleg sóknarfæri
í kaupunum á EJS. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Útgáfa krónubréfa eða jöklabréfa
er komin yfir 200 milljarða króna
eftir að Deutsche Bank gaf út ný
skuldabréf fyrir tvo milljarða
á föstudaginn. Krónubréf eru
erlend skuldabréf í íslenskum
krónum.
Greining Íslandsbanka bendir á
að töluverður áhugi sé meðal evr-
ópskra fjárfesta fyrir krónubréf-
um og ekkert sé því til fyrirstöðu
að útgáfan verði áfram blómleg
meðan mikill munur helst á inn-
lendum og erlendum skammtíma-
vöxtum.
Jafnframt telur bankinn að
þessi mikla útgáfa setji áfram-
haldandi þrýsting til lækkunar á
langtímavöxtum þannig að ávöxt-
unarkrafa ríkisskuldabréfa hald-
ist lægri en ella væri raunin.
- eþa
Krónuútgáfan enn í
miklum blóma
Greining Íslandsbanka spáir
mikilli hækkun verðbólgu á milli
febrúar og mars eða um 0,7 pró-
senta hækkun á vísitölu neyslu-
verðs. Mun verðbólga þá vera um
fjögur prósent á ársgrundvelli
sem er langt yfir markmiðum
Seðlabankans.
Í síðasta mánuði lækkaði vísi-
talan óvænt meðal annars vegna
áhrifa af útsölum. Útsölulok munu
hins vegar hafa áhrif til hækkun-
ar við næstu mælingu og jafnvel
gæti aukin velta á fasteignamark-
aði valdið verðhækkunum og þar
með meiri verðbólgu á næstu
mánuðum.
- eþa
Íslandsbanki spáir
verðbólguskoti
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI