Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 61
MIÐVIKUDAGUR 1. mars 2006 21
Bakkavör Group skilaði 3,5 millj-
arða hagnaði árið 2005 og var
uppgjörið í góðum takti við
væntingar markaðarins.
Á fjórða ársfjórðungi, sem var
besti hluti ársins, skilaði félagið
um 1.229 milljóna króna
hagnaði.
Arðsemi eigin fjár var 30 pró-
sent samanborið við 16,4 prósent
árið 2004.
Bakkavör tók stakkaskiptum
á síðasta ári með 73,7 milljarða
yfirtöku á Geest og því er félag-
ið varla samanburðarhæft á milli
ára. Þó sést að hagnaður á hlut
jókst úr 0,8 pensum í 2,0 pens en
ekkert nýtt hlutafé var gefið út í
tengslum við kaupin.
Tekjur félagsins á árinu námu
tæpum 78,6 milljörðum króna og
var hagnaður fyrir afskriftir
(EBITDA) 9,4 milljarðar króna.
Yfirtakan á Geest var skuldsett
og því skiptir sjóðsstreymið
miklu máli til að geta staðið
undir afborgunum af lánum.
Frjálst fjárflæði var 7,1 millj-
arður en það er sú upphæð sem
er til frjálsrar ráðstöfunar.
Handbært fé fyrir skatta og
vexti var 11,3 milljarðar í árs-
lok.
Eignir félagsins voru 123,5
milljarðar í árslok en eigið fé
tæpir fjórtán milljarðar króna.
Stjórn félagsins gerir í fyrsta
skipti tillögu um að greiddur
verði arður og leggur hún til 25
prósenta arð af nafnvirði
hlutafjár.
- eþa
Gert er ráð fyrir að söluferlinu á
Danól og Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni ljúki fyrir
páska. Í fyrsta áfanga
söluferlisins fá áhuga-
samir fjárfestar afhent
almenn kynningargögn
um fyrirtækin og mark-
aðinn og skila inn upp-
lýsingum um sig og ráð-
gjafa sína. Fjárfestar
sem taldir eru koma
til greina fá frekari
kynningu á fyrirtækj-
unum.
Alls hafa 42 fjár-
festar, bæði innlendir
og erlendir, haft sam-
band við MP Fjárfest-
ingarbanka og óskað
eftir gögnum um fyrir-
tækin. Tilkynnt var að Danól og
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
væru til sölu í liðinni viku. Verða
félögin seld saman eða hvort í sínu
lagi að því gefnu að ásættanlegt
kauptilboð berist.
UNGBARNA
NUDDNÁMSKEIÐ
FIMMTUDAGINN
02.03 ´06
KL. 15.00
HEILSUSETRI
ÞÓRGUNNU
EGILSGÖTU 30 101 RVK.
www.heilsusetur.is og
5521850 - 8969653.
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 6.592 +0,03% Fjöldi viðskipta: 463
Velta: 4.585 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 56,90 +0,35% ... Alfesca 4,23 +1,93%... Atorka 6,10
+1,33% ... Bakkavör 54,00 +1,50% ... Dagsbrún 6,67 -0,15% ... FL Group 26,80 +0,75% ...
Flaga 3,83 -0,52% ... Íslandsbanki 20,80 +0,00% ... KB banki 945,00 -1,15% ... Kögun 66,70
+0,30% ... Landsbankinn 28,90 +0,35% ... Marel 68,80 +0,73% ... Mosaic Fashions 17,40
+0,58% ... Straumur-Burðarás 19,50 -0,51% ... Össur 115,50 +1,32%
MESTA HÆKKUN
Vinnslustöðin +2,56%
Alfesca +1,93%
Bakkavör +1,50%
MESTA LÆKKUN
KB Banki -1,15%
Flaga -0,52%
Straumur-Burðarás -0,51%
Umsjón: nánar á visir.is
LÝÐUR OG ÁGÚST GUÐMUNDSSYNIR Hagn-
aður Bakkavarar var 3,5 milljarðar á síðasta
ári sem er í góðu samræmi við væntingar
greiningardeilda.
Gott uppgjör Bakkavarar
Seld fyrir
páskana
Færeyska olíuleitarfyrirtækið
Atlantic Petroleum tapaði um eitt
hundrað milljónum króna á síð-
asta ári. Tap félagsins á fjórða árs-
fjórðungi nam 63 milljónum króna.
Þetta er talsvert meira tap en árið
2004 en þá nam það 27 milljónum
króna.
Taprekstur félagsins á síðasta
ársfjórðungi var nokkru meiri en
stjórnendur fyrirtækisins höfðu
reiknað með og stafar hann af því
að leyfi til olíuleitar voru afskrif-
uð að fullu þar sem ekki þótti sýnt
að olía eða gas fyndist á ákveðnum
leitarsvæðum.
Félagið er enn tekjulaust en
stjórnendur þess búast við að
fyrstu tekjur fari að streyma inn
seint á þessu ári. Atlantic er fjár-
hagslega stöndugt og á 165 millj-
ónir króna í handbæru fé. - eþa
Tap Atlantic
eykst milli ára