Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 16
14. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
fréttir og fróðleikur
Globalization of world economy has forged a set of
“global challenges” for countries, institutions, and
individuals. These challenges affect, trade, cultural, and
social relations. Dr. Rahnema will review the financial
and economic situation in the world to understand some
of these complex challenges.
www.ru.is
Opinn hádegisfyrirlestur í boði
Viðskiptadeildar HR
16. febrúar kl. 11:45 - 12:45
Fyrirlesari er dr. Ahmad Rahnema frá
IESE háskólanum í Barcelona.
Hann kennir Alþjóðafjármál á öðru ári
í MBA námi Háskólans í Reykjavík.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík,
Ofanleiti 2, 3. hæð
Skráning: Sendið tölvupóst á
elisabetth@ru.is
Global Challenge:
An Inter national Finance
Perspective
Svona erum við
PÖNDUR AÐ LEIK Tai Shan, sjö mánaða pönduhúnn leikur hér við móður sína, Mei Xiang, í
snjónum í dýragarðinum í bandarísku höfuðborginni Washington DC Þetta var í fyrsta sinn
sem pönduhúnninn sá snjó, enda gerist það sjaldan þar að fönn þeki jörð. Washington er
á svipaðri breiddargráðu og Madríd. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Í dag er 14. febrúar, sem nefndur er Valentínusardagur. Í ýmsum lönd-
um er hefðbundið að elskendur tjái ást sína, til dæmis með elskenda-
korti, gjöfum og með því að fara út að borða. Tækifærið
er einnig notað til að senda nafnlausa ástarjátningu
til þess sem ástarinnar nýtur. Valentínusardagur
hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi, þrátt
fyrir að bóndadagur og konudagur séu dagar
sem hafðir eru í heiðri sem séríslenskir
dagar elskenda.
Hvar á þessi dagur uppruna sinn?
Sögu Valentínusardags er hægt
að rekja til hátíðardags kaþólsku
kirkjunnar, til heiðurs heilög-
um Valentínusi. Tengingin við
róm antíska ást varð ekki fyrr en
eftir miðaldir, en þá fyrst þróaðist
hugmyndin um rómantíska ást.
Hver var heilagur Valentínus?
Ekki er alveg vitað hver heilagur Valentínus var, en tveir að jafnvel
þrír píslavottar í sögu kirkjunnar báru þeta nafn. Einn var róm-
verskur prestur og læknir. Einn lést af völdum Kládíusar
II Rómakeisara í ofsóknum á kristnum mönn-
um. Annar var biskupinn af Terní á Ítalíu.
Um þann þriðja er lítið annað vitað en
að hann hafi dáið í Afríku.
Hver er fyrsta heimildin um Valent-
ínusardag?
Fyrstu skráðu heimildirnar sem tengja
Valentínusardag við rómantíska ást eru
enskar og franskar heimildir frá 14. öld. Á
þeim tíma var 14. febrúar hefðbundinn dagur
fyrir mökun fugla. Á 14. öld varð algengt að elsk-
endur skiptust á skilaboðum þennan dag og kölluðu
hvort annað „Valentínusinn“ sinn. Á breska bókasafninu
má finna Valentínusarbréf frá 14. öld.
FBL-GREINING: VALENTÍNUSARDAGUR
Dagur elskenda allt frá miðöldum
Björn Ingi Hrafnsson (1973) oddviti Framsóknarflokksins
Björn Ingi Hrafnsson er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hann hlaut trausta kosningu í efsta sæti fram-
boðslista Framsóknarflokksins í prófkjöri í lok janúar, en hartnær fjögur þúsund manns tóku þátt í því.
Björn Ingi hefur átt sæti í miðstjórn Sambands ungra Framsóknarmanna frá árinu 2002 og setið í mið-
stjórn flokksins frá 2003.
Hann hefur setið í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur frá árinu 2002. Það sama ár varð hann
formaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
Dagur B. Eggertsson (1972) oddviti Samfylkingarinnar
Dagur B. Eggertsson læknir var fyrst kosinn í borgarstjórn árið 2002, en hann hafði tekið sæti á Reykja-
víkurlistanum í nafni óháðra.Hann gegnir fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum R-listans og á sæti
í borgarráði. Hann er formaður skipulagsráðs, menningar- og ferðamálaráðs, stjórnkerfisnefndar og
hverfisráðs Árbæjar.
Þegar ljóst varð í fyrra að dagar R-listans væru taldir gaf Dagur til kynna að hann ætlaði að draga sig í hlé
frá borgarmálunum. Um síðir gekk hann í Samfylkinguna og er nú borgarstjóraefni flokksins eftir sigur í
prófkjöri um síðustu helgi sem 9.300 tóku þátt í.
Svandís Svavarsdóttir málfræðingur er framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
Hún var valin í efsta sæti lista vinstri grænna í forvali hreyfingarinnar í október í fyrra, en rétt til þátttöku
höfðu um 750 félagsmenn í Reykjavík. Svandís hóf afskipti af borgarmálum á vegum VG í upphafi
yfirstandandi kjörtímabils. Hún er aðalmaður í tómstundaráði Reykjavíkurborgar á vegum R-listans og
varamaður í menntaráði og menningar- og ferðamálaráði.
Svandís Svavarsdóttir (1964) oddviti vinstri grænna
Ólafur F. Magnússon (1952) oddviti Frjálslynda flokksins
Ólafur F. Magnússon læknir er borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokkn-
um í árslok 2001 og sagði jafnframt af sér sem varamaður í borgarráði og skrifari borgarstjórnar. Hann
hafði þá verið virkur í Sjálfstæðisflokknum frá 1990 og setið í ráðum og nefndum borgarinnar á vegum
flokksins.
Hann sat sem óháður borgarfulltrúi til loka kjörtímabilsins vorið 2002 en var endurkjörinn borgarfulltrúi
af F-lista Frjálslyndra og óháðra í borgarstjórnarkosningunum í maí 2002.
Frambjóðendur á fimm framboðs-
listum eru nú tilbúnir í baráttuna
um völdin í borgarstjórnarkosning-
unum 27. maí næstkomandi.
Þótt engar stórkostlegar svipt-
ingar hafi orðið í efstu sætum í
prófkjöri Samfylkingarinnar um
helgina er ljóst að endurnýjun í
borgarstjórn getur orðið umtals-
verð miðað við fylgiskannanir.
Framsóknarflokkurinn hefur átt
tvo fulltrúa í borgarstjórn í krafti R-
listans. Alfreð Þorsteinsson, þraut-
reyndur stjórnmálamaður, gaf ekki
kost á sér. Eftirmaður hans er Björn
Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður for-
sætisráherra eftir að hinn fulltrúi
flokksins, Anna Kristinsdóttir, dró
sig í hlé þegar hún hafði tapað bar-
áttunni um fyrsta sætið í prófkjöri
Framsóknarflokks. Kannanir gefa
ekki enn til kynna að Framsóknar-
flokkur fái mann kjörinn en sagan
kennir að fylgi flokksins kann að
duga fyrir einum fulltrúa.
Kannanir sýna að Vinstri hreyf-
ingin – grænt framboð er nær
öruggt með einn fulltrúa af 15
manna borgarstjórn. Svandís Svav-
arsdóttir vermir nú efsta sæti list-
ans eftir að Árni Þór Sigurðsson,
annar þrautreyndur borgarfulltrúi,
vék fyrir henni og er nú í öðru sæti
listans.
Fjórir núverandi borgarfulltrú-
ar skipa sex efstu sæti á lista Sam-
fylkingarinnar, þar af tvö ný nöfn
í fimmta og sjötta sæti. Samfylk-
ingarmenn telja ekki óraunhæft
að listinn, undir forystu Dags. B.
Eggertssonar, nái sex fulltrúum í
borgarstjórn. Nýliðar listans yrðu
þá Oddný Sturludóttir og Sigrún
Elsa Smáradóttir.
Nýliðunin varð einnig umtals-
verð hjá Sjálfstæðisflokknum í
prófkjörinu í byrjun nóvember.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir (6),
Jórunn Frímannsdóttir (7), Sif Sig-
fúsdóttir (8), Gísli Marteinn Bald-
ursson (3), Júlíus Vífill Ingvarsson
(5) og Bolli Thoroddsen (9) eru í
raun öll ný á listanum þótt bæði
Júlíus og Gísli Marteinn hafi áður
setið í borgarstjórn sem aðal- og
varamenn.
Hvort heldur Sjálfstæðisflokk-
urinn nær hreinum meirihluta eða
aðrir nái sér á strik blasir við að um
helmingur borgarfulltrúa í nýkjör-
inni borgarstjórn tekur þar sæti í
fyrsta skipti eftir kosningarnar 27.
maí næstkomandi.
RÁÐHÚSIÐ Að loknum kosningum í vor mun
líkindum nærri helmingur borgarfulltrúanna
taka sæti í borgarstjórn í fyrsta skipti.
Mikil endurnýjun
meðal borgarfulltrúa
Að loknum prófkjörum er fyrirsjáanlegt að mikil endurnýjun verður í röðum
borgarfulltrúa. Líkur eru á að sjö til átta nýir fulltrúar taki sæti í borgarstjórn.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfræðingur er þrautreyndur stjórnmálamaður og var fyrst kjörinn í borgar-
stjórn 1982. Hann situr í borgarráði en hefur á löngum ferli gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í ótal ráðum og nefndum í nærri aldarfjórðung. Vilhjálmur hefur verið formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga frá árinu 1990 og formaður málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um sveitarstjórnar- og
byggðamál frá 1992.
Vilhjálmur hlaut nærri 54 prósent atkvæða í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri
flokksins í nóvember síðastliðnum sem 12.500 tóku þátt í.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (1946) oddviti Sjálfstæðisflokksins
FRÉTTASKÝRING
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
4,6%
2,9%
3,0%
2,8%
5%
10%
0%
> Hlutfall áfengis og tóbaks af meðalneyslu á heimili 2004.
Ei
nh
le
yp
ir
Hj
ón
/s
am
bý
lis
fó
lk
án
b
ar
na
Hj
ón
/s
am
bý
lis
fó
lk
m
eð
b
ör
n
Ei
ns
tæ
ði
r f
or
el
dr
ar