Fréttablaðið - 01.03.2006, Side 73
Norska glysrokksveitin Wigwam
heldur tvenna tónleika hér á landi
um næstu helgi. Á laugardags-
kvöld spilar sveitin á Sjallanum í
Akureyri og kvöldið eftir verður
hún á Nasa.
Wigwam, sem lenti í 9. sæti í
Eurovision í fyrra, kom til lands-
ins síðasta sumar og spilaði óvænt
í Smáralind fyrir framan um það
bil þrjú þúsund manns. Seinna
spilaði sveitin á Gauki á Stöng
fyrir fullu húsi.
Miðasala á tónleikana fer fram
í verslunum Skífunnar og á con-
cert.is. Miðaverð er 1.900 krónur
auk miðagjalds. ■
Tvennir
tónleikar
WIGWAM Hljómsveitin Wigwam er á leið-
inni hingað til lands í annað sinn.
Rokkhundarnir í The Rolling
Stones halda sína fyrstu tónleika í
Kína í apríl. Þrjú ár eru liðin síðan
hljómsveitin hætti við tvenna tón-
leika í landinu vegna útbreiðslu
bráðalungnabólgunnar sem þá
gekk yfir Asíu.
Fyrir þá tónleika var sveitinni
bannað að syngja lögin Brown
Sugar, Honky Tonk Woman, Beast
of Burden og Let´s Spend the
Night Together vegna þess að þau
þóttu of gróf. Ekki er vitað hvort
sama krafa hefur verið sett fyrir
tónleikana í apríl. ■
Í Kína í
fyrsta sinn
MICK JAGGER Mick Jagger og félagar í Roll-
ing Stones halda tónleika í Kína í apríl.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FRÉTTIR AF FÓLKI
Reese Witherspoon hefur tekið sess leikkonunnar Juliu Roberts og er
orðin hæst launaða leikkona allra tíma.
Reese mun fá 29 milljón dollara fyrir
næsta hlutverk sitt en
þá leikur hún í hryll-
ingsmynd sem kallast
Our Family Trouble.
Julia Roberts fékk 24
milljónir dollara fyrir
leik sinn í myndinni
The Mona Lisa Smile.
Reese er tilnefnt til
Óskarsverðlauna
fyrir hlutverk sitt í
myndinni Walk the Line en hún hefur
nú þegar hlotið Golden Globe og Bafta-
verðlaun fyrir leik sinn.
Kylie Minogue segir móður sína hafa hjálpað sér heilmikið í baráttunni
við brjóstakrabbameinið. „Það er
sérstök ást sem ríkir á milli
mín og móður minnar.
Á meðan við dvöldum
í París áttum við erfiða
tíma en hlógum samt
mikið líka,“ sagði Kylie.
„Við uppgötvuðum
húmor á óvæntustu
stundum og glamúr
í skrítnustu aðstæð-
unum.“
Fyrrverandi kærasti Keiru Knightley, Jamie Dornan, hefur viðurkennt að
frægð hennar hafi plagað samband sitt
við hana. Jamie segist hafa fundist hann
vera í öðru sæti hjá leikkonunni. „Það
er mikið álag á manni þegar maður er
í sambandi með manneskju eins og
Keiru. Karlinn þarf alltaf að
vera sterkari póllinn í
sambandinu og ég var
það svo sannarlega ekki.
Þá finnst manni eins og
maður þurfti að sanna
sig á öðru sviði og
það veldur vandræð-
um. Að lokum missti
hún þolinmæðina á
mér,“ sagði Jamie.
Nicole Kidman neitar harðlega að hún og söngvarinn Keith Urban
hyggist gifta sig í næsta mánuði en
orðrómur var uppi um að brúðkaupið
yrði haldið þann 11. mars í Sidney,
Ástralíu. „Allt í sambandi við þessa sögu
er bull. Nicole Kidman er ekki að fara
að giftast í næsta mánuði.
Ég veit ekki um neitt
brúðkaup, hvað þá
brúðkaupsdag,“ sagði
talsmaður Kidman.
Parið hefur verið
saman í ár en mætti
saman á opinberleg-
an viðburð í fyrsta
sinn snemma í þess-
um mánuði.