Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 48
14. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR20
timamot@frettabladid.is
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Páll Jóhannesson
frá Herjólfsstöðum í Álftaveri,
Mánatúni 2, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, þriðjudag,
kl. 13.00.
Guðlaug Jóhannsdóttir
Sigrún Björnsdóttir
Þuríður Pálsdóttir Páll Kjartansson
Már Grétar Pálsson Sólveig Sveinsdóttir
barnabörn og langafastrákur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
Gísla Vigfússonar
frá Skálmarbæ.
Þakkir til starfsfólks á Klausturhólum,
Kirkjubæjarklaustri. Fyrir hönd aðstandenda,
Kolbrún Gestsdóttir
Faðir okkar og bróðir minn,
Gylfi Gíslason
teiknari og myndlistarmaður,
Skólastræti 3b, Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu miðvikudaginn
1. febrúar. Útför hans fer fram frá Neskirkju
miðvikudaginn 15. febrúar kl. 15. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hjartavernd.
Margrét Þóra Gylfadóttir
Kristín Edda Gylfadóttir
Unnur Kristbjörg Gylfadóttir
Freyja Gylfadóttir
Þorkell Snorri Gylfason
Kristín Eiríka Gísladóttir
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengda-
móðir, amma, langamma og langa-
langamma,
Katrín Sólveig Jónsdóttir
lést sunnudaginn 5. febrúar á Hrafnistu í
Reykjavík. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00.
Hlöðver Helgason
Sævar Hlöðversson María Pétursdóttir
Hjálmar K. Hlöðversson Elínborg Pétursdóttir
Guðjón H. Hlöðversson Björg Ragnarsdóttir
Hafdís Hlöðversdóttir Sigmar Teitsson
Gunnar Hlöðversson Sigurlaug M. Ólafsdóttir
Valgerður O. Hlöðversdóttir Pétur Andrésson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Ingi Berg Guðmundsson
loftskeytamaður, Völvufelli 42, Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítalans föstudaginn
10. febrúar. Útför hans verður frá kirkju Óháða
safnaðarins föstudaginn 17. febrúar kl. 14.00.
Fanney Vigfúsdóttir
Auður Björg Ingadóttir Elías Jón Sveinsson
Jóna Rán Ingadóttir Rúnar Þór Vilhjálmsson
Ingi Berg Ingason Anna Lísa Hassing
og barnabörn.
Á þessum degi árið 1989
hvatti leiðtogi Írans, Ayatollah
Khomeini, múslima til að drepa
indversk-breska rithöfundinn
Salman Rushdie fyrir skrif
hans í bókinni Söngvar Satans.
Breska leyniþjónustan Scotland
Yard brást við með því að veita
Rushdie vernd.
Mótmæli brutust út um allan
heim vegna Söngva Satans. Bókin
var gefin út í september 1988 en
þar kannaði Rushdie árekstra
sem verða milli trúarlegra og
veraldlegra sjónarmiða. Bókin
rokseldist þrátt fyrir að hún væri
bönnuð í fjölmörgum löndum.
Khomeini taldi rithöfundinn
réttdræpan fyrir guðlast og voru
settar háar fjárhæðir til höfuðs
honum. Í níu ár lifði hann á flótta
og í felum undir lögregluvernd
uns bannfæringunni var aflétt
í september 1998. Þá tilkynnti
nýr forseti Írans, Mohammed
Khatami að ríkisstjórnin myndi
ekki styðja „fatwa“ eins og bann-
færingin var kölluð.
Harðlínumenn halda þó enn
til streitu dauðadómnum yfir
Rushdie enda getur fatwa tækni-
lega ekki verið afturkölluð heldur
rennur sitt skeið á enda þegar sá
sem var bannfærður hverfur yfir
móðuna miklu.
ÞETTA GERÐIST > 14. FEBRÚAR 1989
Salman Rushdie dæmdur til dauða
SALMAN RUSHDIE RITHÖFUNDUR
MERKISATBURÐIR
1779 Enski skipstjórinn og land-
könnuðurinn James Cook
er drepinn á Hawaii.
1929 Sjö andstæðingar glæpón-
ans Als Capone eru drepnir
í bílskúr í Chicago. Atvikið
hefur verið kallað Valent-
ínusardags-blóðbaðið.
1942 Bandalag starfsmanna ríkis
og bæja, BSRB, er stofnað.
1969 Landsprófsnemendur
fara kröfugöngu um götur
Reykjavíkur til að leggja
áherslu á kröfur sínar um
endurskoðun skólakerfisins.
1994 Björk Guðmundsdóttir er
valin besta alþjóðlega söng-
konan og besti nýliðinn á
Brit-tónlistarverðlaunahá-
tíðinni í Bretlandi.
2003 Frægasta kind veraldar, hin
einræktaða Dolly, er aflífuð
sex ára gömul þar sem hún
þjáist af lungnasjúkdómi.
P.G. WODEHOUSE (1881-1975)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Það er aðeins til ein
lækning við gráu hári.
Frakkar fundu hana
upp og er hún kölluð
fallexi.“
P.G. Wodehouse var breskur
rithöfundur. Hvað þekktastur
er hann fyrir sögur sínar af
þjóninum Jeeves og grannvitra
aðalsmanninum Wooster.
Jón Páll Halldórsson hefur verið með-
limur í Sögufélagi Ísfirðinga frá því
það var stofnað í ársbyrjun árið 1953.
Hann hefur setið í stjórn þess frá 1960
og sem formaður síðastliðin 27 ár. „Það
var og er tilgangur félagsins að safna,
varðveita og kynna hvers konar fróð-
leik um Ísafjarðarsýslu og -kaupstað
að fornu og nýju,“ upplýsir Jón Páll
en félagið hefur gefið út fjölda rita
á síðustu áratugum. Saga Ísafjarðar
hefur komið út í fjórum bindum og
fyrir áramótin kom út fyrra bindið að
sögu Bolungarvíkur. Þá hefur félagið
gefið út ársrit í fimmtíu ár eða allt frá
árinu 1956. „Ég hef nú fullyrt það að
hvergi sé samankominn jafn mikill
fróðleikur um hérað og íbúa þess eins
og á þessum stað en þetta eru orðnar
yfir átta þúsund lesmálssíður,“ segir
Jón Páll og telur að félagið hafa staðið
við þau markmið sem í upphafi voru
sett.
Sögufélagið hefur ekki eingöngu
safnað fróðleik heldur hefur það bar-
ist ötullega fyrir varðveislu sögu-
legra minja. Til að mynda átti félagið
stærstan þátt í því að friðlýsa versl-
unarhúsin í Neðstakaupstað á Ísafirði
sem eru ein helsta bæjarprýðin í dag.
Jón Páll telur að aðkoma sín að varð-
veislu húsanna sé það sem helst standi
upp úr á löngum ferli í félaginu. „Fróð-
leik er hægt að safna síðar en ef húsin
hefðu verið rifin hefði þeim ekki verið
bjargað,“ áréttir Jón Páll og segir að
um miðja öldina hafi menn ekki verið
með hugann við það að varðveita
gömul og sögufræg hús þó allir séu
opnir fyrir því í dag. Sama segir hann
uppi á teningnum gagnvart bátum í
dag, en félagið berst nú fyrir því að
varðveita nokkra slíka. „Þegar þeir
hverfa einn af öðrum átta menn sig
á því að þarna eru söguleg verðmæti
sem eru að glatast,“ segir Jón Páll sem
starfaði í fimmtíu ár við útgerð og
fiskvinnslu. „Sjávarútvegurinn stend-
ur hjarta mínu nærri,“ segir Jón Páll
sem ákvað nýverið að hætta sem for-
maður Sögufélags Ísfirðinga. „Ég er
kominn á aldur og kominn tími fyrir
nýja menn að taka við. Ég hef áhuga
á þessum málefnum öllum og vona að
mér endist líf og heilsa, og að ég fái
tækifæri til þess að leggja þeim lið,“
segir Jón Páll ánægður með það sem
áunnist hefur síðustu áratugi og vonar
að byggt verði ofan á hið góða starf um
ókomin ár.
JÓN PÁLL HALLDÓRSSON: HÆTTIR SEM FORMAÐUR SÖGUFÉLAGS ÍSFIRÐINGA
Varðveitir sagnaarf Ísfirðinga
FORMAÐUR Í 27 ÁR Jón Páll Halldórsson hefur verið í Sögufélagi Ísfirðinga frá stofnun þess árið 1953 og í stjórn frá 1960. Hann hættir nú sem formaður
félagsins eftir 27 ára starf.
ANDLÁT
Þorgerður Sigurjónsdóttir,
Stekkjarbergi 1, Hafnarfirði
(Stórabergi) lést fimmtudaginn 2.
febrúar 2006 á Landspítalanum,
Fossvogi. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Anna María Helgadóttir, áður
til heimilis að Hringbraut 11b,
Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund föstudaginn 10.
febrúar.
Anna María Gunnarsdótt-
ir, Herningvej 86, Álaborg,
Danmörku, lést á heimili sínu
fimmtudaginn 9. febrúar.
Erlendur Steinar Ólafsson, Mið-
túni 46, Reykjavík, lést á Landspít-
alanum í Fossvogi miðvikudaginn
8. febrúar.
JARÐARFARIR
13.00 Páll Jóhannesson frá
Herjólfsstöðum í Álftaveri,
Mánatúni 2, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju.
AFMÆLI
Elva Dögg Melsteð
fyrsta ungfrú Ísland.is
er 27 ára.
Eyjólfur Kolbeins,
innkaupastjóri hjá
Orkuveitu Reykja-
víkur, til heimilis að
Gvendargeisla 82 er
60 ára.
Jóhanna Kristjóns-
dóttir rithöfundur er
66 ára.
Steinþór Sigurðsson
leikmyndahönnuður
er 73 ára.
Tómas Helgason
prófessor er 79 ára.
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar-
farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í
síma 550 5000.