Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 45

Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 45
MARKAÐURINN S P Á K A U P M A Ð U R I N N 17MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006 S K O Ð U N Ernst & Young hf. veitir víðtæka og faglega endurskoðunar-, skatta- og ráðgjafarþjónustu. Ernst & Young hf. á Íslandi er endurskoðunarfyrirtæki sem er hluti af alþjóðlegri keðju endurskoðunarfyrirtækja. Ernst & Young er meðal fjögurra stærstu fyrirtækja í sinni grein í heiminum. Aðild okkar að Ernst & Young International veitir okkur aðgang að nýjustu tækni, upplýsingum og sérfræðingum á starfssviði okkar og gerir okkur kleift að veita fyrsta flokks þjónustu hvort sem er á Íslandi eða erlendis. AÐ BORGARTÚNI 30. SKRIFSTOFUR ERNST & YOUNG ERU FLUTTAR GÆÐI ÁREIÐANLEIKI FAGMENNSKA Borgartúni 30 105 Reykjavík Sími 595 2500 www.ey.is Þú ert steinsofandi þegar þú vakn- ar upp við símann. Starfsmaður Neyðarlínunnar tilkynnir þér að búið sé að brjótast inn í fyrirtæk- ið þitt. Það er ekki skemmtileg lífsreynsla að vakna upp við slíka hringingu en innbrot í fyrirtæki eru framin á hverjum degi hér á landi. Nýlega var framið innbrot í fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu með dýra sérvöru, vöru sem gengur sem gjaldmiðill á götunni. Áður hafði verið brotist inn í umrætt fyrirtæki og eigandi þess hafði því gripið til ýmissa ráðstafanna til að verjast innbrot- um. Fyrirtækið var beintengt stjórnstöð öryggisfyrirtækis auk þess að vera með eftirlitsmynda- vélar. Lýsing í kringum fyrirtæk- ið var góð og allar inngönguleiðir læstar. En allt kom fyrir ekki þrjótar náðu að brjóta upp sterka hurð við aðalinnganginn en til þess beittu þeir öflugum verk- færum. Þegar þar var komið við sögu hafði öryggiskerfið sent boð til stjórnstöðvar öryggisfyrirtæk- isins og hávær bjalla glumdi í versluninni. Þjófarnir höfðu því takmarkaðan tíma til að athafna sig. Þegar skoðaðar eru myndirn- ar úr eftirlitsmyndbandinu sjást tveir hettuklæddir menn ganga rakleiðis að ákveðnum stað og það virtist sem þeir væru búnir að skoða aðstæður og vissu hvað þeir vildu. Þegar þeir ætluðu að byrja að tína þýfið í töskurnar sem þeir höfðu meðferðis komst styggð að þeim. Þeir hlutir sem þeir ætluðu að ræna og voru eft- irsóttastir í versluninni voru ekki á sínum stað. Starfsfólk verslunarinnar hafði nefnilega haft það fyrir reglu í lok hvers vinnudags að fjarlægja þá hluti sem verðmætastir voru og læsa þá inni annarsstaðar. Með þessari einföldu aðgerð tókst fyr- irtækinu að lágmarka tjón sitt og koma í veg fyrir að starfsemin raskaðist verulega. Fyrirtækið opnaði verslun sína á réttum tíma morguninn eftir og þjónusta við viðskiptavini hélst óbreytt. Sú staðreynd að brotist er inn í fyrirtæki hér á landi daglega ætti að vekja forsvarsmenn fyr- irtækja til umhugsunar um eftir- farandi ráðstafanir: Skoða þarf húsnæðið vandlega og setjið sig í spor innbrotsþjófsins. Er hurðum og gluggum vandlega lokað og læsingar nægilega góðar? Þarf að gera nauðsynlegar endurbætur á húsinu til að varna óprúttnum aðilum inngöngu og gera þeim erfiðara fyrir að komast inn? Skoða þarf hvort lýsing í kringum húsið er nægilega góð, sérstak- lega við innganga. Þá hafa örygg- iskerfi og eftirlitsmyndavélar fælingarmátt og geta stuðlað að því að brotamenn náist, eins og gerðist í dæminu sem rakið var hér á undan. Sigurjón Andrésson viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Sjóvár Innbrot í fyrirtæki Átak Marka›arins og Sjóvá ÖRUGG FYRIRTÆKI Stundum er svo gott að vera ég að það er synd að geta ekki gefið fleirum hlut í því. Reyndar er ég gjafmildur maður og læt vini og vandamenn oft njóta þess hversu vel mér gengur í lífinu. Ég held að nánast öll ættin ásamt mökum og börnum hafi hringt í mig fyrir viku. Spurningin var bara ein. „Á ég að selja núna?“ Familían getur þakkað mér að menn stukku ekki út af markaðnum. Allir nema Nonni frændi, Hann hefur aldrei verið góður á taugum, né held- ur mikið fyrir að hlusta á aðra. Hann hringdi í mig hróðugur og var þá búinn að selja. Hann er alveg ótrúlegur bjáni og ekki sjaldan sem maður er búinn að redda honum út úr vandræðum. Það er ekki hægt að láta konuna og krakkana líða fyrir hvað hann er mikið fífl. Sjálfur var ég náttúrlega á fullu að kaupa allan þriðjudag- inn. Innleysti svo slatta fljótlega. Gjaldeyrisskiptasamningarnir gáfu auðvitað mest af sér, enda alveg ljóst að krónan myndi snúa til baka. Þannig að þegar krónan fór í veikasta gildið og kollegar mínir sátu með magaherping, þá var ég að kaupa krónur á fullu. Hlutabréfin gáfu líka vel af sér. Tíu prósenta lækkun á Íslandsbanka og FL Group var náttúrlega bara grín, svo maður keypti slatta þar líka. Þetta var frábær vika. Það er aldrei eins gaman að vera spá- kaupmaður eins og þegar sveifl- urnar eru almennilegar. Fimm til tíu prósenta sveifla í geðs- hræringum á markaði eru algjör draumur. Þá finnur maður blóðið renna og adrenalínið pumpast út í líkamann. Gjaldeyrismarkaður er skemmtilegastur, enda tekur maður alltaf reglulega einn og einn gjaldeyriskross til að halda spennu í lífi sínu. Hinn kosturinn til að ná almennilegu kikki er framhjáhald, en því fylgir alls konar vesen sem betra er að vera laus við. Nú kunna einhverjir að spyrja hvers vegna ég hafi verið svona öruggur með markaðinn. Jú, núna í mars streyma arðgreiðslurnar út á markaðinn. Þeir peningar fara eitthvert. Ríkið hefur ekki undan að gefa út víxla og pen- ingarnir leita því að markaðinn. Þar fyrir utan eru stórir aðilar á markaðnum og þeir ekkert á leið- inni burt. FL Group, Straumur, Exista og bankarnir hafa mik- inn hag af því að markaðurinn gefi ekki stórkostlega eftir. Og ef stóru strákarnir hafa engar áhyggjur, hvers vegna ætti ég að hafa þær? Skjólið er af hinum stóru og þar er líka svalur skuggi ef hitinn verður of mikilll. Spákaupmaðurinn á horninu Stórkostleg vika

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.