Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 2

Fréttablaðið - 20.02.2006, Side 2
2 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL Jóhannes Bjarnason hlaut 1. sæti í prófkjörinu og telur sigurinn viðurkenningu á sínum störfum í bæjarstjórn undan- farin fjögur ár. Það er mikil ein- ing í hópi frambjóðenda að sögn Jóhannesar og þeir sem ekki kom- ust í efstu sex sæti munu taka þátt í málefnavinnu og undirbúningi. Jóhannes segir Framsóknar- flokkinn hafa mjög sterka stöðu á Akureyri eftir að hafa verið í meirihluta seinasta kjörtímabil en hefur þungar áhyggjur af slakri útkomu flokksins á landsvísu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Þar bætir Sjálfstæðisflokkur við sig fylgi meðan Framsókn- arflokkurinn fer niður fyrir sjö prósent og telur Jóhannes mjög óeðlilegt að annar flokkur í ríkis- stjórn stækki meðan hinn minnki. Hann kallar eftir naflaskoðun í flokknum og segist ósáttur við þá stefnu forystu flokksins að bera ekki hönd fyrir höfuð sér gegn endalausum áróðri stjórnarand- stöðunnar. Vissulega hafi mistök verið gerð og þá höggstaður gef- inn en það þarf að draga öll góðu málin fram í dagsljósið, þjóðfé- lagsástandið hafi aldrei boðið upp á fleiri kosti. ,,Taktíkin er ekki rétt,“ segir Jóhannes að lokum og telur ekki nóg að segja að fylgið komi í kosningum. - sdg www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express GOLFFERÐ TIL LONDON 55.900 kr. INNIFALI‹: HANBURY MANOR Hanbury Manor er frábært golf- hótel, örstutt frá Stansted flug- velli. Fimm stjörnu hótel með öllum nútímaþægindum. Golfvellinum er mjög vel við- haldið og er skemmtilegur og krefjandi. Fjölmargir Íslendingar hafa dvalið á þessu golfhóteli og eiga það allir sameiginlegt að koma himinlifandi til baka! Flug með Iceland Express til Stansted með flugvallasköttum, tvær nætur á hótelinu ásamt tveimur hringjum á golfvellinum. Einnig er hægt að kaupa 4 nótta pakka með 4 golfhringjum á 79.900 kr. GOLF NÍGERÍA, AP Fimmtán manns létust þegar hópur vopnaðra múslíma í Lagos í Nígeríu, mótmælti teikn- ingunum af Múhameð spámanni harðlega á laugardag. Fólkið réðst á kristna menn, brenndi 15 kirkj- ur og réðst inn í bifreiðar fólks í mannskæðustu mótmælum hing- að til sem tengjast teikningunum sem Jótlandspósturinn birti af spá- manninum. Hafa að minnsta kosti 45 manns látið lífið í mótmælum gegn teikn- ingunum víða um heim til þessa. Ósætti á milli kristinna manna og múslíma í Nígeríu hafa leitt til þúsunda dauðsfalla á síðustu árum. trúarhópa. -bg Mótmæli múslíma: Mannskæð átök í Nígeríu LÓÐAÚTBOÐ Árni Þór Sigurðsson, sem situr í borgarstjórn fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt fram- boð, segir það hafa legið ljóst fyrir frá því að útboðsskilmálar voru samþykktir í borgarráði að „pen- ingavaldið réði því hverjir myndu byggja hús í Úlfarsárdal“. Hann segist ekki hafa getað stutt þá tillögu sem lögð var fram af fulltrúum Samfylkingarinnar þar sem í henni fólst að aðeins þeir fjársterku myndu fá lóðirnar. „Það hefur nú komið í ljós að þetta var rétt athugasemd sem ég lét bóka við afgreiðslu málsins. Enda lá það alveg ljóst fyrir að niðurstað- an yrði sú að þeir sem gætu borg- að mest myndu fá lóðirnar.“ Aðeins Dagur B. Eggertsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein greiddu atkvæði með skilmálunum í borg- arráði en aðrir borgarráðsfulltrú- ar sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir markmið útboðsskilmálanna ekki nást þar sem sami einstakl- ingur eigi hæsta boð í næstum öllum tilfellum. „Ef þessi niður- staða útboðsins stendur óbreytt þá næst ekki helsta markmið þessara útboðsskilmála. Við höfum fullan hug á því að ná því markmiði, sem var að gefa fjölskyldufólki kost á því að byggja yfir sig.“ Framkvæmdaráð Reykjavíkur- borgar mun í dag ræða það hvort einbýlishúsalóðirnar í Úlfars- felli verði boðnar út að nýju þar sem einn einstaklingur, Benedikt Jósepsson, átti hæsta boð í 39 lóðir af 40. Hann er eigandi bygging- arfyrirtækisins ByggBen ehf. en sótti um einbýlishúsalóðirnar undir sínu eigin nafni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borg- astjórn, segir það augljóst mál að stefna Samfylkingarinnar í lóða- málum í borginni sé komin í ógöng- ur. „Það er forgangsmál í borg- inni að lóðaskorti verði útrýmt. Samfylkingarfólk, þá sérstaklega Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, ber að sjálfsögðu mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Við Sjálf- stæðismenn munum leggja mikla áherslu á það að nógu margar lóðir verði í boði borginni. Þannig hefur málum ekki verið háttað í stjórn- artíð R-listans, sem hefur búið til þessa lóðarskorts- og lóðaupp- boðsstefnu.“ magnush@frettabladid.is Samfylkingin réði útboðsskilmálunum Aðeins þrír fulltrúar Samfylkingarinnar samþykktu útboðsskilmála vegna útboðs lóða í Úlfarsfelli. Augljóst að aðeins þeir ríku myndu fá lóðirnar, segja borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. FRÁ BYGGINGARSVÆÐINU VIÐ ÚLFARSFELL Útboð á einbýlishúsalóðum þarna hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þrír bílar í spyrnu Lögregla á Ísafirði hafði afskipti af þremum ökumönnum sem voru í spyrnu á Skutulsfjarðarbraut í gær. Ísing var á veginum og keyrðu ökumennirnir verulega hratt miðað við aðra umferð. Allir þrír náðust og munu verða kærðir. Keyrðu of hratt í sólinni Tíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur af lögreglunni á Ólafsfirði og í Dalvík um helgina. Snjósleðamót var haldið á Ólafsfirði, sem skýrir fjöldann að sögn lögreglu, en einnig báru ökumenn því við að sólin og blíðviðrið ættu þátt í hraðakstrinum. Stútur keyrði út af Umferðaróhapp varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Stokkseyri í gær. Bíll fór út af veginum og er bílstjóri grunaður um ölvun. Málið er í rannsókn og niðurstöðu blóðprufu beðið að sögn lögreglunnar á Selfossi. Maður rotaður Ráðist var á mann í Keflavík á sunnudagsmorgun sem, að sögn vitna, hafði verið að angra konu. Nærstaddir réðust þá á manninn með höggum og spörkum. Konan þekkti ekki árásarmennina. Maðurinn var fluttur til aðhlynningar á heilsugæsluna í Keflavík og þaðan á Landspítalann. Eftir skoðun var manninum leyft að fara heim. Málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR Sigurvegari prófkjörs Framsóknarmanna á Akureyri: Gagnrýnir flokksforystuna ÁRNI ÞÓR SIG- URÐSSON Lýsti yfir andstöðu sinni við þá útboðsskilmála sem samþykktir voru af fulltrúum Samfylking- ar í borgarráði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FINNLAND Niðurstöður úr rann- sóknum á hræjum dauðra svana í Finnlandi benda til þess að dauði þeirra tengist ekki fuglaflensu. Fuglarnir fundust í Hanko í Finn- landi og á Álandseyjum, en sýni úr þeim voru send til rannsóknar til öryggis. Samkvæmt Mia Lindertz, yfir- dýralækni í Karja í Finnlandi, höfðu fuglarnir haft vetursetu á svæðinu og drepist af öðrum orsökum. -bg Niðurstöður úr rannsóknum: Ekki fuglaflensa í Finnlandi SPURNING DAGSINS Kristján, er öll nótt úti? Nei. Það er aldrei öll nótt úti. Kristján Hreinsson er einn þeirra texta- höfunda, í forkeppni Eurovision, sem er óánægður með að eitt lag hafi fengið spilun á netinu áður en það var frumflutt í keppn- inni, sem er andstætt reglum keppninnar. Lagið sem lak á netið var lag Silvíu Nóttar sem bar sigur úr býtum á laugardag. JÓHANNES GUNNAR BJARNASON Segir uppgang hafa verið á Akureyri og að Framsóknarflokk- urinn hafi sterka stöðu þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H A N N ES ATVINNUMÁL Ráðningarsamningur frá al-Kaída var nýlega gerður opinber af banda- ríska varnarmála- ráðuneytinu. Þar segir að nýliðar fái greiddar þús- und krónur og fá fimm daga frí í mánuði. Strangar reglur gilda um launamál í neti hermda r verka - manna sem starfa hjá samtökunum. Samkvæmt CNN fundust skjölin á heimili eins stjórnenda al-Kaída í Afgan- istan. ■ Laun hermdarverkamanna: Al-Kaída greiða laun og orlof FRAMBOÐ Hópur stúdenta við Háskólann á Akureyri íhugar að bjóða fram lista til bæjarstjórna- kosninganna á Akureyri í vor. Fundur hefur verið boðaður á morgun klukkan 10:15 í rannsókn- arhúsi Háskólans að Borgum og hvetur hópurinn samnemendur sína til að ganga úr tíma og sækja fundinn. Egill Arnar Sigurþórsson, talsmaður hópsins, segir hug- myndina á bak við hugsanlegt framboð einfalda.“Hópurinn vill mótmæla aðgerðar og áhugaleysi menntamálaráðherra, þingmanna kjördæmisins og bæjarfulltrúa á Akureyri á málefnum háskólans“, segir Egil Arnar. Hann segir fyrir- hugaðan niðurskurð til háskólans hafa hleypt umræðunni af stað. „Við skiljum ekki þetta áhugaleysi stjórnvalda á uppbyggingu skól- ans. Við teljum að háskólinn sé álver Eyfirðinga og komi til með að skapa mun meiri auð fyrir svæðið til langs tíma heldur en nokkur stóriðja myndi gera“. Mikill hugur er í hópnum að sögn Egils Arnars og segir hann hópinn hafa orðið var við mikinn stuðning innan veggja skólans. Á fundinum á morgun er ætlunin að gefa nemendum tækifæri að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og um leið kanna grundvöll til framboðs. -æþ Urgur í háskólastúdentum á Akureyri: Íhuga framboð í bæjarstjórn HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Mikil óánægja er meðal stúdenta í Háskólanum á Akureyri vegna skilningsleysis stjórnvalda á málefn- um skólans. Þeir íhuga nú framboð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÆGIR AMSTERDAM, AP Opið hús var hjá nokkrum strippbúllum og kynlífs- sýningahúsum í Rauða hverfi Amsterdam í Hollandi um helgina. Á k v e ð i ð var að halda opið hús eftir að leiðtogi stærsta stjórn- m á l a f l o k k s A m s t e r d a m reyndi að fá konur ofan af því að mark- aðssetja sjálf- ar sig í gluggum borgarinnar. Hug- myndin að kynningardeginum var studd af Upplýsingamiðstöð um vændi, Kynlífssafninu og Hjálp- ræðishernum. - smk Ókeypis inn á nektarbúllur: Opið hús í Rauða hverfinu FRÍTT INN Ekkert kostði inn á búllur sem þessa í Rauða hverfi Amster- dam um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FLENSA BIN LADEN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.