Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 01.03.2006, Qupperneq 74
34 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is ÍSLAND - TRÍNIDAD & TÓBAGÓ 0-2 0-1 DWIGHT YORKE (10.) 0-2 DWIGHT YORKE, VÍTI (54.) LIÐ ÍSLANDS (4-4-2): ÁRNI GAUTUR ARASON 4 (46., Daði Lárusson 6) INDRIÐI SIGURÐSSON 5 HERMANN HREIÐARSSON 5 ÍVAR INGIMARSSON 6 HELGI VALUR DANÍELSSON 4 (80., KRISTJÁN ÖRN SIGURÐSSON ) EMIL HALLFREÐSSON 5 JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON 5 (70., BRYNJAR B. GUNNARSSON 6) STEFÁN GÍSLASON 4 (57., ARNAR ÞÓR VIÐARSSON 6) GRÉTAR RAFN STEINSSON 4 EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 3 (73., GYLFI EINARSSON ) HEIÐAR HELGUSON 3 (57., HANNES Þ. SIGURÐSSON 5) ÍSLAND - TRÍNIDAD VIGNIR GUÐJÓNSSON skrifar frá London. vignir@frettabladid.is Auðvelt hjá HK HK vann auðveldan sigur á Selfossi í gær, 37-28. Elías Már Halldórsson var markahæstur heimamanna með 11 mörk en Vladimir Duric skoraði mest fyrir Selfoss eða 13 mörk. > Ísland steinlá í Skotlandi Íslenska ungmennalandsliðið í knatt- spyrnu reið ekki feitum hesti frá viður- eign sinni gegn Skotum í vináttulands- leik í gærkvöld. Ísland tapaði leiknum 4-0 en Skotarnir höfðu skorað þrjú mörk þegar í fyrri hálfleik, það fyrsta á upphafsmínútu leiksins. Um fyrsta leik Lúkasar Kostic með liðið var að ræða en hann vill eflaust gleyma viðureigninni sem allra fyrst. Marga leikmenn vantaði í íslenska liðið vegna meiðsla en piltarnir fengu dýrmæta lexíu á Falkirk-vell- inum hjá spræku liði Skota. FÓTBOLTI Þær voru litlar, framfar- irnar á leik íslenska landsliðsins í knattspyrnu frá því í síðustu leikj- um undankeppni HM. Af leik liðs- ins gegn Trínidad í gær er ljóst að Eyjólfur Sverrisson, sem stjórn- aði liðinu í fyrsta sinn í gær, á enn nokkuð í land með að slípa leik íslenska liðsins. Enn einu sinni var það slakur varnarleikur sem varð íslenska liðinu að falli en í þetta sinn var miðjuspilinu einnig stór- lega ábótavant auk þess sem sókn- arþunginn var enginn. Leikurinn fór afar rólega af stað og greinilegt að kuldinn í London sat í leikmönnum beggja liða í upphafi leiks. Fyrsta ásókn Íslands að marki Trínidad sem eitthvað kvað að kom á 8. mínútu eftir lipur tilþrif Emils Hallfreðs- sonar, sem skorti augljóslega ekki sjálfstraust þrátt fyrir að vera í fyrsta sinn í byrjunarliði lands- liðsins. Tveimur mínútum síðar kom fyrsta mark leiksins og þar var að verki fyrirliðinn Dwight Yorke. Hann skoraði með hnitmið- uðu skoti úr miðjum vítateignum. Það var engu líkara en að mark- ið hefði verið til að vekja leikmenn íslenska liðsins enda náðu þeir fljótlega betri tökum á miðjunni. Um miðbik hálfleiksins jafnaðist leikurinn aftur og sýndi Trínidad ágætis spil á vellinum þar sem Yorke var augljóslega leikmaður- inn sem aðrir leituðu að. Hann og Stern John náðu mun betur saman í framlínu Trínidad en Eiður Smári Guðjohnsen og Heiðar Helguson gerðu hjá íslenska liðinu, en báðir virkuðu þeir þreyttir og áhuga- lausir. Þá voru skyndisóknir Tríni- dad stórhættulegar allan leikinn. Eftir rúmlega hálftíma leik voru Íslendingar stálheppnir að lenda ekki 2-0 undir þegar Stern John komst í galopið færi eftir mistök Hermanns Hreiðarssonar en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að skjóta yfir. Hermann sjálfur fékk síðan keimlíkt færi hinum megin á vellinum skömmu síðar en skaut einnig yfir af rúm- lega þriggja metra færi. Undir lok fyrri hálfleiks jókst sóknarþungi íslenska liðsins örlít- ið aftur og átti Eiður Smári m.a. skot rétt fram hjá beint úr auka- spyrnu. En allan slagkraft skorti til að þess að komast í afgerandi færi og má í raun segja að varnar- mönnum Trínidad hafi aldrei verið velgt verulega undir uggum í fyrri hálfleik. Leikur íslenska liðsins var lítið skárri í upphafi síðari hálfleiks en á sama tíma var ljóst að sjálfs- traust leikmanna Trínidad fór sívaxandi. Og á 54. mínútu dró aftur til tíðinda þegar Trínidad fékk dæmda vafasama vítaspyrnu eftir glæsilega sókn upp vinstri vænginn – rétt eins og í fyrsta markinu. Ívar Ingimarsson stugg- aði við Stern John sem féll inni í teig og benti Mike Dein, annars ágætur dómari leiksins, á víta- punktinn. Upp steig Yorke og skor- aði með því að vippa yfir Daða í markinu. Eftir annað markið gátu leik- menn Trínidad tekið því rólega, liðið færði sig aftar á völlinn og varðist skipulega gegn máttlaus- um sóknartilburðum Íslands. Íslenska liðið fékk ekki eitt umtals- vert marktækifæri í síðari hálf- leik og voru leikmenn liðsins nán- ast búnir að gefast upp löngu áður en leikurinn var á enda. Í heildina olli frammistaða íslenska liðsins í gær töluverðum vonbrigðum. Liðið virkaði illa samhæft, kannski skiljanlega þar sem aðeins ein almennileg æfing var á dagskrá fyrir leikinn, og var mikið óöryggi áberandi í leik liðs- ins, hvort sem litið var til varnar, miðju eða sóknar. Sjálfstraustið virkar lítið eftir hörmulegt gengi í undankeppni HM og þá var það skarð fyrir skildi að Eiður Smári var einfaldlega lélegur í leiknum. Þegar svo er er ekki við miklu að búast af íslenska liðinu. Lið Trínidad sýndi hins vegar að það er þó nokkuð í liðið spunn- ið. Leo Beenhakker hefur náð að búa til sterka liðsheild úr saman- safni minni spámanna þar sem gamla kempan Yorke er ekki aðeins fyrirliði heldur einskonar andlegur leiðtogi liðsins. Að lokum er ekki annað hægt en að minnast á hina fjölmörgu stuðningsmenn Trínidad og Tób- agó sem settu svo sannarlega svip sinn á leikinn. Þeir voru byrjaðir að dansa, hoppa og tralla við dynj- andi bumbuslátt meira en klukku- stund áður en leikurinn hófst – og héldu því áfram þar til hann var flautaður af. Það verður gaman að fylgjast með þeim á HM. Engar framfarir í fyrsta leik Eyjólfs Íslenska landsliðið í knattspyrnu átti aldrei möguleika gegn spræku liði Trínidad og Tóbagó í vináttuleik þjóðanna í London í gær. Lokatölur urðu 2-0 og skoraði Dwight Yorke bæði mörkin. YORKE KLÁRAR LEIKINN Framherjinn magnaði Dwight Yorke afgreiddi leikinn fyrir Trínidad með tveim mörkum. Hið síðara kom úr víti og hann sést hér fagna því en Daði Lárusson liggur svekktur á jörðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BARÁTTA Eiður Smári fann sig aldrei í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LOK, LOK OG LÆS Ívar Ingimarsson og félagar í landsliðinu fundu enga leið að marki Tríni- dad. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPENNA Eyjólfur og félagar sjást hér á bekknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsliðsþjálfarinn Eyjólfur Sverrisson kvaðst að sjálf- sögðu ekki ánægður með að tapa leiknum í gær en taldi þó að ýmislegt jákvætt mætti taka út úr leiknum. „Ég tel að við séum ekki nógu þéttir á miðjunni, við vorum það allavega í þessum leik. Þegar miðjan er svona opin þá gerir það vörninni náttúrulega erfitt fyrir eins og kom í ljós í mörkunum,“ sagði Eyjólfur við Fréttablaðið. „Mér fannst Helgi Valur og Emil koma mjög vel út úr leiknum og það munaði um minna að hafa aðeins hálfa menn þarna frammi – Heiðar stirður eftir síðasta leik og Eiður Smári veikur. En þeir vildu endilega spila og gerðu sitt besta en því miður var sókn- arkrafturinn ekki nægur,” sagði Eyjólfur. Grétar Steinsson var sammála þjálfara sínum en sjálfur spilaði hann ekki eins vel og hann hefur gert í síðustu landsleikjum. „Við þurfum náttúrulega meiri tíma til að slípa hlutina saman en mér fannst margt jákvætt í þessum leik. Þetta gekk ágætlega og við vorum að ná ágætis rispum inn á milli en því miður fengum við á okkur tvö ódýr mörk. Við eigum nóg inni, erum með góða leikmenn og ég held að liðið verði betra og betra með hverjum leik,“ sagði Grétar og bætti því við að það hefði bitnað sárlega á sóknarleik Íslands að Eiður Smári var aðeins hálfur maður. „Þegar Eiður Smári er veikur eins og í dag þá eigum við mikið inni. Hefði hann verið við hestaheilsu þá er ég viss um að við hefðum náð betri úrslitum,“ sagði baráttujaxlinn frá Siglufirði sem oft hefur átt betri dag í landsliðsbúningnum bláa. EYJÓLFUR SVERRISSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: EKKI ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ TAPA FYRSTA LEIK Miðjan okkar er ekki nægilega þétt FÓTBOLTI „Mér fannst ég standa mig ágætlega,“ sagði Helgi Valur Daníelsson, sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í gær. „Hann var rosalega fljótur væng- maðurinn hjá þeim og það var erf- itt að stoppa hann þegar hann komst á ferðina. En á heildina fannst ég mér halda honum niðri lengst af. Ég hefði getað gert betur í fyrsta markinu en vítið var gjöf.“ - vig Helgi Valur Daníelsson: Sáttur við sinn leik í dag FÓTBOLTI Indriði Sigurðsson sagði við Fréttablaðið að Stern John hefði klárlega látið sig detta þegar Ívar Ingimarsson stuggaði við honum á 53. mínútu og vítaspyrna var dæmd. „Þetta mark drap okkur endanlega og við náðum okkur ekki almennilega á strik eftir það. Annars verður maður að taka það jákvæða úr svona leikjum. Það vantaði nokkuð upp á sam- hæfinguna en mér fannst ljósir punktar koma inn á milli. Við náðum nokkrum ágætum sóknum en sendingarnar voru ekki nógu góðar og þeir refsuðu okkur,“ sagði Indriði og bætti því við að Dwight Yorke væri ennþá mjög góður leikmaður. „Hann reyndist okkur erfiður en það var að stóru leyti vegna þess að við gáfum honum alltof mikið pláss.“ Indriði Sigurðsson ekki sáttur við vítið: Hann lét sig detta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.