Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 4
4 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 28.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 65,31 65,63 Sterlingspund 114,19 114,75 Evra 77,65 78,09 Dönsk króna 9,67 9,726 Norsk króna 9,67 9,726 Sænsk króna 8,223 8,271 Japanskt jen 0,5625 0 0,5657 0 SDR 93,93 94,49 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 110,3704 Gjaldþrot fyrir dómi Þrír fyrrverandi forsvarsmenn CRM markaðslausna komu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa ekki greitt um 760 þúsund krónur í virðisaukaskatt og um 4,6 milljónir í staðgreiðslu opinberra skatta. Fyrirtækið er gjaldþrota og krefst ríkissaksóknari að mennirnir greiði tvöfalda upphæðina í skaðabætur og sæti tveggja til þriggja mánaða skilorðbundnum dómi í tvö ár. DÓMSMÁL MENNTAMÁL Um 63 prósent skrá- setningargjalda, sem Háskóli Íslands innheimtir af nemendum ár hvert, koma til lækkunar á framlagi ríkisins til skólans. Eins og fram hefur komið telja starfsmenn skólans að hækka þurfi framlag með hverjum nem- anda um allt að 50 prósent sé ætlunin að koma HÍ í röð fremstu háskóla í heimi. Tvær deildir skólans vilja inn- heimta skólagjöld fyrir fram- haldsnám. Skrásetningargjald fyrir hvern nemanda er nú 45 þúsund krónur, en skráðir nemendur við HÍ eru nálægt því níu þúsund. Gunnlaugur H. Jónsson fram- kvæmdastjóri fjárreiðusviðs HÍ segir að skrásetningargjaldið komi Háskóla Íslands til góða aðeins að hluta. „Teknar eru 28.275 krónur af hverjum nem- anda til þess að greiða niður fram- lög ríkisins til skólans. 4.225 krón- ur renna til Félagsstofnunar stúdenta samkvæmt gömlum lögum,“ Jóhann Hjartarson, fjármála- stjóri Háskólans í Reykjavík, segir að í fjárframlaginu frá rík- inu komi sama upphæð til frá- dráttar og hjá HÍ, en skrásetning- argjöld séu ekki innheimt. Skólagjöld séu hins vegar frá 99 þúsund krónum á ári í grunnnámi upp í 625 þúsund krónur á ári í MBA-framhaldsnámi og þau renni óskipt í skólareksturinn. Í samningum við Háskóla Íslands er gert ráð fyrir fullu framlagi ríkisins með 5.675 nem- endum. „Við fáum bara greitt fyrir virka nemendur og nemend- ur sem heimildir kveða á um sam- kvæmt kvótanum,“ segir Gunn- laugur. Framlög ríkisins til Háskólans eru áætluð liðlega 4,8 milljarðar króna á þessu ári. Sértekjur skól- ans eru auk þess um hálfur millj- arður króna, meðal annars vegna rannsókna og verkefna sem styrkt eru af Evrópusambandinu. Fram- kvæmdir við svonefnd Háskóla- torg eru á áætlun þessa árs og er ráðgert að verja allt að einum milljarði króna í þær. „Sértekj- urnar og framkvæmdafé, sem að hluta er tekið að láni, veldur því að framlög með hverjum nem- anda í HÍ sýnast mun hærri en í Háskólanum á Akureyri. Munur- inn á skólunum varðandi sjálfa kennsluna er hins vegar lítill,“ segir Gunnlaugur H. Jónsson. johannh@frettabladid.is Námsmenn niður- greiða ríkisframlög Liðlega 28 þúsund krónum af 45 þúsund króna skrásetningargjaldi nemenda í Háskóla Íslands ár hvert er varið til að greiða niður framlög ríkisins til skólans. Skólagjöld einkareknu háskólanna renna óskipt til rekstrar skólanna. GUNNLAUGUR H. JÓNSSON Fram- kvæmdastjóri fjárreiðusviðs HÍ . HÁSKÓLI ÍSLANDS Skólar sem innheimta skólagjöld fá þau óskipt í reksturinn. Skrásetn- ingargjöldum sem innheimt eru í Háskóla Íslands er að meirihluta varið til að niðurgreiða framlög til skólans. Ranglega var haft eftir Degi B. Egg- ertssyni í Fréttablaðinu í gær. Rétt er eftirfarandi. „Við töldum ekki ráðlegt að fara út í að draga úr umsóknum um lóðir í Úlfarsfelli þar sem okkur bárust þær upplýsingar að helmingur þeirra sem fengu lóð í Lambaseli hafi þegar selt lóðina sína.“ Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTTING FÓLK Ríflega fjórðungur karl- manna á Austurlandi er með erlent ríkisfang samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Erlendar konur á Austurlandi eru mun færri eða innan við sjö prósent. Austurland sker sig verulega úr hvað varðar fjölda erlendra ríkisborgara en næst á eftir Austurlandi koma Vestfirðir en þar er hlutfall íbúa með erlent ríkisfang 6,2 prósent. Flestir erlendu ríkisborgar- anna á Austurlandi eru frá Pól- landi en þar á eftir koma Kín- verjar og Portúgalar. - kk Erlendir ríkisborgarar: Flestir búa á Austurlandi SÁDI-ARABÍA, AP Sádi-arabískar öryggissveitir skutu á mánudag fimm meinta hryðjuverkamenn, sem voru eltir uppi í kjölfar bíl- sprengjuárásar á stærstu olíu- hreinsistöð landsins á föstudag, í Abqaiq við Persaflóa. Í gær stað- festu yfirvöld að fjórir hinna skotnu hefðu verið eftirlýstir al- Kaída-liðar. Al-Kaída lýsti árásinni á hend- ur sér en hún varð til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækk- aði snarlega um tvo bandaríkja- dali, þrátt fyrir að tjón hafi verið minniháttar þar sem sprengjurn- ar sprungu er verðir skutu á bíla árásarmannanna. Í dögun á mánudagsmorgun gerðu sérsveitir áhlaup á áningar-veitingastað við þjóðveg í útjaðri Riyad, þar sem menn- irnir fimm féllu í skotbardaga. Sjötti maðurinn var handtekinn í sama borgarhluta, að því er segir í tilkynningu frá innanríkisráðu- neytinu. Samkvæmt upplýsingum inn- anríkisráðuneytisins voru þrír af mönnunum fimm á lista yfir fimmtán hættulegustu hryðju- verkamenn landsins sem var birtur í júní í fyrra. Ökumenn sprengjubílana voru það einnig. Með dauða þeirra eru alls þrett- án af listanum ekki lengur á lífi en tveir eru enn ófundnir. - aa FRÁ VETTVANGI Við áningarstöðina í útjaðri Riyad þar sem mennirnir féllu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Meintir hryðjuverkamenn króaðir af í Sádi-Arabíu: Fimm féllu í skotbardaga MENNTAMÁL Af og frá er að mennta- málaráðuneytið víki þeim sex til sjö kennurum úr starfi sem eiga í harðvítugum deil- um við Ólínu Þor- varðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Þórir Ólafsson, deildarstjóri í skóladeild hjá ráðuneytinu, segir það ekki verða gert þótt aðrir kennarar komi til með að segja upp láti þessir ekki af störfum. „Gerð var úttekt á stöðu mála af Félagsvísindastofnun. Þar voru ræddir möguleikar til viðbragða við stöðunni. Einn af þeim mögu- leikum væri að skólameistari færi frá. Skýrsluhöfundar mátu það svo að það yrði ekki til lausnar á málinu nema að einhverjir kenn- arar færu líka. Sú leið var ekki valin heldur tekin sú ákvörðun að fara að tillögum um sáttaferli. Þórir segir að áfram verði unnið að lausn málsins með tveim- ur sálfræðingum. - gag Menntamálaráðuneytið: Kennurunum ekki sagt upp ÓLÍNA ÞORVARÐ- ARDÓTTIR UMFERÐIN Önnur aðalheitavatnsæð Orkuveitunnar frá Reykjum sprakk í gærmorgun með þeim afleiðingum að mikinn gufumökk lagði yfir stórt svæði. Miklar umferðartafir urðu á móts við Sprengisand og í Ártúnsbrekku vegna þess hve skyggni var slæmt af völdum gufunnar. Æðin sprakk í stokk undir Reykjanesbraut og við það rann vatn upp á annan vegarhelming- inn. Um 40 sentimetra löng rifa kom á lögnina en tæring er talin líklegasta skýringin. Engin óhöpp eða slys hlutust af völdum lekans. -shá Heitavatnsæð sprakk: Gufumökkur olli öngþveiti LEITAÐ AÐ ORSÖK LEKANS Skyggni var lítið sem ekkert af völdum gufunnar. KASAKSTAN, AP Sérskipuð nefnd sem fylgist með rannsókn á morði á stjórnarandstöðuleiðtoga í Kasakstan sagðist í gær draga í efa þá opinberu niðurstöðu að starfsmaður þingsins hefði staðið á bak við morðið. Nefndin, sem fyrrverandi yfirsaksóknari fer fyrir, hvetur til þess að rannsókn málsins verði víkkuð út. Á mánudag tilkynnti lögregla að skrifstofustjóri öldungadeildar þingsins hefði játað að hafa fyrir- skipað morðið vegna „persónu- legrar óvildar“ á hinum myrta, Altynbek Sarsanbayev. - aa Pólitískt morð í Kasakstan: Efasemdir um rannsókn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.