Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 57
Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. Miðasala á tónleika Ray Davies í Háskólabíói þann 14. apríl hefur farið vel af stað. Uppselt er inn á tvö verðsvæði af fjórum. Ray Davis kemur nú hingað til lands í fjórða sinn. Hann er þekktastur sem liðsmaður bresku hljómsveitarinnar The Kinks sem gerði garðinn frægan á sjöunda áratugnum með lögum á borð við Lola og Sunny Afternoon. Miðasala á tónleikana fer fram á concert.is og í verslunum Skífunnar og BT á Selfossi á Akureyri. Miðasalan byrjar vel RAY DAVIES Fyrrverandi liðsmaður The Kinks er á leið hingað til lands í fjórða sinn. Plötusnúðurinn vinsæli Timo Maas heldur tónleika hér á landi í annað sinn þann 24. febrúar næstkomandi. Verða tónleikarnir haldnir á Nasa. Honum til aðstoðar verða íslenskir starfsbræður hans af betri gerðinni. Maas hélt síðast tónleika á Íslandi árið 2001 á stóru kvöldi Party Zone, sem stendur fyrir komu hans aftur núna í sam- vinnu við Hr. Örlyg. Undanfarin ár hefur Maas gefið út nokkrar plötur með vin- sælum lögum og er hann tvímæla- laust einn sá stærsti í bransanum ásamt köppum á borð við Sasha. Timo Maas til Íslands TIMO MAAS Plötusnúðurinn vinsæli er á leiðinni hingað til lands. Bandaríski rithöfundurinn Peter Benchley, sem er þekktastur fyrir bókina Jaws, er látinn 65 ára að aldri af völdum lungnasjúkdóms. Benchley ólst upp í New York, útskrifaðist frá Harvard og vann eitt sinn sem ræðuhöfundur Bandaríkjaforsetans Lyndons B. Johnson. Hann vann einnig sem blaðamaður áður en hann gaf út Jaws 1974. Varð bókin gríðarvin- sæl og hefur nú selst í 20 milljón- um eintaka. Kvikmynd í leikstjórn Steven Spielbergs var gerð eftir bókinni og náði hún einnig mikl- um vinsældum. Benchley hafði alla tíð mikinn áhuga á hákörlum. Fjallar Jaws einmitt um hvítan hákarl sem gerir fólki lífið leitt í bæ nokkrum við Long Island. Þrátt fyrir áhuga sinn á hákörlum sagðist Benchley aldrei hafa meiðst af völdum alvöru sjávardýrs á ævinni. „Ef þú ert varkár þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að sjávardýr ráð- ist á þig,“ sagði hann eitt sinn á heimasíðu sinni. Höfundur Jaws látinn PETER BENCHLEY Höfundur Jaws er látinn, 65 ára að aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Breska hljómsveitin The Rushes heldur tónleika í Þjóðleikhúskjall- aranum á fimmtudag. Íslenski dúettinn Bluebird mun hita upp ásamt Idir, sem er nýkomin úr stuttri tónleikaferð um Bretland. The Rushes spilaði síðast hér á landi á Iceland Airwaves í haust við góðar undirtektir. Sveitin hefur verið dugleg við tónleika- hald í heimalandinu undanfarið og er með sína fyrstu breiðskífu í smíðum. Áður en hún kemur út mun EP-plata með upptökum af tónleikum sveitarinnar líta dags- ins ljós. Lagið þeirra „I Swear“ er fáanlegt á safndisknum Ice- land Airwaves 2005, auk þess sem hægt er að hlaða niður tveimur nýjum lögum með sveitinni á dest- iny.is. Kjallarinn opnar klukkan 21.00 á fimmtudag og tónleikarnir hefj- ast klukkan 22.00. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á Midi.is. Miðaverð er 1.200 krónur, auk 150 kr. miðagjalds. Styttist í tónleika The Rushes THE RUSHES Breska hljómsveitin heldur tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.