Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 24

Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 24
[ ]Bílaleigubílar eru góð lausn fyrir þá sem eru á ferðalögum erlendis og vilja skoða eitthvað upp á eigin spýtur. Flugstöðvarblaðið, ferðablað sem gefið er út í samstarfi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hef- ur fengið góðar viðtökur á því hálfa ári sem það hefur verið gefið út. Tímaritið kemur út mánaðarlega og er því dreift frítt meðal gesta flugstöðvarinnar. Flugstöðvarblað- ið er unnið að erlendri fyrirmynd og er bæði á íslensku og ensku. Í marshefti blaðsins kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars fjallað um tannlækningar erlendis en færst hefur í vöxt að fólk fari í tannviðgerðir í öðrum löndum enda getur verðmunur á stórum aðgerð- um verið mikill hér á landi og sunn- ar í Evrópu. Einnig er fjallað um skíðasvæði í Noregi, salsakennslu á Kúbu á vegum Heiðars Ástvalds- sonar og hugmyndir að páskaferð- um gefnar. Að jafnaði fara um 161 þúsund manns um flugstöð Leifs Eiríkssonar og taka þeir eflaust þessari nýju viðbót í tímarita- flóruna fagnandi. Ferðablað Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar má finna Flug- stöðvarblaðið sem allir geta nálgast á ferð sinni út í heim. HVERT ERTU AÐ FARA? Göngu-Hrólfur er gönguklúbb- ur sem starfað hefur í átta ár. Kveikjan að klúbbnum var gönguferð forkólfsins, Steinunnar Harðardóttur til Majorka 1989. Umsvif klúbbs- ins eru orðin æði mikil og hann stendur fyrir fjölmörg- um spennandi gönguferðum í Evrópu í ár. Áhugasamir geta kynnt sér ferðirnar næsta laugardag. Steinunn Harðardóttir, fararstjóri og útvarpskona með meiru, gekk um fornar slóðir á Majorka árið 1989 og heillaðist svo af eyjunni að hún hóf að breiða út fagnaðar- erindið. Nokkrum árum síðar var gönguklúbburinn Göngu-Hrólfur stofnaður og eru um tvö þúsund meðlimir í honum. Þrjú hundruð manns fara í gönguferðir með klúbbnum ár hvert. Meðal nýjunga á vegum klúbbsins í ár er göngu- ferð um svonefnda Lýkíuleið í Tyrklandi. Steinunn segir Sunday Times hafa valið leiðina eina af tíu bestu gönguleiðum heims þegar hún var opnuð almenningi árið 2000. Þá fer Göngu-Hrólfur til Krítar, Spán- ar, Ítalíu og Slóvakíu í ár. En hvaða staðir skyldu vera í uppáhaldi hjá forkólfinum Steinunni? „Ég held mjög mikið upp á Majorka því gönguævintýrið hófst þar,“ segir Steinunn og segir að farið verði á slóðir smyglara, pílgríma og erkihertoga á eyjunni sem margir Íslendingar þekkja ein- ungis af góðum ströndum. Steinunn segir boðið upp á þrjá flokka af gönguferðum, í léttum takti, en þá er gengið í tvo til fimm tíma dag hvern, í hefðbundnum takti en þá er gengið í fimm til átta tíma og svo í auknum taki þar sem gengið er allt að tíu tíma á degi hverjum. Svo má nefna göngu- ferðir í léttum sælkeratakti. Farið er í eina slíka til Toskana í sumar og er sú ferð þá ætluð matgæðing- um. Einnig verður farið í ævin- týraferð til Krítar í haust þar sem bæði verður gengið og siglt á kajökum. Áhugasamir geta kynnt sér ferðirnar nánar á ferðakynningu Göngu-Hrólfs í Nýju skátabúðinni í Faxafeni næstkomandi laugar- dag milli 13 og 16. Bókanir fara fram í gegnum ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn. Áfangastaðir Göngu-Hrólfs 2006 Tyrkland 22.-1.maí: Hefðbundinn taktur. Majorka 19.-26. sept.: Hefðbundinn taktur. Krít 23.-30. maí, léttur taktur, 4.-11. sept. hefðbundinn taktur, 11.-18. sept. aukinn taktur. Pyreneafjöll: 1.-8. júlí, 8.-15.júní og 19.-26. ágúst: Hefðbundinn taktur. Toskana: 3.-10. júní: Hefðbundinn taktur. 17.-26. júní: Léttur sælkerataktur. Dólómítar á Ítalíu: 10. júní: Hefðbundinn taktur. Slóvakía: 18.-25. júlí hefðbundinn taktur. 26.-1. ágúst: Léttur taktur. Gönguferðir um Evrópu Gengið á Krít. Hrönn Sturlaugsdóttir er verðandi bókmenntafræðing- ur frá Háskóla Íslands. Hún féll fyrir Asíu í fyrsta sinn sem hún kom þangað og sú hrifning hefur síst minnkað með tímanum enda matur og menning afar fjölbreytt í Asíu. Síðasta utanlandsferðin sem Hrönn fór var til Hanoi í Víetnam, þar sem hún dvaldi með mannin- um sínum. Hún lýsir Víetnam sem meiriháttar landi og fannst Hanoi æðisleg borg. Þrátt fyrir að hafa komið til nokkurra Asíu- landa þá hitti hún þarna fyrir alveg nýja menningu og nýja sýn á fólkið. Næsta ferð sem Hrönn er með í bígerð er einnig til Asíu. Hún segir að það sé svo auðvelt að vera þar, menningin er þægileg, maturinn góður og veðrið gott. Þessi ferð verður öllu lengri en sú síðasta eða um mánuður. Hún mun hefjast í Bankok í Taílandi en svo er planið nokkuð opið. Þau hjónakornin hafa áhuga á að ferð- ast til landanna í kring og nefnir hún meðal annars Myanmar og Tíbet. Hugsanlega má finna eitt- hvað skemmtilegt hringflug á milli staða. Þó verður afslöppunin einnig ofarlega á baugi og hyggj- ast þau taka viku í slíkt. Finna sér einhvern kofa á ströndinni og slappa af. Hugsanlega verður þá Hua Hin fyrir valinu enda hafa þau komið þangað nokkrum sinn- um og líkað frábærlega. Heilluð af Asíu Síðasta utanlandsferð Hrannar Sturlaugsdóttur var farin til Víetnam og næsta ferð verður einnig til Asíu. Reykjavík – Billund: Bjóðum flug frá Reykjavíkurflugvelli til Billund á Jótlandi. Flogið til Billund alla mánudaga og til Reykjavíkur alla föstudaga frá 03. apríl til 20. júní. Frá 25. júní til 12. ágúst er svo flogið frá Reykja- vík til Billund mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og frá Billund til Reykjavíkur alla daga nema fimmtudaga og laugardaga. Millilent í Færeyjum. Í tengslum við þennan nýja ferðamöguleika bjóðum við frábær fjöl- skyldutilboð í páskafríinu: Flogið mánudaginn 10. apríl til Billund og til Reykjavíkur 14. apríl (föstudaginn langa). Verð á mann miðað við 4 í bíl og gistingu í sum- arhúsi frá 50.100,- krónum Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, bíll í C-flokki og gisting í sum- arhúsi í sumarhúsabyggð við Løjt á Suður-Jótlandi eða í nágrenni Silkiborgar. Afsláttur fyrir börn innan 12 ára: 12.500,- Billund er vel í sveit sett á miðju Jótlandi og þaðan liggja leiðir til allra átta. Hringið og leitið nánari upplýsinga og frekari tilboða.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.