Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 78

Fréttablaðið - 01.03.2006, Page 78
 1. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� � LÁRÉTT 2 hvetja 6 tveir eins 8 bein 9 tímabils 11 klukkan 12 settum 14 uppspuni 16 klafi 17 æxlunarkorn 18 yfirgaf 20 2 eins 21 tryggur. LÓÐRÉTT 1 málmur 3 tveir eins 4 skekkjumörk 5 kraftur 7 klossi 10 stykki 13 sarg 15 kakó 16 margsinnis 19 óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2 örva, 6 tt, 8 rif, 9 árs, 11 kl, 12 létum, 14 skrök, 16 ok, 17 gró, 18 fór, 20 kk, 21 trúr. LÓÐRÉTT: 1 stál, 3 rr, 4 vikmörk, 5 afl, 7 tréskór, 10 stk, 13 urg, 15 kókó, 16 oft, 19 rú. HRÓSIÐ ...fær Helga Braga Jónsdóttir fyrir að hafa losað sig við öll aukakílóin með því að hætta að borða hveiti og sykur. Þarf að efla rannsóknarstarf Það þarf að vekja áhuga nemenda og kennara á því að rannsóknarstarf verði stóreflt. Það þarf að auka möguleika einstaklinga og samfé- lagsins á nýjum störfum og bæta um leið tengsl okkar við umheiminn. Þetta byggir allt á miklum samskiptum nemenda og kennara. Við höfum svo margt sem ýtir undir marg- breytileika því engir tveir eru eins. Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði Meiri strúktur á framhaldsnám Það þarf aðal- lega að koma meiri strúktúr á framhaldsnám og fá meiri peninga inn í það. Svo þarf háskólinn að vera samkeppnis- hæfari varðandi kennara. Það er erfitt að keppa við einkamarkaðinn um kennara. Það er mjög mikið hugsjónastarf sem er unnið hérna. Hákon Hrafn Sigurðsson, doktor í lyfjafræði Betri lesaðstöðu Það þarf aðallega meiri peninga inn í kerfið, það vita allir. Til dæmis þarf betri lesaðstöðu í Odda. Guðfinna Alda, sálfræðinemi ÞRÍR SPURÐIR REKTOR HÁSKÓLA ÍSLANDS VILL KOMA HONUM Í HÓP ÞEIRRA 100 BESTU Hvernig má bæta Háskóla Íslands? [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Á Sauðárkróki. 2 Dan Brown. 3 Eyjólfur Sverrisson. Það ráku margir upp stór augu þegar listakonan Yoko Ono til- kynnti við hátíðlega athöfn að hún vildi stofnsetja friðarverðlaun og friðarviku hér á landi í tengslum við afmælisdag fyrrum eigin- manns síns, John Lennon. Ono ánafnaði við sama tækifæri Reykjavíkurborg forláta glersúlu sem reist verður í Viðey en þang- að eiga íbúar heimsins að geta farið með óskir sínar um frið og fest þær á listaverkið. Þessi tíð- indi komu Ingólfi Margeirssyni, blaðamanni og rithöfundi, í sjálfu sér ekki mikið á óvart enda segir hann hina japönsku listakonu vera duglega ekkju að atvinnu. Hann var nýkominn heim frá Bandaríkjunum þegar Fréttablað- ið náði tali af honum en gaf sér smá tíma til að ræða aðeins um þessa merku konu sem margir vilja draga til ábyrgðar fyrir að hafa rústað samstarfi Bítlanna á sínum tíma. „Hún er yfirstéttar- stelpa af japönskum ættum sem ólst upp í Bandaríkjunum,“ útskýrir Ingólfur en Ono er af vellauðugum ættum, dóttir banka- stjóra og var kostuð í fræga og dýra kvennaskóla í Bandaríkjun- um. „Hún upplifði því aldrei neinn skort eða stríðshrylling eins og hún hefur stundum ýjað að í blaðaviðtölum,“ bætir Ingólfur við. Hann segir að lista- konan hafi hins vegar slitið sig frá þessu borgaralega líferni og tekið upp listamanns- líferni. „Hún gekk til liðs við Flux hóp- inn sem aðhylltist conceptional-list og glersúlan í Viðey er dæmi um þá stefnu,“ segir Ingólfur en leið- ir hennar og Johns Lennon lágu einmitt saman á sýningu hóps- ins í London. Ingólfur segir að það skyldi aldrei vanmeta við- skiptavit Yoko Ono enda eigi hún stutt að sækja það. Ono hefur hagnast vel á fjárfestingum sínum í fast- eignum og jafnvel nautarækt enda framkvæmir hún fátt án þess að hagnast á því fjárhags- lega. „Ono hefur einnig grætt vel á ýmsum hugðarmálum Johns Lennon og er friðariðnaðurinn bara einn angi af þeim,“ útskýrir Ingólfur en leyfir sér þó ekki að efast um góða meiningu Ono. „Minning Lennons lifir að miklu leyti vegna umfangs Yoko,“ segir Ingólfur sem telur að eflaust megi finna betri aðferð til að stuðla að friði í heiminum en að troða ein- hverju drasli í glersúlu úti í Viðey. „Hugmyndin er hin vegar geggj- uð og alveg í anda Lennon/Ono.“ freyrgigja@frettabladid.is INGÓLFUR MARGEIRSSON: GLERSÚLAN HLUTI AF FRIÐARIÐNAÐI Dugleg atvinnuekkja YOKO ONO Hefur séð um að halda minningu Johns Lennon á lofti en enginn skyldi þó vanmeta viðskiptavit hennar enda á listakonan ekki langt að sækja það. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR FRÉTTIR AF FÓLKI Undirbúningur fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík er nú í fullum gangi en það er sem fyrr Hrönn Marínósdóttir sem er framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. Ráðgert er að hún hefjist 22. september og standi til 8. október en dagskrá hátíðarinnar er nú öll að mótast og hafa erlendir aðilar sýnt henni þó nokkurn áhuga. FIBRESCI, samtök blaðamanna og gagnrýnenda, hafa boðist til að koma og vera með dómnefnd í kringum hátíðina en þau veittu Baltasar Kormáki verðlaun á Gautarborgarhátíðinni fyrir kvikmynd- ina A Little Trip to Heaven. Þá hefur tékkneska ríkissjónvarpið ákveðið að koma hingað til lands í kringum hátíð- ina í þeim tilgangi að ræða við íslenska kvikmyndagerðamenn. Samkeppnin verður því hörð hvað kvikmyndahátíðir í borginni varðar en eins og greint var frá í þessum dálki í gær hefur IFF hátíðinni verið frestað fram á haust en það eru dreifingaaðilar og kvikmyndahúsin sem standa að henni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er mikil óánægja með þessa tilhögun meðal þeirra sem standa að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni en þeir telja þetta vera beina samkeppni við sig. Aðstandendur IFF blása hins vegar á alla gagnrýni, segjast ekki vera í neinu kapphlaupi enda séu aðstæður kvikmyndahátíðanna gjörólíkar. IFF sýni mynd- ir sem höfði til mjög breiðs áhorfenda- hóps en Alþjóðlega kvikmyndahátíðin er með óháðar og listrænar kvikmyndir. Á heimasíðu kvikmyndafyrirtækisins Blue Eyes hefur 10. mars verið sett- ur sem tökudagur á kvikmyndina Mýrina eða Jar City eins og hún er kölluð á enska tungu. Þetta er fyrsta myndin sem gerð verður eftir skáldsögu úr smiðju Arnaldar Indriðarsonar en það er Baltasar Kormákur sem leikstýrir. Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk Erlends, rannsóknarlögreglumannsins, en aðrir leikarar eru meðal annars Elva Ósk Ólafsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson auk Ágústu Evu Erlends- dóttur sem hefur í nógu að snúast þessa dagana enda styttist óðum í Grikklandsförina þar sem „vinkona“ hennar, Silvía Nótt, syngur fyrir hönd þjóðarinnar. - fgg INGÓLFUR MARGEIRS- SON Segir að Yoko Ono geri fátt án þess að hafa upp úr því fjárhagslegan gróða. Glersúlan í Viðey sé til að mynda bara hluti af friðariðnaði hennar. Á heimasíðu www.dec.hi.is skrifar Árni Svanur Daníelsson, verk- efnisstjóri vefmiðla hjá Biskups- stofu, pistil undir heitinu „Kirkju- verðlaun og kvikmyndahátíðir“ þar sem hann viðrar þá hugmynd að kirkjan veiti kvikmyndaverð- laun á einhverjum af kvikmynda- hátíðum borgarinnar. „Þetta er enn á mjög óformlegu stigi,“ svarar Árni þegar hann er inntur eftir þessari hugmynd. „Kirkju- leg samtök hafa verið að veita verðlaun um allan heim en mín hugmynd er ættuð frá Svíþjóð,“ heldur hann áfram en á Gauta- borgarhátíðinni veitir til að mynda sænska kirkjan einni kvikmynd verðlaun. Árni hafði samband við for- svarsmenn þeirra verðlauna til að fræðast um hvernig þeim væri hagað en þess má til gam- ans geta að Nói albínói fékk þau á sínum tíma. „Mér var í kjölfar- ið boðið að sitja í dómnefndinni og þekktist boðið í ár,“ segir Árni en það var danska kvikmyndin Drømmen sem hreppti þau að þessu sinni. Að sögn Árna eru nokkur skil- yrði sem þarf að uppfylla þannig að kvikmynd komi til greina í þennan flokk. Ólíkt því sem margir kynnu að halda þarf hún þó ekki að vera gerð af einhverj- um ofur-trúuðum kvikmynda- gerðarmanni og fjalla um bein trúarleg málaefni. „Samkvæmt sænsku reglunni verður myndin að falla að hinum trúarlega boð- skap kristinnar trúar og leggja áherslu á jákvæð og uppbyggileg gildi,“ segir Árni sem telur að myndin ætti að fjalla um eitt- hvað sem brynni á fólki – ein- hvers sem væri tilvistarlegs eðlis. Árni er virkur meðlimur í Deus ex Cinema-hópnum en félagið stendur fyrir Jesúbíói sex næstu sunnudaga í samstarfi við Neskirkju. „Við sýnum mynd- ir um líf Jesú frá mismunandi tímum en bæði guðfræðingur og kvikmyndafræðingur munu í lok sýningar tjá sig um þær,“ segir Árni. - fgg Kirkjuleg kvikmyndaverðlaun? ÁRNI SVANUR Viðraði hugmyndir um kirkjuleg kvikmyndaverðlaun eftir að hafa setið í sambærilegri dómnefnd á Gauta- borgarhátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA Hefur sé› DV í dag? flú DORRIT KOMIN HEIM ÚR HVÍLDARFERÐ Við góða heilsu á Bessastöðum dv 2x10-lesið 28.2.2006 20:14 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.