Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 70
 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Rósa Guðmundsdóttir heldur jómfrúartónleika sína hér á landi ásamt átta manna hljómsveit á Þjóðleikhúskjallaranum á fimmtudagskvöld. Rósa hefur verið búsett í New York undanfarin ár þar sem hún hefur verið viðloðandi tónlistina. Stofnaði hún meðal annars kvennahljómsveit þar í borg sem spilaði á Joe´s Pub auk þess sem hún setti upp sýningu utan Broad- way fyrir tveimur árum, sem fékk góðar viðtökur. Rósa, sem er klassískt mennt- aður píanóleikari, byrjaði að semja tónlist árið 2002 og hefur verið dugleg við að semja allar götur síðan, meðal annars fyrir strengjahljóðfæri. Fyrir tónleik- ana á fimmtudag fékk hún til liðs við sig bandaríska sálarsöngkonu og systur sína og munu þær hjálpa henni að koma tónlistinni í réttan farveg. Rósa segist stefna að því að fara aftur út til New York um leið og hún fær landvistarleyfi á nýjan leik. Þangað til ætlar hún að einbeita sér að tónlistinni og segir það ekki útilokað að hún muni taka upp sína fyrstu plötu hér á landi. Tónleikarnir í Kjallaranum hefjast klukkan 21.00 og er miða- verð frjálst. ■ Jómfrúartónleikar Rósu á fimmtudag RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR Tónlistarkonan Rósa heldur jómfrúar- tónleika sína hér á landi í kvöld. Útskrift hjá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fór fram á Grand Hótel á fimmtudag- inn en þetta er í áttunda sinn sem nemendur eru útskrifaðir úr skól- anum. „Við útskrifuðum þarna 23 nemendur á fjórum sviðum en nem- endurnir koma frá alls fjórtán lönd- um,“ segir Tumi Tómasson fiski- fræðingur og að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem hópurinn er svo fjölþjóðlegur. „Skólinn er hluti af þróunarsamvinnu Íslendinga og hefur vaxið mjög ört á undanförn- um árum. Allir nemendurnir starfa sem fagfólk í sjávarútvegi í heima- löndum sínum og við tökum bara við þeim nemendum sem mælt er með af stofnunum þeirra. Fólkið gengst við því að vinna að lágmarki í tvö ár hjá þeirri stofnun og er hjá okkur í sex mánuði.“ Skólinn legg- ur sig eftir samstarfi við lönd þar sem sjávarútvegur og fiskveiðar eru mikilvægar og þróunarmögu- leikar góðir. Fjölþjóðlegur útskriftarhópur ÚTSKRIFT Í SJÁVARÚTVEGSFRÆÐUM Sjávar- útvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaði nemendur sína á fimmtudaginn. NEMENDUR FRÁ FJÓRTÁN LÖNDUM Hópurinn var fjölþjóðlegur eins og alltaf. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Frumsýnd 3. mars Sendu SMS skeytið JA PPF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Vinningar eru: Bíómiðar fyrir 2, DVD myndir, Tölvuleikir, Varningur tengdur myndinni, Myndavélar og margt fleira PERLUR Í PERLUNNI Sigurbjörg Þrastardóttir skáld fór á bókamarkað Líffærameistarinn eftir Federico Andahazi. Ég hef spilað fótbolta við þennan ágæta Argentína og fannst tímabært að lesa bók eftir hann. Blinda eftir Jose Saramago. Ég hef aðallega lesið styttri verk eftir þennan mikla meistara, sem kom á bókmenntahátið í fyrra, og ákvað að skella mér á þessa bók. Nancy Drew og leyndarmál gömlu kniplinganna eftir Carolyn Keene. Ég keypti þessa upp á gamlan kunn- ingsskap. Bækurnar um Nancy eru skemmtilega þýddar, pabbi hennar var til dæmis málafærslumaður. Ég man að ég las margar bækur sem barn án þess að vita hvað það merkti. Inn og út um gluggann eftir Kristínu Ómarsdóttur, Önnu Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttur. Þetta er ljóðabók með myndum. Hressileg bók eftir skemmtilegar listakonur. Ofurnæfur eftir Erlend Loe. Þetta er ein af mínum uppáhalds- bókum, en ég ætla að gefa þetta eintak. Breski fjármálaráðgjafinn, kennarinn og rithöfund- urinn James Skidmore heillaðist af Gretti Ásmund- arsyni þegar hann las sögu kappans og hefur nú gefið út samtímaskáldsögu þar sem Grettir gengur, með afsagaðri haglabyssu, milli bols og höfuðs á víkingum í Notting Hill. „Vinur minn sem lagði stund á norræn fræði í Cambridge benti mér á að lesa Íslendingasögurnar og þá sérstaklega Grettis sögu,“ segir James Skidmore sem hefur skrifað það sem hann kallar nútímaútgáfu af Grettis sögu. The Saga of Grettir Ásmundar- sen, sem Skidmore gefur út sjálf- ur undir höfundarnafninu James Steel, er þó um margt frábrugðin gömlu Grettlu enda er sögusviðið London og þá ekki síst Notting Hill. Sagan segir frá fjárfestinum Simon Palmer sem hefur komið sér í kröggur sem verða þó smá- munir þegar hann kynnist fyrir óheppilega tilviljun víkingnum og tröllinu Gretti. Það er því óhætt að segja að Grettir sé fjarri heima- högunum á Íslandi bæði í tíma og rúmi en Skidmore segist hafa talið það af og frá að skrifa um Gretti á Íslandi þar sem hann þekki ekkert til staðhátta þar. „Ég kaus því ein- faldlega að flytja Gretti á mínar slóðir og sögusviðið er því fjár- málaumhverfið í London. Ég held líka að það hafi verið mjög gott að færa sögusviðið til, enda er ég viss um að það hefði bæði verið fárán- legt og leiðinlegt að endurskrifa hana beint.“ Bölvun og sálarþoka Fyrstu tveir kaflar bókarinnar gerast í Svíþjóð árið 792 og Kon- statínópel árið 1451 en síðan vind- ur Skidmore sér til Lundúna á okkar dögum. Þar verður Simon vitni að því þegar Grettir í jötun- móð skýtur höfuðið af víkingi með afsagaðri haglabyssu. Kappinn kemur svo sökinni yfir á Simon sem lendir í slagtogi með Gretti og dregst inn í aldalöng átök Grett- is við Ragnar bláa og ribbalda- hyski hans. Til að bæta gráu ofan á svart hvílir bölvun á Gretti en óværan sú gerir honum kleyft að breyta sér í tröll. Bölvuninni fær hann ekki aflétt nema hann endur- heimti spegil sem nornin, móðir hans, átti og hafði fallið í hendur Ragnars. Þegar Simon kynnist Gretti er hann miðaldra maður sem heldur til í Notting Hill og glímir við þunglyndi sem hann kallar sálar- þoku. Það sem heillaði mig við per- sónu Grettis er hversu mannlegur hann er. Grettis saga er mjög raun- sæ og sálfræðileg. Grettir reynir að vera góður en tekst það ekki. Ég er mjög hrifinn af breyskum persónum og þó Grettir sé hetja sögunnar er hann líka tröll sem drepur fólk í neðanjarðarlestar- göngum í London. Þetta er saga manns sem glímir við sjálfan sig og samtíma sinn um leið og hann leitar að æðri tilgangi.“ Saga Grettis er því enn sem fyrr harmsaga enda leiðast Skid- more bækur sem enda vel. „Það er allt of mikið um góða enda þar sem allt felur í ljúfa löð. Það er dimur tónn í þessari bók en þrátt fyrir sorglegan endi má samt greina vonarglætu en þannig er nú lífið ansi oft.“ Draugurinn Glámur er fjarri góðu gamni að þessu sinni en Skid- more vill þó meina að Grettir burðist samt með hann enn þá. „Ég steypti Glámi eiginlega saman við persónu Grettis og það má segja að í tröllseðli hetjunnar leynist draugurinn enda verða augu Grettis mjög áberandi þegar hann skiptir um ham.“ Leitar að útgefanda James segir að í upphafi hafi hann ekki vitað hvaða stefnu sagan tæki, það eina sem hann vissi fyrir víst var að hann vildi segja sögu af trölli sem gengi berserksgang í undir- göngum London. Þegar hann hafði velt þessu fyrir sér um nokkurt skeið sá hann að það væri rakið að byggja sög- una á Grettlu. „Grettis saga hent- aði mér mjög vel þar sem hún er myrk og fjallar um félagslega ein- angrun Grettis, útlegð og morð en er samt mjög mannleg og býr yfir sterkum persónum.“ Skidmore fæddist í Cambridge og lærði mannkynssögu við Exet- er háskóla í Oxford en þekktir fantasíuhöfundar á borð við J.R.R. Tolkien og Philip Pullman stund- uðu nám í þeim sama skóla. Sjálf- ur vill Skidmore ekki flokka bók sína sem hreinræktaða fantasíu þótt hún sé býsna ævintýraleg enda megi hæglega lesa hana sem spennusögu. Hann hellti sér síðar út í pen- ingaviðskipti en kennir nú mann- kynssögu og stjórnmálafræði við skóla í Kensington. Skidmore gefur fyrstu prentun The Saga of Grettir Ásmundarsen út sjálfur en vonast til þess að vekja áhuga stærri útgefenda á henni þannig að hún fái almennilega dreifingu í Bret- landi. Bókin fæst í Bóksölu stúdenta í Reykjavík og Skidmore hefur mikinn áhuga á því að vita hvernig hún muni leggjast í íslenska lesendur. Hann hvetur því alla sem kynna sér bókina til þess að láta í sér heyra með tölvupósti á net- fangið jamess- teel10@yahoo. co.uk. thorarinn@frettabladid.is Grettir sterki gerir usla í London JAMES SKID- MORE, RITHÖF- UNDUR, THE SAGA OF GRETTIR ÁSMUNDARSEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.