Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.03.2006, Blaðsíða 12
12 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR ÍRAK, AP Verjendur Saddams Huss- ein eru hættir að reyna að snið- ganga réttarhaldið yfir honum og mættu í dómsal er vitnaleiðslur héldu áfram í gær, þrátt fyrir að yfirdómarinnar, sem verjendurnir vildu að viki, sæti sem fastast. Að verjendurnir skyldu sætta sig við dóminn eins og hann er skipaður virtist staðfesta að óbil- gjörn stjórn nýja yfirdómarans, Raouf Abdel-Rahman, skilaði árangri. Hann lét réttarhaldið halda áfram jafnvel þótt verjend- urnir væru ekki viðstaddir. Réttarhaldið í gær fór betur fram en oftast hefur verið tilfellið frá því réttarhöldin hófust í októb- er síðastliðnum. Saddam og hinir sakborningarnir sjö höfðu sig hæga, en þeir hafa ítrekað hleypt öllu í bál og brand með reiðilestri og deilum við dómarann. - aa Réttarhaldið yfir Saddam Hussein: Lögmenn hættir að sniðganga réttinn SÝNDU STILLINGU Saddam Hussein, t.h., og meðsakborningar hans voru aldrei þessu vant hinir prúðustu í réttarsal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ��������������������������������������������������� ����������������������� ���������������������������������������������������������������� ��������������������� �������������������������������������� ������������������������������������������������������ ��������������������������������������������������������������� ��������������������������������������������������������������� ��������������� ������������������������������������������ ���������������������������������������������������������������������� ������������������� ������������������������������������������������� ���������������������������������������������������������������� ����������������������� ��������� ����������� ��������������������� ����������������������������� 6.– 13. ágúst: Göteborgskalaset Liseberg skemmtigarðurinn: Stanslaust fjör fyrir alla fjölskylduna í allt sumar. 2.–5. júlí Robbie Williams í Gautaborg Nánar á www.expressferdir.is Gautaborg er stundum kölluð San Fransisco Svíþjóðar enda er mikið um hæðir, brýr, sporvagna og sjávarrétta- staði í báðum borgum. Samgöngur til og frá Gautaborg eru með þægilegasta móti; hægt er að taka ferjuna til og frá helstu nærliggjandi ferða- mannastöðum þar sem tilvalið er að hafa það huggulegt og leigja sumarhús eða gista á hóteli. GAUTABORG *A›ra lei› me› sköttum. Gildir fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd me› fullor›num Verð frá: Barnaverð: www.icelandexpress.is, Grímsbæ, Efstalandi 26, Sími 5 500 600 www.icelandexpress.is/gautaborg Sími: 5 900 100 Heimsborg með smábæjarsjarma Gautaborg er önnur stærsta borg Svíþjóðar. Heimamönnum þykir hún alveg passlega stór og kalla hana „heimsborg með smábæjar- sjarma“ sem er býsna nálægt tilfinningu þeirra sem borgina heimsækja. Nóg að gerast! MEÐ EXPRESS FERÐUM: VIÐSKIPTI Tækifæri fyrir aukinn útflutning íslenskra landbúnaðar- vara skapast í kjölfar undirritun- ar samnings á milli Íslands og Evrópusambandsins á dögunum. Um er að ræða tvíhliðaviðskipti með landbúnaðarvörur sem grundvallast á 19. gr. EES-samn- ingsins. Samkomulagið nú er það fyrsta sem gert er á grundvelli þessarar greinar. Tollar falla niður í viðskiptum samningslandanna með vörur eins og hesta, hreindýrakjöti í heilum og hálfum skrokkum, tóm- ata, agúrkur og vatn. Tollfrjáls lambakjötskvóti Íslands er stækkaður auk þess sem ESB fær tollfrjálsan kvóta á 25 tonnum af kartöflum og 15 tonnum af rjúpum. Samþykktir voru gagnkvæmir 15 tonna toll- frjálsir kvótar á pylsum og 20 tonnum af osti til Íslands. Ísland fær 20 tonna smjörkvóta til Evr- ópusambandslanda. Felldir verða niður kvótar af jólatrjám, frostnu grænmeti og ávaxtasafa. Þau útflutningstækifæri sem helst hafa verið nefnd er útflutn- ingur á tómötum og agúrkum. Erlendir fjárfestar sýna slíkum útflutningi áhuga en forsenda þeirra viðskipta hefur verið að tollar séu felldir niður á mörkuðum innan ESB. - shá Nýtt samkomulag Íslands og Evrópusambandsins: Tómatar og gúrkur án nokkurra tolla ÍSLENSKIR TÓMATAR Eftir samkomulagið opnast möguleikar á að hefja útflutning á íslensk- um tómötum. Erlendir fjárfestar hafa sýnt því áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LUNDÚNUM, AP Verjandi rithöfund- arins Dans Brown í réttarhaldi sem nú stendur yfir í Lundúnum sagði í gær að hugmyndir sem tveir aðrir rithöfundar segja Brown hafa stolið frá sér og birt í metsölubókinni Da Vinci-lyklin- um séu svo almenns eðlis að höf- undarréttur nái ekki yfir þær. Michael Baigent og Richard Leigh, höfundar heimildarrits sem kom út árið 1982 undir titlin- um „Hið helga blóð og heilagi kal- eikurinn“ kærðu útgefandann, Random House, þar sem þeir telja að hlutar úr bók þeirra hafi verið notaður sem grundvöllur bókar Browns, sem kom fyrst út árið 2003 og selst hefur í yfir 40 millj- ónum eintaka. - aa Verjendur Dans Brown höfundar Da Vinci lykilsins: Ekki höfundarréttur UMDEILDAR BÆKUR Bækurnar tvær sem réttarhöldin snúast um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.