Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.02.2006, Blaðsíða 19
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 14. febrúar, 45. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 9.27 13.42 17.58 Akureyri 9.20 13.27 17.35 Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála í menntamálaráðuneytinu ræktar líkamann með ýmsu móti en skemmtilegast finnst henni að synda eða hjóla með fjölskyldunni. „Ég get ekki sagt að ég sé staðföst í líkamsræktinni en geri svona sitt lítið af hverju til að halda mér í formi,“ segir Áslaug Dóra. Hún kveðst vera með árskort í líkamsræktarstöð og fara í hana við og við, ýmist í tækin eða eitthvað annað. „Body combat felst mest í að kýla og sparka. Ég uppgötvaði að það væru skemmtilegir tímar og góðir til að fá útrás á ýmsum sviðum. Mikill hraði og mikið fjör,“ segir hún og bætir svo við: „Ég vildi samt nota kortið meira. Finnst ég mest hafa verið styrktaraðili stöðvarinnar undanfarið!“ En hún kveðst hafa verið að prófa spennandi sport í síðustu viku. „Ég fór í badminton með þremur öðrum konum og fannst það mjög gaman. Það er bæði góð hreyfing og svo líka skemmtileg keppni því það fylgir með í pakkanum að telja stigin og reyna að vinna! Ég ætla pottþétt að halda áfram að leika mér í badminton.“ Áslaug Dóra kveðst ekki vera manneskja sem alltaf mætir í sömu tímana á sama tíma heldur þurfi hún meiri fjölbreytni og einnig sé vinnunni þannig háttað að stundum sé hún lengur en hinn hefðbundna vinnudag. Þar fyrir utan á hún þrjú börn sem þarf að sinna. „Skemmtilegasta hreyfingin finnst mér að fara út að hjóla með fjölskyldunni eða í sund. Kafa með krökkunum í djúpu lauginni og fara með þeim í fótbolta eða eltingaleik. Það er leikurinn sem gefur hreyfingunni gildi,“ segir Áslaug Dóra. Hún fer líka stundum út að skokka enda hefur hún toppaðstöðu í nágrenni heimilis síns á Seltjarnarnesi. „Fuglarnir, sjórinn og útsýnið, allt er það alveg dásamlegt og því verður trimmið eins og innhverf íhugun í leiðinni,“ segir hún brosandi. En svo örlar fyrir sektartóni þegar hún bætir við: „Þetta viðtal hljómar örugglega eins og ég sé þvílíkt að hreyfa mig en það er ekki beint þannig.“ gun@frettabladid.is Hreyfing sem leikur Áslaug Dóra í hjólatúr með börnum sínum Stefáni, Sólveigu og Jóni Nordal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Klínískar leiðbeiningar um átraskanir er að finna á vef Land- læknisembættisins. Leiðbein- ingarnar eru afrakstur vinnuhóps sem starfað hefur á vegum embættisins síðan vorið 2004. Leiðbeiningarnar eru birtar sem drög til umsagnar til 20. mars. Drögin verða síðan endurskoðuð af vinnuhópnum innan fjögurra vikna frá lokum umsagnartímans í ljósi nýrrar vitneskju og athuga- semda sem berast. Valentínusardagur er runninn upp og hjörtu slá hraðar. Á heimasíðu OgVodafone er hægt að velja sérstaka hringitóna í tilefni dagsins undir heitinu Valentínusardagur. Eru þar fjórar rómantískar hringingar sem söngla fræg ástarlög. Á heimasíðu Símans er hægt að komast á GSM-stefnumót sem er vettvangur sem gefur kost á að eiga í nafn- lausum samskipt- um við annað fólk. Stefnu- mótið fer fram í gegnum GSM-símann. ALLT HITT [HEILSA VALENTÍNUS] VALENTÍNUSAR- DAGUR Dagur ástar og rómantíkur sem á rætur sínar að rekja til miðalda. VALENTÍNUSARDAGUR 5 RÓMANTÍK Allt fyrir elskuna á Valentínusardaginn. VALENTÍNUSARDAGUR 4 Austurlenskar lækningar ÞÓRUNN BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR ER MEÐ FYRIRLESTUR UM AUSTURLENSKA LÆKNISFRÆÐI Í MANNI LIFANDI Í DAG MILLI 18.00 OG 19.30. „Ég mun leggja áherslu á hvernig austurlenskar lækningaaðferðir hjálpa okkur við að skapa jafnvægi í líkama okkar. Hvernig hægt er að forðast árekstra innra með okkur sem valda veikindum og snúa málum til betri vegar,“ segir Þórunn Birna sem er með fyrirlestur um austurlenska læknisfræði í Manni lifandi síðdegis í dag. Hún er með meistarapróf í austurlenskri læknisfræði sem og nuddgráðu í almennu og kínversku nuddi. Maður lifandi er í Borgartúni 24. Þórunn Birna er með meistarapróf í austurlenskri læknisfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.