Fréttablaðið - 14.02.2006, Side 57

Fréttablaðið - 14.02.2006, Side 57
Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf. Miðasala á tónleika Ray Davies í Háskólabíói þann 14. apríl hefur farið vel af stað. Uppselt er inn á tvö verðsvæði af fjórum. Ray Davis kemur nú hingað til lands í fjórða sinn. Hann er þekktastur sem liðsmaður bresku hljómsveitarinnar The Kinks sem gerði garðinn frægan á sjöunda áratugnum með lögum á borð við Lola og Sunny Afternoon. Miðasala á tónleikana fer fram á concert.is og í verslunum Skífunnar og BT á Selfossi á Akureyri. Miðasalan byrjar vel RAY DAVIES Fyrrverandi liðsmaður The Kinks er á leið hingað til lands í fjórða sinn. Plötusnúðurinn vinsæli Timo Maas heldur tónleika hér á landi í annað sinn þann 24. febrúar næstkomandi. Verða tónleikarnir haldnir á Nasa. Honum til aðstoðar verða íslenskir starfsbræður hans af betri gerðinni. Maas hélt síðast tónleika á Íslandi árið 2001 á stóru kvöldi Party Zone, sem stendur fyrir komu hans aftur núna í sam- vinnu við Hr. Örlyg. Undanfarin ár hefur Maas gefið út nokkrar plötur með vin- sælum lögum og er hann tvímæla- laust einn sá stærsti í bransanum ásamt köppum á borð við Sasha. Timo Maas til Íslands TIMO MAAS Plötusnúðurinn vinsæli er á leiðinni hingað til lands. Bandaríski rithöfundurinn Peter Benchley, sem er þekktastur fyrir bókina Jaws, er látinn 65 ára að aldri af völdum lungnasjúkdóms. Benchley ólst upp í New York, útskrifaðist frá Harvard og vann eitt sinn sem ræðuhöfundur Bandaríkjaforsetans Lyndons B. Johnson. Hann vann einnig sem blaðamaður áður en hann gaf út Jaws 1974. Varð bókin gríðarvin- sæl og hefur nú selst í 20 milljón- um eintaka. Kvikmynd í leikstjórn Steven Spielbergs var gerð eftir bókinni og náði hún einnig mikl- um vinsældum. Benchley hafði alla tíð mikinn áhuga á hákörlum. Fjallar Jaws einmitt um hvítan hákarl sem gerir fólki lífið leitt í bæ nokkrum við Long Island. Þrátt fyrir áhuga sinn á hákörlum sagðist Benchley aldrei hafa meiðst af völdum alvöru sjávardýrs á ævinni. „Ef þú ert varkár þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að sjávardýr ráð- ist á þig,“ sagði hann eitt sinn á heimasíðu sinni. Höfundur Jaws látinn PETER BENCHLEY Höfundur Jaws er látinn, 65 ára að aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Breska hljómsveitin The Rushes heldur tónleika í Þjóðleikhúskjall- aranum á fimmtudag. Íslenski dúettinn Bluebird mun hita upp ásamt Idir, sem er nýkomin úr stuttri tónleikaferð um Bretland. The Rushes spilaði síðast hér á landi á Iceland Airwaves í haust við góðar undirtektir. Sveitin hefur verið dugleg við tónleika- hald í heimalandinu undanfarið og er með sína fyrstu breiðskífu í smíðum. Áður en hún kemur út mun EP-plata með upptökum af tónleikum sveitarinnar líta dags- ins ljós. Lagið þeirra „I Swear“ er fáanlegt á safndisknum Ice- land Airwaves 2005, auk þess sem hægt er að hlaða niður tveimur nýjum lögum með sveitinni á dest- iny.is. Kjallarinn opnar klukkan 21.00 á fimmtudag og tónleikarnir hefj- ast klukkan 22.00. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á Midi.is. Miðaverð er 1.200 krónur, auk 150 kr. miðagjalds. Styttist í tónleika The Rushes THE RUSHES Breska hljómsveitin heldur tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.