Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 47
ÞRIÐJUDAGUR 14. febrúar 2006 19 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.730 +0,57% Fjöldi viðskipta: 698 Velta: 5.560 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 53,70 -0,60% ... Alfesca 4,01 -1,50% ... Atorka 6,20 +0,00% ... Bakkavör 51,70 -1,00% ... Dagsbrún 5,83 +1,00% ... FL Group 26,10 +5,20% ... Flaga 3,82 +0,50% ... Íslandsbanki 21,50 +2,40% ... KB banki 994,00 +0,30% ... Kögun 64,40 -0,90% ... Landsbankinn 29,10 +0,70% ... Marel 64,90 -0,20% ... Mosaic Fashions 17,90 -0,60% ... Straumur-Burðarás 20,80 +0,00% ... Össur 102,50 -1,00% MESTA HÆKKUN FL Group 5,24% Tryggingam. 3,98% Íslandsbanki 2,38% MESTA LÆKKUN Alfesca 1,47% Atlantic Petr. 1,10% Össur 0,97% Umsjón: nánar á visir.is 13:00–13:10 Setning Borgarstjóri 13:10–13:30 Inngangsávarp Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar 13:30–13:50 Stefna Háskóla Íslands gegn mismunun Baldur Þórhallsson dósent í stjórnmálafræði 13:50–14:10 Skilningur á jafnréttishugtakinu Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur 14:10–14:30 Jafnrétti og minnihlutahópar Rannveig Traustadóttir prófessor 14:30–15:00 Kaffihlé 15:00–15:20 Jafnrétti og þjónusta sveitarfélaga – er hægt að þjónusta alla jafn vel? Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvarinnar Vesturgarðs 15:20–16:10 Jafnrétti út frá mínum sjónarhóli Kristín Tómasdóttir nemi, Sigursteinn R. Másson formaður Öryrkjabandalagsins, Amal Tamini fræðslufulltrúi, Viðar Eggertsson leikari 16:10–16:30 Umræður og fyrirspurnir Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir, fréttakona jafnrétti fyrir alla Fundur á Hótel Sögu föstudaginn 17. febrúar 2006 S p o r n u m g e g n m i s m u n u n – s t u ð l u m a ð þ á t t t ö k u ÓLAFUR ÓLAFSSON Í EGLU Félagið hagn- aðist um 17,7 milljarða á síðasta ári vegna mikillar hækkunar í KB banka. Egla hagnaðist um 17,6 milljarða króna á síðasta ári en hagnaður var 9,6 milljarðar árið áður. Langstærsta eign félagsins er um ellefu prósenta hlutur í KB banka sem hefur hækkað um þriðjung það sem af er ári. Hluturinn er bókfærður á 53,7 milljarða króna um áramót en stendur nú í 71,6 milljörðum. Hækkunin nemur átján milljörðum króna frá áramótum sem er hærri upphæð en hagnaður alls síðasta árs. Eigið fé Eglu var um 34 millj- arðar króna í árslok og eiginfjár- hlutfall um 63 prósent. Eigendur Eglu eru félögin Ker og Kjalar sem eru að mestu leyti í eigu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Vogun, sem er í eigu Árna Vilhjálmssonar og Kristjáns Loftssonar, á um átta prósent í Keri. Egla var meðal þeirra sem keyptu hlut ríkisins í Búnaðar- bankanum við einkavæðingu hans og sameinaði bankann síðan Kaupþingi. Kaupverð hlutarins var 11,6 milljarðar króna. - eþa Hagnaður Eglu 17,6 milljarðar Gengishagnaður það sem af er þessu ári meiri en allt árið í fyrra. Skýrr hf. hefur skrifað undir samning um kaup 58,7 prósenta hlut í EJS hf. en kaupverðið er sagt vera trúnaðarmál. Skýrr er dótturfélag Kögunar hf., en gera á frekari grein fyrir kaupunum í tengslum við ársupp- gjör Kögunar í næstu viku. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að samning- urinn sé gerður með fyrirvörum, meðal annars um hefðbundna áreiðanleikakönnun, sem gert er ráð fyrir að ljúka í byrjun mars. Auk móðurfélagsins teljast til EJS samstæðunnar dóttur- fyrirtækin Eskill ehf., iSoft ehf., Símland ehf. og Hýsing ehf. Velta samstæðunnar nam í fyrra um 3,6 milljörðum króna, en hjá henni starfa um 150 starfsmenn. EJS starfar, líkt og Skýrr, á sviði upp- lýsingatækni. - óká Skýrr kaupir í EJS HREINN JAKOBSSON Hreinn, sem er for- stjóri Skýrr, segist sjá margvísleg sóknarfæri í kaupunum á EJS. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Útgáfa krónubréfa eða jöklabréfa er komin yfir 200 milljarða króna eftir að Deutsche Bank gaf út ný skuldabréf fyrir tvo milljarða á föstudaginn. Krónubréf eru erlend skuldabréf í íslenskum krónum. Greining Íslandsbanka bendir á að töluverður áhugi sé meðal evr- ópskra fjárfesta fyrir krónubréf- um og ekkert sé því til fyrirstöðu að útgáfan verði áfram blómleg meðan mikill munur helst á inn- lendum og erlendum skammtíma- vöxtum. Jafnframt telur bankinn að þessi mikla útgáfa setji áfram- haldandi þrýsting til lækkunar á langtímavöxtum þannig að ávöxt- unarkrafa ríkisskuldabréfa hald- ist lægri en ella væri raunin. - eþa Krónuútgáfan enn í miklum blóma Greining Íslandsbanka spáir mikilli hækkun verðbólgu á milli febrúar og mars eða um 0,7 pró- senta hækkun á vísitölu neyslu- verðs. Mun verðbólga þá vera um fjögur prósent á ársgrundvelli sem er langt yfir markmiðum Seðlabankans. Í síðasta mánuði lækkaði vísi- talan óvænt meðal annars vegna áhrifa af útsölum. Útsölulok munu hins vegar hafa áhrif til hækkun- ar við næstu mælingu og jafnvel gæti aukin velta á fasteignamark- aði valdið verðhækkunum og þar með meiri verðbólgu á næstu mánuðum. - eþa Íslandsbanki spáir verðbólguskoti 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.