Fréttablaðið - 01.03.2006, Síða 49
MARKAÐURINN
F Ó L K Á F E R L I
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2006
Þinn eigin fyrirtækjafulltrúi
Greiðsluþjónusta – frí fyrsta árið
Frítt greiðslukort fyrsta árið
Sérstakur sparnaðarreikningur, þrepaskiptur,
óbundinn með hærri innlánsvöxtum
SPH innkaupakort þér að kostnaðarlausu
Afsláttur á lántökugjaldi
Sérstök bílalán á betri kjörum
Vildarþjónusta fyrirtækja
Vildarþjónusta fyrirtækja
Í meira en 100 ár höfum við aðstoðað fyrirtæki við fjármálin. Við leggjum áherslu á langtímasamband
og sérhæfðar lausnir sem taka mið af sérstökum aðstæðum og starfsumhverfi viðskiptavina okkar.
Leyfðu okkur að aðstoða þig og nýttu tímann í annað.
SPH – fyrir þig og fyrirtækið!
AR
G
US
0
6-
00
52
Alltaf að vinna?
MARGRÉT ÁGÚSTSDÓTTIR hefur
verið ráðin framkvæmdastjóri mark-
aðs- og sölusviðs
Íslandsprents. Starfið
felst í því að leiða
sókn Íslandsprents á
prentmarkaðnum og
auka markaðshlut-
deild fyrirtækisins.
Margrét útskrifaðist
með BS-gráðu í viðskiptafræði frá
Viðskiptaháskólanum á Bifröst árið
2002. Hún lauk námi í prentrekstr-
arfræði við Den grafiske højskole í
Kaupmannahöfn 1994 og námi í offset-
prentun frá Iðnskólanum í Reykjavík
árið 1989. Undanfarin misseri hefur
Margrét verið sölustjóri Prentmets en
þar áður var hún meðal annars stofn-
andi og framkvæmdastjóri NordicaSpa,
framkvæmdastjóri auglýsingastofu
Skaparans og framleiðslustjóri hjá
Íslensku auglýsingastofunni. Margrét á
þrjú börn og er gift Hrafni Þorgeirssyni,
forstöðumanni hjá Icelandair.
ÁGÚST TORFI Hauksson, framkvæmda-
stjóri ÚA, hefur jafnframt tekið að sér
framkvæmdastjórn
Brims fiskeldis, en
þessu starfi hefur
Óttar Már Ingvason
sinnt jafnframt því að
vera framkvæmda-
stjóri fjármála- og fjár-
festingasviðs Brims.
Eftir sem áður mun
Óttar Már gegna því starfi.
BERGÞÓRA HRÖNN Guðjónsdóttir hefur
verið ráðin til Íslenskra almannatengsla
og sinnir hún verkefn-
um tengdum áætlana-
gerð, hugmyndavinnu
og textavinnslu fyrir
viðskiptavini fyrir-
tækisins. Bergþóra
hafði áður starfað
við kennslustörf hjá Höfðahreppi, en
gekk til liðs við Íslensk almannatengsl
að loknu MA-námi í Media Ecology:
Studies of Communication, við New
York University. Áður hafði Bergþóra
numið félagsfræði og fjölmiðlafræði við
Háskóla Íslands.
BRYNJAR ÖRN Ólafsson hefur verið
fastráðinn á viðskiptasvið Kauphallar
Íslands. Sérsvið
hans eru skulda-
bréfavísitölur og
viðskipti sem snúa að
skuldabréfum. Brynjar
hefur hagfræðipróf
frá Háskóla Íslands
og hefur starfað
á viðskiptasviði
Kauphallarinnar
síðustu tvö ár (2004 og 2005), þá sem
sumarstarfsmaður og lausráðinn.