Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 50

Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 50
MARKAÐURINN 1. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Í lokaritgerð sinni skoðaði Jóhanna M. Ólafsdóttir hvort hagur sé af því fyrir einstaklinga að ríkið styðji við menningarstarfsemi. Sú algenga skoðun að ríkið eigi ekki að styrkja menningarstarfsemi varð til þess að hún valdi sér þetta efni. Rök þeirra sem eru mótfallnir opinberum styrkveitingum til lista- og menningarmála eru þau að ríkið geti spar- að talsverða fjármuni með því að láta af stuðningi sínum og skilað aurunum í vasa skattgreiðenda. Hinn almenni borgari getur þá sjálfur ákveðið hvort og við hvaða listgrein hann vill styðja, með því að punga út fé í það sem hann hefur áhuga á. „Mér þótti þeir sem hafa þetta sjónarmið gleyma því að án opinberra styrkja til menn- ingarmála væri ef til vill ekki neitt val. Listin, eins og menntunin, veitir þeim sem neytir hennar persónulegan ávinning sem samanstendur meðal annars af ánægju, örvun og fræðslu sem neytandinn öðlast þegar hann sækir listviðburði. Í þessu ljósi langaði mig að skoða hvort það mynduðust jákvæð heildaráhrif af menningarstarfsemi. Það eru mjög skiptar skoð- anir um þetta og rökin mörg með og á móti. Þess vegna þótti mér þetta áhugavert viðfangsefni.“ STYRKIR AUKA VIÐ ATVINNUVEGINN MENNINGU Til þess að komast að því hvort styrkir til menn- ingarmála hafi jákvæð áhrif á samfélagið gerði Jóhanna aðhvarfsgreiningu og setti fram tilgátuna „stærð opinberra menningarútgjalda sem hlutfall af vergri landsframeiðslu (áhrifabreytan) hefur engin áhrif á það hve hátt hlutfall atvinnuvegur- inn menningarmál verður af vergum þáttatekjum (háða breytan)“. Menningarþættirnir sem hún not- aði í könnuninni voru útgáfustarfsemi og prentiðn- aður, tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi, kvikmyndaiðnaðurinn, útvarp og sjónvarp, söfn og önnur menningarstarfsemi. Út úr greiningunni kom að fylgnin er talsverð eða 73,86 prósent og tilgátan var hrakin. Það er því augsýnilegt að opin- ber útgjöld til menningarmála hafa áhrif á hvernig menning sem atvinnuvegur dafnar. LÆKKANDI VERÐ EÐA AUKIN GÆÐI Niðurstöður Jóhönnu sýna að því meira sem lagt er til lista- og menningarmála af fé hins opinbera því meiru nái atvinnuvegurinn menning að skila til þjóðarbúsins. Flestir eru sammála um að það bæti ímynd fyrirtækis eða stofnunar að styðja við menningarstarfsemi af einhverju tagi. Þannig hvet- ur listin til efnahagslegrar og arðbærrar þróunar í hagkerfinu og getur hjálpað til við atvinnurekstur þar sem margs konar fyrirtæki selja fleiri vörur og þjónustu vegna aukins fjölbreytileika. „Styrkur gerir til dæmis aðstandendum listviðburða kleift að lækka verð aðgöngumiða sem ætti að leiða til þess að aðsókn á viðburðina aukist. Að vísu gæti þiggjandinn nýtt styrkinn í að bæta gæði flutnings uppfærslu eða listaverksins. Hvernig sem hann myndi nýta styrkinn má hins vegar gera ráð fyrir að verð aðgöngumiða lækki, gæði eða aðsókn aukist fyrir tilstilli styrksins.“ SKATTAÍVILNANIR HUGSANLEGA SKILVIRKASTAR Skilvirkasta vopn ríkins í því miði að styðja við menningarmál gæti verið að beita skattaívilnun- um. Víða um heim eru slíkar ívilnanir notaðar til að örva fyrirtæki til fjárfestinga í listum. „Ef skattaívilnanir væru samþykktar hér á landi gæti ríkið hugsanlega, með tíð og tíma, dregið úr fjár- veitingum sínum til menningarstarfsemi þar sem styrkurinn kæmi frá þeim á annan hátt, það er að segja með því að gefa fjárfestum og fyrirtækjum ákveðinn skattaafslátt,“ segir Jóhanna. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, er talsmaður þess að ríkið hlúi betur að menningarmálum. Hann lagði meðal annars fram á Alþingi frumvarp þess efnis að fyrirtæki mættu draga frá tekjum tvöfalda þá fjárhæð sem þau verðu til málefna kvikmynda og lækka þannig skattstofn. Með slíkum skattaívilnunum taldi hann að efla mætti hlut kvik- mynda og íslenskrar menningar. Vegna mótstöðu ríkisstjórnarinnar náði þetta frumvarp ekki fram að ganga þrátt fyrir góðar undirtektir á Alþingi. Í löndum á borð við Írland, Bretland, Ástralíu, Nýja-Sjáland og Frakkland eru skattaívilnanir eða skattfrestunarkostur gefinn þeim fyrirtækjum sem styrkja kvikmyndaframleiðslu. Í öllum löndunum þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að styrkurinn fáist. Til dæmis á Írlandi þarf kvikmyndin að vera framleidd þar og í Bretlandi þurfa breskir fram- leiðendur að bera 70 prósent hlut af heildarfram- leiðslukostnaði til að styrkurinn fáist. OPINBERIR STYRKIR SUMUM NAUÐSYNLEGIR Jóhanna bendir á að þrátt fyrir að framlög einka- fyrirtækja séu mikilvæg séu styrkir frá hinu opin- bera nauðsynlegir í sumum tilfellum. Meðal annars til að auðvelda nýjum og óþekktum listamönnum að komast af stað. Einkaaðilar séu líklegri til að styrkja þekkta listamenn þar sem þeir hugsa fyrst og fremst út frá hagnaðarsjónarmiði. „Ákveðnar gerðir listsköpunar væri ekki hægt að starfrækja ef ekki kæmi til opinberra styrkja, þar sem menn- ingargildi vegur hærra en hámörkun tekna. Þetta á líka við um ríkisstofnanir á borð við Þjóðleikhúsið sem hefur það hlutverk að rækta og vernda íslenska menningu og að stuðla að fræðslu á menningar- legu efni sem telst vera sígilt. Það er ólíklegt að umfangsmikið leikhúslíf, sem hefur menninguna í hávegum, geti lifað án þess að til komi opinberir styrkir. Hvaðan sem styrkirnir koma þá gefa þeir okkur, sem einstaklingum, tækifæri á að njóta list- arinnar og samfélagið hefur hag af því. Því meira sem við gefum listinni því meira gefur hún okkur.“ JÓHANNA M. ÓLAFSDÓTTIR VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS Telur það hugsanlega skilvirkasta vopn ríkins í því skyni að styðja við menningarmál að beita skattaívilnunum. Víða um heim eru slíkar ívilnanir notaðar til að örva fyrirtæki til fjárfestinga í listum. MARKAÐURINN/HARI Menningin þrífst á styrkjum Jóhanna M. Ólafsdóttir kannaði áhrif styrkja á listir og menningarmál í lokaritgerð sinni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Jóhönnu og fræddist um verkefnið. M Á L I Ð E R Styrkir til menningarmála Er auðugt menningarlíf mikil- vægt hér á landi? Menningarlífið er forsenda sjálfstæðrar tilvistar þess- arar þjóðar. Ekkert sem við eigum okkur sameiginlegt er dýrmætara en menningin: hvernig við búum, hvernig við gerum, hvernig við skynjum og skiljum, hvernig við sköpum, hvernig við tölum og hvernig við hljómum og sýnum okkur, - nema þá kannski landið sjálft. Á að auka útgjöld ríkisins til lista- og menningarmála? Svarið er já og nei. Ríkið þyrfti að efla mjög stuðning við frumsköpun í listum og tilraunastarfsemi. Þetta eru þau svið þar sem áhættan er mest. Hins vegar á ríkið frekar að halda sig til baka á sviðum þar sem meira er gert út á þaulreyndar hug- myndir sem ætla má að geti staðið betur undir sér fjárhagslega. Þá er afar mik- ilvægt að gerð verði kúvending í listmenntun í grunn- og fram- haldskólum, og það auðvitað krefst aukinna framlaga frá opinberum aðil- um. Á list að vera á kostnað skattborg- ara? Spurningin er röng. Listin kostar skatt- borgarana ekki neitt, líklega fá þeir miklu meira af henni heldur en þeir borga fyrir, hvort sem það er í formi skatta eða með öðrum hætti. Getum við metið til verðs hvað það kostar að vera Íslendingar, að tala íslensku, að eiga bækur á íslensku, að eiga kvikmyndir um okkur og um það sem við gerum, leikhúsin, útvarpsþætti um allt og ómögulegt, sönglög- in hvort sem er fyrir fréttir eða eftir þær, tónlistina í kirkj- unni, sinfóníuna, málverkin á veggjunum, útilistaverkin, myndskreytingar, auglýsingar á íslensku, íslenskar bygging- ar…? – og svo mætti endalaust telja. Hver er hagur almennings af stuðningi ríkisins? Almenningur hefur beinan hag af því að sem mest atvinnu- starfsemi skapist í kringum listirnar. Þær krefjast mikils mannafla en ekki svo mikils umbúnaðar eða dýrra fram- kvæmda. Tekjurnar geta verið gífurlegar. Hins vegar þarf lágmarksgetu á hverju sviði til þess að einhver velta verði í greininni. Sú geta er ekki tryggð nema með opinberum framlögum. Síðan er að sjálf- sögðu hægt að sýna fram á ótal mörg dæmi um hvernig almenningur hefur hag af eflingu menningar- og lista- lífs út frá bæði uppeldis- og félagslegum forsendum, og út frá röksemdum um að þátttaka í listum og listsköpum auki almennt lífsánægju fólks og eflir með því skapandi hug og frjóa hugsun. Nægir í þessu sambandi að minna á fylgni á milli þátttöku barna og ungl- inga í listalífi við frammistöðu þeirra í skóla. Hvaða leiðir, aðrar en styrkja- leiðina, getur ríkið farið? Það mikilvægasta sem ríkið getur gert er að breyta áhersl- um í skólakerfinu. Það þarf að efla skap- andi hugsun á öllum stigum menntunar og það verður að efla frumkvæði nemenda innan skólans sem utan. Þá getur ríkið gert breytingar á skattkerfinu, bæði með því að gefa fyrirtækj- um heimildir til að draga frá tekjum sínum framlög til lista og menningar og með breytingum á skattlagningu á höfundatekjum. Útfærðar tillögur liggja fyrir um hvernig megi gera þetta. Það þriðja sem ríkið getur gert er að skapa hér laga- legt og skatta- legt umhverfi fyrir alvöru mennta- og menningarsjóði í svipaðri mynd og þekkjast í Bandaríkjunum. Tilraun var gerð til stofnunar slíks sjóðs þegar til stóð að selja SPRON á sínum tíma en andsnúin pólit- ísk öfl slógu þá hugmynd af. Hvort eru einkaaðilar eða ríkið mikilvægari stuðningsaðilar? Ríkið þarf að leggja til grunn- inn: menntunina, stuðning við listafólk, stuðning við tilrauna- starfsemi, meginstofnanir í hverri listgrein, hagstætt skattumhverfi, og hvatningu til sveitarfélaga. Einkaaðilar geta lagt fram sem þarf umfram, eða að minnsta kosti hluta af því. Með þeirra framlögum getum við lagt betur í, haldið hátíðir, flaggað því flottasta, verðlaunað það sem skarar fram úr, keypt búnað, auglýst okkur, og gefið okkur aðeins betri laun en við annars fengj- um. Það er margsannað að það er einmitt í samspili þessara aðila að hagstæðust skilyrði verða fyrir listsköpun og hvers konar listastarfsemi. Forsenda sjálf- stæðrar tilvistar T Ö L V U P Ó S T U R I N N til Hjálmars H. Ragnarssonar rektors Listaháskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.