Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 38

Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 38
MARKAÐURINN Óli Kristján Ármannsson skrifar Við opnun markaðarins á mið- vikudagsmorguninn fyrir viku var ekki laust við að færi um marga miðlara og sérfræðinga fjármálageirans hér þegar niðurdýfa hlutabréfa og geng- is krónunnar frá því deginum áður hélt áfram. Sumir hverj- ir óttuðust hrun í Kauphöllinni, enda voru hringjandi inn fjár- festar og vildu selja bréfin sín. Þegar leið á morguninn kom svo í ljós að ótti um hrun reynd- ist ekki á rökum reistur, verð hlutabréfa fór hækkandi á ný, krónan tók að jafna sig og núna er nánast eins og ekkert hafi gerst. Markaðurinn tók skarpa niðurdýfu, krónan veiktist og ákveðinn hluti fjárfesta, bæði hér heima og erlendis, rauk til og seldi bréfin sín af ótta við mikið tap. Niðursveiflan á þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku hófst eftir að matsfyrirtækið Fitch birti, laust fyrir hádegi síðasta þriðjudag, skýrslu þar sem fram kom að horfum fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi verið breytt úr stöðugum í neikvæð- ar. Í framhaldinu kom í ljós að skýrslan var ef til vill ekki nægi- lega ígrunduð að hluta þegar sama matsfyrirtæki staðfesti lánshæfismat íslensku bankanna allra, en fyrri skýrslan lét að því liggja að ríkissjóður gæti tæpast stutt við bankana ef illa færi í þeim geiranum. Sveiflur á mörkuðum eru algengar en sterk viðbrögð markaðarins við fyrri skýrslu Fitch á þriðjudag- inn þykja hins vegar dálítið ugg- vænleg og grafa undan vænting- um um mjúka lendingu þegar að því kemur að krónan taki að veikjast, líkt og búist er við að hún geri á seinni hluta þessa árs. ATBURÐARÁSIN Í HNOTSKURN „Þetta byrjaði á mikilli veikingu á krónunni og þá voru náttúru- lega strax einhverjir sem tóku að flýja úr erlendri fjármögn- un,“ segir verðbréfamiðlari sem leitað var til. „Svo áttuðu nátt- úrulega einhverjir sig á því að þetta gæti haft áhrif á fjármögn- un bankanna og þetta hafði áhrif hjá ákveðnum hópi sem vill losa um fjárfestingar vegna þess að eitthvað sé farið af stað. Þetta heldur svo áfram á miðvikudeg- inum, en við opnun markaðarins þá byrjaði hann á því að lækka mikið.“ Núna er mat manna að úr hafi orðið nokkuð óðagot, gengi FL Group fylgdi lækkun á gengi bankanna, enda félagið með eign- ir bæði í Íslands- og KB banka. „En svo áttuðu menn sig á því að þetta væri komið í rugl bara og eftir hádegið á miðvikudegin- um var rólegra yfir.“ Á fimmtu- deginum rétti markaðurinn svo úr sér á ný, en þá fannst um leið miðlurum og sérfræðingum greiningardeilda að hann kæmi fullsterkur til baka, hækkaði um þrjú prósent. Á móti er bent á að á ákveðnum tímapunkti í lækk- uninni, sem ef til vill átti ekki fyllilega rétt á sér, hafi myndast kauptækifæri sem menn hafi svo áttað sig á. Síðan hefur markað- urinn leitað jafnvægis á ný. Þegar horft er til baka er það mat manna að niðursveifl- an hafi skýrst af viðbrögðum smærri fjárfesta sem jafnvel höfðu fjármagnað kaup sín á bréfum með erlendum lántök- um. Sá hópur mun að einhverju leyti hafa „farið á taugum“ og hljóp út þegar gengið lækkaði. Ljóst er að sömu fjárfestar hefðu grætt á því að halda ró sinni, enda seldu sumir þegar gengi bankanna var lágt og krónan lág. Lægst fór gengi KB banka niður í 890, en þá stóð vísitöluskráning krónunnar í 115. Núna er vísitala krónunnar rétt yfir 110 og gengi KB banka liggur nálægt 960. Það er hins vegar alltaf auðvelt að vera vitur eftir á og ljóst að nokkuð mikill ótti greip um sig á markaðnum og keðjuverkun fór í gang. „Það er náttúrulega bara hringt í okkur og við beðnir að losa ákveðnar stöður,“ sagði einn miðlari. „En það voru kannski ekki stærstu stöðurnar.“ Sá sagði að stundum væri viðskiptavinum ráðlagt að hinkra aðeins, líkt og á miðvikudagsmorguninn þegar óvíst var í hvaða átt markaðurinn myndi þróast. „En við erum nátt- úrulega að eiga við fagfjárfesta sem eru með jafngóðar eða betri upplýsingar en við um markað- inn. Ef þannig aðili hringir og vill selja, þá náttúrulega fær hann að gera það.“ RAUNHÆFARA STÖÐUMAT Seinni partinn á miðvikudag- inn hélt Fitch símafund, en þá hringdu inn fjárfestar og grein- endur sem þátt vildu taka og fara yfir stöðuna hér. Þar segja sérfræðingar að fram hafi komið ákveðin mótsögn í málflutningi matsfyrirtækisins varðandi mat þess á skuldastöðu þjóðarbúsins. Jafnframt hafi menn áttað sig á að varnaðarorð úr fyrri skýrslu Fitch höfðu öll komið fram áður og að þar væri ekki neinar nýjar upplýsingar að finna. Þegar fyrirtækið staðfesti svo um miðja vikuna lánshæfismat bankanna benti það á að starf- semi þeirra væri að stórum hluta erlendis og því um alþjóðlegar lánastofnanir að ræða. Skellur í íslenska hagkerfinu hefði því minni áhrif á starfsemi bankanna en ætla mætti í fyrstu. Af útlán- um bankanna eru 35 til 70 prósent í útlöndum. Í skrifum greiningar- deildar KB banka í síðustu viku er orð haft á misræminu í úttekt- um Fitch þar sem annars vegar bendi Íslandssérfræðingur fyrir- tækisins á mikla óvarða erlenda skuldastöðu sem áhyggjuefni um leið og bankasérfræðingur- inn telji ekki nokkra ástæðu til að hafa áhyggjur af skuldastöðu bankanna, enda séu ekki nema um 5 til 10 prósent af heildar erlendum lántökum þeirra óvarð- ar. „Stór hluti erlendra skulda íslenska þjóðarbúsins eru til- komnar vegna bankanna og mik- ils vaxtar þeirra. En eins og fram hefur komið eru íslenskir bankar alþjóðlegir og hlutfallslega mjög stórir miðað við smæð íslenska hagkerfisins. Stór hluti erlendrar lántöku íslenskra banka er end- urlánaður til erlendra fyrirtækja og því tengjast þær ekki íslensku hagkerfi á nokkurn hátt þótt bankarnir séu skráðir á Íslandi. Jafnframt kemur fram að mjög virk áhættustýring er hjá inn- lendum innlánsstofnum og betri en í mörgum nágrannalöndum okkar. Margt bendir til þess að Íslandssérfræðingur Fitch hafi ekki kynnt sér stöðu mála nógu vel,“ segir greiningardeildin. VIÐSKIPTI HALDA ÁFRAM Sérfræðingar á markaði eru þó sammála um að umræða í erlendum miðlum í niðursveifl- unni kunni að hafa slæm áhrif og mikil fullyrðingagleði, sér- staklega í dönskum fjölmiðlum. “Maður skynjar þetta á Dönunum sem fjallað hafa mikið um aukn- ar fjárfestingar Íslendinga þar og þeir náttúrulega gripu þetta á lofti, enda líta svona sveiflur ekki vel út,” sagði verðbréfa- miðlari sem taldi að umræðan kynni að verða til þess að bank- arnir ættu erfiðara með að afla peninga í skuldafjárútboðum á erlendum mörkuðum. Á móti kemur að margir sem fjárfest hafi hér, sumir erlendir sjóðstjór- ar og fleiri, eru sagðir mjög vel upplýstir um aðstæður og þykja hafa allt á hreinu. Umfjöllun á borð við þá sem fór af stað í síð- ustu viku kann því að hafa minni áhrif en ella. Á símafundi Fitch á miðvikudaginn kom enda í ljós að þar heyrðust gagnrýnisraddir erlendis frá sem bentu á ann- marka í umfjöllun Fitch. Núna telja sérfræðingar nokk- uð auðan sjó framundan og að viðskipti haldi áfram á markaði líkt og ekkert hafi í skorist. Bent er á að sveiflan sem hér varð í síðustu viku sé ef til vill ekki svo mikil, til dæmis í samanburði við hin Norðurlöndin. Viðbrögðin hafi verið nokkuð sterk, en ef til vill hafi ekki verið við öðru að búast vegna þess hve markað- urinn hefur hækkað gríðarlega mikið og krónan búin að styrkj- ast linnulítið í fjögur ár. Alveg ljóst þykir að koma þurfi til aðlögunar á gengi krónunnar, en slæmt þykir ef sú aðlögun verður í einhverjum heljarstökkum. Því hafi ef til vill ekki verið skrít- ið að á miðvikudagsmorguninn fyrir viku hafi einhverjir tekið að svitna þegar krónan byrjaði á að veikjast um fimm prósent. Í byrjun þessarar viku sagð- ist greiningardeild Íslandsbanka ekki gera ráð fyrir verulegum breytingum á hlutabréfaverði, enda hafi mörg fyrirtæki birt afkomutölur sínar og tími aðal- funda standi yfir. Þróun krón- unnar komi þó til með að hafa áhrif á verð hlutabréfa vegna þess að fjárfestar hafi í miklum mæli fjármagnað hlutabréfa- kaup í erlendri mynt. „Þegar gengi krónu lækkar, hækka skuldir fjárfesta og þá aukast líkurnar á hagnaðartöku,“ segir greiningardeildin, en telur lík- legt að sú atburðarás hafi þegar átt sér stað í síðustu viku þegar gengið lækkaði í kjölfar skýrslu Fitch. Núna segir deildin horft til tilkynningar Alcoa varðandi byggingu álvers á Norðurlandi, en hún gæti haft áhrif á gengi krónunnar, en verði hún til að veikja krónuna má gera ráð fyrir að einhverjir fjárfestar selji bréf sín til að verjast gengistapi. 1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR10 � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � F R É T T A K Ý R I N G MIÐLARAR AÐ STÖRFUM Í KAUP- HÖLLINNI Í NEW YORK Gengi bréfa á markaði sveiflast víðar en á Íslandi. Á fimmtudaginn í síðustu viku lækkaði gengi bréfa í Kauphöllinni í New York þegar fjárfestar innleystu hagnað fyrirtækja í iðn- vísitölu Dow Jones, sem höfðu ekki farið hærra í fjögur og hálft ár. NORDICPHOTOS/AFP Smærri fjárfestar vildu selja strax Sérfræðingar í bankakerfinu telja að misskilnings hafi gætt í mati á lánshæfi ríkisins í skýrslu mats- fyrirtækisins Fitch. Ofsafengin viðbrögð markaðarins við skýrslunni, fall á gengi krónunnar og hluta- bréfaverði, grefur samt undan trausti á honum. Fyrir sléttri viku titraði fjármálakerfið af spenningi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.