Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.02.2006, Qupperneq 2
2 20. febrúar 2006 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL Jóhannes Bjarnason hlaut 1. sæti í prófkjörinu og telur sigurinn viðurkenningu á sínum störfum í bæjarstjórn undan- farin fjögur ár. Það er mikil ein- ing í hópi frambjóðenda að sögn Jóhannesar og þeir sem ekki kom- ust í efstu sex sæti munu taka þátt í málefnavinnu og undirbúningi. Jóhannes segir Framsóknar- flokkinn hafa mjög sterka stöðu á Akureyri eftir að hafa verið í meirihluta seinasta kjörtímabil en hefur þungar áhyggjur af slakri útkomu flokksins á landsvísu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Þar bætir Sjálfstæðisflokkur við sig fylgi meðan Framsókn- arflokkurinn fer niður fyrir sjö prósent og telur Jóhannes mjög óeðlilegt að annar flokkur í ríkis- stjórn stækki meðan hinn minnki. Hann kallar eftir naflaskoðun í flokknum og segist ósáttur við þá stefnu forystu flokksins að bera ekki hönd fyrir höfuð sér gegn endalausum áróðri stjórnarand- stöðunnar. Vissulega hafi mistök verið gerð og þá höggstaður gef- inn en það þarf að draga öll góðu málin fram í dagsljósið, þjóðfé- lagsástandið hafi aldrei boðið upp á fleiri kosti. ,,Taktíkin er ekki rétt,“ segir Jóhannes að lokum og telur ekki nóg að segja að fylgið komi í kosningum. - sdg www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express GOLFFERÐ TIL LONDON 55.900 kr. INNIFALI‹: HANBURY MANOR Hanbury Manor er frábært golf- hótel, örstutt frá Stansted flug- velli. Fimm stjörnu hótel með öllum nútímaþægindum. Golfvellinum er mjög vel við- haldið og er skemmtilegur og krefjandi. Fjölmargir Íslendingar hafa dvalið á þessu golfhóteli og eiga það allir sameiginlegt að koma himinlifandi til baka! Flug með Iceland Express til Stansted með flugvallasköttum, tvær nætur á hótelinu ásamt tveimur hringjum á golfvellinum. Einnig er hægt að kaupa 4 nótta pakka með 4 golfhringjum á 79.900 kr. GOLF NÍGERÍA, AP Fimmtán manns létust þegar hópur vopnaðra múslíma í Lagos í Nígeríu, mótmælti teikn- ingunum af Múhameð spámanni harðlega á laugardag. Fólkið réðst á kristna menn, brenndi 15 kirkj- ur og réðst inn í bifreiðar fólks í mannskæðustu mótmælum hing- að til sem tengjast teikningunum sem Jótlandspósturinn birti af spá- manninum. Hafa að minnsta kosti 45 manns látið lífið í mótmælum gegn teikn- ingunum víða um heim til þessa. Ósætti á milli kristinna manna og múslíma í Nígeríu hafa leitt til þúsunda dauðsfalla á síðustu árum. trúarhópa. -bg Mótmæli múslíma: Mannskæð átök í Nígeríu LÓÐAÚTBOÐ Árni Þór Sigurðsson, sem situr í borgarstjórn fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt fram- boð, segir það hafa legið ljóst fyrir frá því að útboðsskilmálar voru samþykktir í borgarráði að „pen- ingavaldið réði því hverjir myndu byggja hús í Úlfarsárdal“. Hann segist ekki hafa getað stutt þá tillögu sem lögð var fram af fulltrúum Samfylkingarinnar þar sem í henni fólst að aðeins þeir fjársterku myndu fá lóðirnar. „Það hefur nú komið í ljós að þetta var rétt athugasemd sem ég lét bóka við afgreiðslu málsins. Enda lá það alveg ljóst fyrir að niðurstað- an yrði sú að þeir sem gætu borg- að mest myndu fá lóðirnar.“ Aðeins Dagur B. Eggertsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein greiddu atkvæði með skilmálunum í borg- arráði en aðrir borgarráðsfulltrú- ar sátu hjá við atkvæðagreiðsl- una. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir markmið útboðsskilmálanna ekki nást þar sem sami einstakl- ingur eigi hæsta boð í næstum öllum tilfellum. „Ef þessi niður- staða útboðsins stendur óbreytt þá næst ekki helsta markmið þessara útboðsskilmála. Við höfum fullan hug á því að ná því markmiði, sem var að gefa fjölskyldufólki kost á því að byggja yfir sig.“ Framkvæmdaráð Reykjavíkur- borgar mun í dag ræða það hvort einbýlishúsalóðirnar í Úlfars- felli verði boðnar út að nýju þar sem einn einstaklingur, Benedikt Jósepsson, átti hæsta boð í 39 lóðir af 40. Hann er eigandi bygging- arfyrirtækisins ByggBen ehf. en sótti um einbýlishúsalóðirnar undir sínu eigin nafni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borg- astjórn, segir það augljóst mál að stefna Samfylkingarinnar í lóða- málum í borginni sé komin í ógöng- ur. „Það er forgangsmál í borg- inni að lóðaskorti verði útrýmt. Samfylkingarfólk, þá sérstaklega Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs og Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, ber að sjálfsögðu mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Við Sjálf- stæðismenn munum leggja mikla áherslu á það að nógu margar lóðir verði í boði borginni. Þannig hefur málum ekki verið háttað í stjórn- artíð R-listans, sem hefur búið til þessa lóðarskorts- og lóðaupp- boðsstefnu.“ magnush@frettabladid.is Samfylkingin réði útboðsskilmálunum Aðeins þrír fulltrúar Samfylkingarinnar samþykktu útboðsskilmála vegna útboðs lóða í Úlfarsfelli. Augljóst að aðeins þeir ríku myndu fá lóðirnar, segja borgarfulltrúarnir Árni Þór Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. FRÁ BYGGINGARSVÆÐINU VIÐ ÚLFARSFELL Útboð á einbýlishúsalóðum þarna hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þrír bílar í spyrnu Lögregla á Ísafirði hafði afskipti af þremum ökumönnum sem voru í spyrnu á Skutulsfjarðarbraut í gær. Ísing var á veginum og keyrðu ökumennirnir verulega hratt miðað við aðra umferð. Allir þrír náðust og munu verða kærðir. Keyrðu of hratt í sólinni Tíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur af lögreglunni á Ólafsfirði og í Dalvík um helgina. Snjósleðamót var haldið á Ólafsfirði, sem skýrir fjöldann að sögn lögreglu, en einnig báru ökumenn því við að sólin og blíðviðrið ættu þátt í hraðakstrinum. Stútur keyrði út af Umferðaróhapp varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Stokkseyri í gær. Bíll fór út af veginum og er bílstjóri grunaður um ölvun. Málið er í rannsókn og niðurstöðu blóðprufu beðið að sögn lögreglunnar á Selfossi. Maður rotaður Ráðist var á mann í Keflavík á sunnudagsmorgun sem, að sögn vitna, hafði verið að angra konu. Nærstaddir réðust þá á manninn með höggum og spörkum. Konan þekkti ekki árásarmennina. Maðurinn var fluttur til aðhlynningar á heilsugæsluna í Keflavík og þaðan á Landspítalann. Eftir skoðun var manninum leyft að fara heim. Málið er í rannsókn. LÖGREGLUFRÉTTIR Sigurvegari prófkjörs Framsóknarmanna á Akureyri: Gagnrýnir flokksforystuna ÁRNI ÞÓR SIG- URÐSSON Lýsti yfir andstöðu sinni við þá útboðsskilmála sem samþykktir voru af fulltrúum Samfylking- ar í borgarráði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FINNLAND Niðurstöður úr rann- sóknum á hræjum dauðra svana í Finnlandi benda til þess að dauði þeirra tengist ekki fuglaflensu. Fuglarnir fundust í Hanko í Finn- landi og á Álandseyjum, en sýni úr þeim voru send til rannsóknar til öryggis. Samkvæmt Mia Lindertz, yfir- dýralækni í Karja í Finnlandi, höfðu fuglarnir haft vetursetu á svæðinu og drepist af öðrum orsökum. -bg Niðurstöður úr rannsóknum: Ekki fuglaflensa í Finnlandi SPURNING DAGSINS Kristján, er öll nótt úti? Nei. Það er aldrei öll nótt úti. Kristján Hreinsson er einn þeirra texta- höfunda, í forkeppni Eurovision, sem er óánægður með að eitt lag hafi fengið spilun á netinu áður en það var frumflutt í keppn- inni, sem er andstætt reglum keppninnar. Lagið sem lak á netið var lag Silvíu Nóttar sem bar sigur úr býtum á laugardag. JÓHANNES GUNNAR BJARNASON Segir uppgang hafa verið á Akureyri og að Framsóknarflokk- urinn hafi sterka stöðu þar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H A N N ES ATVINNUMÁL Ráðningarsamningur frá al-Kaída var nýlega gerður opinber af banda- ríska varnarmála- ráðuneytinu. Þar segir að nýliðar fái greiddar þús- und krónur og fá fimm daga frí í mánuði. Strangar reglur gilda um launamál í neti hermda r verka - manna sem starfa hjá samtökunum. Samkvæmt CNN fundust skjölin á heimili eins stjórnenda al-Kaída í Afgan- istan. ■ Laun hermdarverkamanna: Al-Kaída greiða laun og orlof FRAMBOÐ Hópur stúdenta við Háskólann á Akureyri íhugar að bjóða fram lista til bæjarstjórna- kosninganna á Akureyri í vor. Fundur hefur verið boðaður á morgun klukkan 10:15 í rannsókn- arhúsi Háskólans að Borgum og hvetur hópurinn samnemendur sína til að ganga úr tíma og sækja fundinn. Egill Arnar Sigurþórsson, talsmaður hópsins, segir hug- myndina á bak við hugsanlegt framboð einfalda.“Hópurinn vill mótmæla aðgerðar og áhugaleysi menntamálaráðherra, þingmanna kjördæmisins og bæjarfulltrúa á Akureyri á málefnum háskólans“, segir Egil Arnar. Hann segir fyrir- hugaðan niðurskurð til háskólans hafa hleypt umræðunni af stað. „Við skiljum ekki þetta áhugaleysi stjórnvalda á uppbyggingu skól- ans. Við teljum að háskólinn sé álver Eyfirðinga og komi til með að skapa mun meiri auð fyrir svæðið til langs tíma heldur en nokkur stóriðja myndi gera“. Mikill hugur er í hópnum að sögn Egils Arnars og segir hann hópinn hafa orðið var við mikinn stuðning innan veggja skólans. Á fundinum á morgun er ætlunin að gefa nemendum tækifæri að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og um leið kanna grundvöll til framboðs. -æþ Urgur í háskólastúdentum á Akureyri: Íhuga framboð í bæjarstjórn HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Mikil óánægja er meðal stúdenta í Háskólanum á Akureyri vegna skilningsleysis stjórnvalda á málefn- um skólans. Þeir íhuga nú framboð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÆGIR AMSTERDAM, AP Opið hús var hjá nokkrum strippbúllum og kynlífs- sýningahúsum í Rauða hverfi Amsterdam í Hollandi um helgina. Á k v e ð i ð var að halda opið hús eftir að leiðtogi stærsta stjórn- m á l a f l o k k s A m s t e r d a m reyndi að fá konur ofan af því að mark- aðssetja sjálf- ar sig í gluggum borgarinnar. Hug- myndin að kynningardeginum var studd af Upplýsingamiðstöð um vændi, Kynlífssafninu og Hjálp- ræðishernum. - smk Ókeypis inn á nektarbúllur: Opið hús í Rauða hverfinu FRÍTT INN Ekkert kostði inn á búllur sem þessa í Rauða hverfi Amster- dam um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FLENSA BIN LADEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.