Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 48
MARKAÐURINN 1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR20
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Ljúfar helgarferðir til London eða
Kaupmannahafnar!
Athugið að ferðirnar er eingöngu hægt að bóka á www.gbferdir.is
Nánari upplýsingar á www.kreditkort.is/klubbar
Kaupmannahöfn
Gist verður á Skt. Petri, frábæru 5 stjörnu hóteli í hjarta
Kaupmannahafnar.
7. - 10. apríl • 21. - 24. apríl
Almennt verð krónur 66.900.
MasterCard verð krónur 54.900!
Innifalið: Flug með Icelandair til Kaupmannahafnar, skattar
og þjónustugjöld, 3 nætur með morgunverði.
Ferðaklúbbur MasterCard og GB ferðir kynna frábærar helgarferðir til
London og Kaupmannahafnar í apríl, en gist verður á frábærum hótelum.
London
Þú getur valið milli þess að gista á The Cumberland,
við Oxford stræti og Marble Arch eða á The Tower
Hotel við bakka Thames, Tower of London og Tower
Bridge.
7. - 10. apríl • 14. - 17. apríl • 21. - 24. apríl
Almennt verð krónur 57.000.
MasterCard verð krónur 49.900!
Innifalið: Flug með Icelandair til London, skattar og
þjónustugjöld, 3 nætur með morgunverði.
www.gbferdir.is • 534 5000 www.kreditkort.is • 550 1500
Alcoa Corporation hefur verið
skipað á lista yfir 100 sjálfbær-
ustu fyrirtæki heims í annað
sinn. Þetta var tilkynnt á heims-
viðskiptaráðstefnunni, World
Economic Forum, í Davos í
Sviss fyrir skömmu. Listinn
yfir 100 sjálfbærustu fyrirtæki
heims byggist á úttektum á 1800
stærstu fyrirtækjum heims.
Hann er samvinnuverkefni kan-
adísku fyrirtækjanna Innovest
Strategic Value Advisors Inc. og
Corporate Knights Inc.
„Við erum stolt af því að komast
aftur á þennan eftirsóknarverða
lista. Útnefningin er viðurkenn-
ing á framlagi starfsmanna Alcoa
um heim allan. Með því að fylgja
stefnu fyrirtækisins til hins ítr-
asta leggja starfsmenn sitt af
mörkum til að uppfylla þrjú
helstu markmið Alcoa. Þau eru
arðsemi, ábyrg stefna í umhverf-
ismálum og samfélagsvitund,“ er
haft eftir Alain Belda, forstjóra
og stjórnarformanni Alcoa, í
fréttatilkynningu frá félaginu.
Með sjálfbærustu
fyrirtækjum heimsDr. Steve Garnett, aðstoðarforstjóri Salesforce.
com, var hér nýverið til að ganga frá þjónustu-
samningi við Símann og kynna um leið starfsemi
fyrirtækis síns.
Salesforce.com heldur utan um viðskipta-
mannatengsl (CRM) fyrirtækja gegnum vefvið-
mót. „Þetta sparar mönnum því öll kaup á hug- eða
vélbúnaði. Við tökum ekki annað fyrir þjónustu
okkar en mánaðargjald fyrir hvern viðskiptavin,
ekki meira en sem nemur bíóferð hér á landi,“
segir Steve og áréttar að mjög einfalt sé að koma
kerfinu í notkun.
„Þetta er bara spurning um að hlaða inn upp-
lýsingum og byrja. Ef mönnum líkar þetta ekki þá
hætta þeir bara og þurfa ekki að hugsa meira um
það,“ segir hann og kveðst vilja fá fyrirtæki af
öllum stærðum og gerðum í viðskipti. - óká
Hugbúnaður sem þjónusta
DR. STEVE GARNETT Garnett er aðstoðarforstjóri Salesforce.com,
umsvifamikils fyrirtækis á sviði rafrænna viðskipta.
MARKAÐURINN/PJETUR
RÁÐSTEFNA ÍMARK HÉT
GEÐHEILBRIGÐI VÖRUMERKJA. Árni
Þór Árnason hjá Remedia ehf. og Ragna
Sæmundsdóttir hjá ABS-fjölmiðlahúsi
ræddu ef til vill forvitnilegt nafn ráðstefn-
unnar á meðan þau biðu næsta fyrirlesara.
GUNNAR SIGURÐSSON HJÁ NORDIC
E MARKETING OG GUNNAR
MAGNÚSSON, STARFSMAÐUR SJÓVÁR.
Þeir voru meðal þeirra sem mættu á ráð-
stefnu ÍMARK þar sem margir áhugaverðir
fyrirlesarar komu fram.
BLÁSIÐ VAR TIL ÍSLENSKA MARKAÐSDAGSINS Á FÖSTUDAGINN. Halla Helgadóttir
hjá auglýsingastofunni Fíton og Brynhildur Magnúsdóttir hjá Íslandsbanka ræddu saman í
hléi milli fyrirlestra á ráðstefnunni Geðheilbrigði vörumerkja.