Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 19
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
GÓÐAN DAG!
Í dag er þriðjudagurinn
14. febrúar, 45. dagur
ársins 2006.
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 9.27 13.42 17.58
Akureyri 9.20 13.27 17.35
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur
á skrifstofu menningarmála í
menntamálaráðuneytinu ræktar
líkamann með ýmsu móti en
skemmtilegast finnst henni að synda
eða hjóla með fjölskyldunni.
„Ég get ekki sagt að ég sé staðföst í
líkamsræktinni en geri svona sitt lítið
af hverju til að halda mér í formi,“ segir
Áslaug Dóra. Hún kveðst vera með árskort
í líkamsræktarstöð og fara í hana við og
við, ýmist í tækin eða eitthvað annað. „Body
combat felst mest í að kýla og sparka. Ég
uppgötvaði að það væru skemmtilegir
tímar og góðir til að fá útrás á ýmsum
sviðum. Mikill hraði og mikið fjör,“ segir
hún og bætir svo við: „Ég vildi samt nota
kortið meira. Finnst ég mest hafa verið
styrktaraðili stöðvarinnar undanfarið!“ En
hún kveðst hafa verið að prófa spennandi
sport í síðustu viku. „Ég fór í badminton
með þremur öðrum konum og fannst það
mjög gaman. Það er bæði góð hreyfing og
svo líka skemmtileg keppni því það fylgir
með í pakkanum að telja stigin og reyna að
vinna! Ég ætla pottþétt að halda áfram að
leika mér í badminton.“
Áslaug Dóra kveðst ekki vera manneskja
sem alltaf mætir í sömu tímana á sama tíma
heldur þurfi hún meiri fjölbreytni og einnig
sé vinnunni þannig háttað að stundum sé
hún lengur en hinn hefðbundna vinnudag.
Þar fyrir utan á hún þrjú börn sem þarf að
sinna. „Skemmtilegasta hreyfingin finnst
mér að fara út að hjóla með fjölskyldunni
eða í sund. Kafa með krökkunum í djúpu
lauginni og fara með þeim í fótbolta eða
eltingaleik. Það er leikurinn sem gefur
hreyfingunni gildi,“ segir Áslaug Dóra.
Hún fer líka stundum út að skokka enda
hefur hún toppaðstöðu í nágrenni heimilis
síns á Seltjarnarnesi. „Fuglarnir, sjórinn
og útsýnið, allt er það alveg dásamlegt
og því verður trimmið eins og innhverf
íhugun í leiðinni,“ segir hún brosandi. En
svo örlar fyrir sektartóni þegar hún bætir
við: „Þetta viðtal hljómar örugglega eins og
ég sé þvílíkt að hreyfa mig en það er ekki
beint þannig.“ gun@frettabladid.is
Hreyfing sem leikur
Áslaug Dóra í hjólatúr með börnum sínum Stefáni, Sólveigu og Jóni Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Klínískar leiðbeiningar um
átraskanir er að finna á vef Land-
læknisembættisins. Leiðbein-
ingarnar eru afrakstur vinnuhóps
sem starfað hefur á vegum
embættisins síðan vorið 2004.
Leiðbeiningarnar eru birtar sem
drög til umsagnar til 20. mars.
Drögin verða síðan endurskoðuð
af vinnuhópnum innan fjögurra
vikna frá lokum umsagnartímans
í ljósi nýrrar vitneskju og athuga-
semda sem berast.
Valentínusardagur er runninn
upp og hjörtu slá hraðar. Á
heimasíðu OgVodafone er hægt
að velja sérstaka hringitóna
í tilefni dagsins undir heitinu
Valentínusardagur. Eru þar fjórar
rómantískar hringingar sem
söngla fræg ástarlög.
Á heimasíðu Símans er hægt að
komast á GSM-stefnumót sem er
vettvangur
sem gefur
kost á að
eiga í nafn-
lausum
samskipt-
um við
annað
fólk.
Stefnu-
mótið
fer
fram
í
gegnum
GSM-símann.
ALLT HITT
[HEILSA VALENTÍNUS]
VALENTÍNUSAR-
DAGUR
Dagur ástar og rómantíkur
sem á rætur sínar að rekja til
miðalda.
VALENTÍNUSARDAGUR 5
RÓMANTÍK
Allt fyrir elskuna á
Valentínusardaginn.
VALENTÍNUSARDAGUR 4
Austurlenskar lækningar
ÞÓRUNN BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR ER MEÐ FYRIRLESTUR
UM AUSTURLENSKA LÆKNISFRÆÐI Í MANNI LIFANDI Í DAG
MILLI 18.00 OG 19.30.
„Ég mun leggja áherslu
á hvernig austurlenskar
lækningaaðferðir hjálpa
okkur við að skapa
jafnvægi í líkama okkar.
Hvernig hægt er að
forðast árekstra innra
með okkur sem valda
veikindum og snúa
málum til betri vegar,“
segir Þórunn Birna sem
er með fyrirlestur um
austurlenska læknisfræði
í Manni lifandi síðdegis
í dag.
Hún er með meistarapróf
í austurlenskri
læknisfræði sem og
nuddgráðu í almennu og
kínversku nuddi. Maður
lifandi er í Borgartúni 24.
Þórunn Birna er með
meistarapróf í austurlenskri
læknisfræði.