Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 34
16. mars 2006 FIMMTUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Frá hvaða löndum eru tíu mest sóttu
kvikmyndirnar hérlendis
Heimild: Hagstofa Íslands
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
skipaði starfshóp í byrjun
árs 2005 til þess að fara
yfir íþróttamál á Íslandi
með það að markmiði að
móta nýja heildstæða
íþróttastefnu. Niðurstöður
hópsins liggja nú fyrir og
tillögur hans eru metnaðar-
fullar.
Þorgerður vill hugarfarsbreyt-
ingu allrar þjóðarinnar og íþrótta-
væða Ísland undir slagorðinu
„Aukin þátttaka – breyttur lífs-
stíll“. Hugmyndir hennar og
starfshópsins snerta öll svið
íþróttalífs í landinu, allt frá afreks-
fólki í alþjóðlegri keppni til auk-
innar þátttöku sveitarfélaga og
fyrirtækja í almenningsíþróttum.
Ekki hefur verið unnin fjárhags-
áætlun í tengslum við verkefnið,
það er hugsað til framtíðar en
menntamálaráðherra segir niður-
stöður hópsins hafðar til hliðsjón-
ar við fjárlagagerð næsta árs. Hún
bindur vonir við að íþróttavæðing
þjóðarinnar minnki kostnað við
heilbrigðisþjónustu í framtíðinni.
Alþjóðlegur vandi
Hreyfingarleysi færist stöðugt í
vöxt um heim allan og má rekja þá
þróun til lífshátta sem einkennast
af kyrrsetu, tæknivæðingu og
breyttum samgöngum. Alþjóða-
heilbrigðisstofnunin metur stöð-
una svo að alvarlegur alþjóðlegur
lýðheilsuvandi blasi við og afar
brýnt sé að bregðast við þessari
vá án tafar. Talið er að 65 til 80
prósent fullorðinna í heiminum
lifi því sem næst kyrrsetulífi. Það
er því ljóst að stór hluti mannkyns
hreyfir sig ekki svo mikið að það
hafi heilsufarslegan ávinning.
Kyrrseta hefur því ekki aðeins
aukist heldur eru afleiðingar
hennar nú þegar greinilegar.
Hreyfing sem forvörn
Með mikilvægi hreyfingar og
íþrótta sem forvarnar í huga er
brýnt að mati starfshópsins að
kanna hvað megi gera betur í því
forvarnastarfi sem nú þegar er
unnið hérlendis. Veigamestu kann-
anir sem gerðar hafa verið hér-
lendis á þessu sviði sýna að þátt-
taka barna og unglinga í skipulögðu
tómstunda- og íþróttastarfi hefur
ekki aukist á undanförnum árum
og má líta á það sem tækifæri til
sóknar. Tækifæri til forvarna hér
á landi eru vannýtt, sem gefur
ástæðu til bjartsýni um aukinn
árangur. Forvarnir hafa áhrif hér
á landi og sérstaklega þær sem
beint er að fjölskyldunni sem
heild. Starfshópurinn hvetur því
foreldra og aðra uppalendur til að
leggja sig fram um að veita börn-
um áhugaverð tækifæri til að
hreyfa sig og stuðla þannig að
heilbrigðum lífsstíl þeirra.
Markmið
Til að nálgast framtíðarsýn
Íþróttastefnu Íslands er lagt upp
með nokkur meginmarkmið. Allir
Íslendingar skulu hafa tækifæri
til að stunda íþróttir á því sviði
sem þeir kjósa, hvort heldur sem
það er gert til ánægju, heilsubótar
eða með afreksárangur í huga.
Skólakerfið sjái til þess að hreyf-
ing verði hluti af lífsstíl ung-
menna. Stuðla skal að jákvæðu
hugarfari gagnvart hreyfingu og
íþróttum hjá öllum sem að uppeldi
æsku landsins koma og vakningu
meðal almennings um mikilvægi
almennrar hreyfingar og íþrótta-
starfs. Einnig telur starfshópur-
inn nauðsynlegt að meta þörf á
aðstöðu til íþróttaiðkunar og nýta
betur þau íþróttamannvirki sem
þegar eru til staðar.
Leiðir
Leikskólann telur starfshópurinn
mikilvægan upphafspunkt skipu-
lagðrar hreyfingar barna. Því er
hvatt til enn frekari hreyfingar
barna í leikskólum í samráði við
íþróttakennara. Tækifæri til þess
eru til dæmis ónýttir tímar
íþróttahúsa sem leikskólum verði
gert kleift að nýta. Í grunnskólan-
um verði tryggt að börn fái að
minnsta kosti eina skipulagða
hreyfistund á dag og samstarf
skóla og íþróttafélaga verði aukið.
Séð verði fyrir þörfum allra barna
jafnt og aðstaða til leikja utan-
dyra verði gerð aðlaðandi og
hvetjandi. Mikil áhersla er lögð á
að börn geti komið í skólann
hjólandi eða á annan hátt sem
hvetur til hreyfingar og aðstaða
til geymslu slíkra tækja verði
byggð upp eða bætt.
Ríkið og sveitarfélögin
Sveitarfélögin gegna mikilvægu
hlutverki ef „þjóðarsátt um hreyf-
ingu“ á að verða að veruleika.
Umferðarskipulag verður að mati
starfshópsins ávallt að gera ráð
fyrir reiðhjólum og að grænum
svæðum verði fjölgað og þau gerð
eftirsóknarverð til útivistar.
Einnig að ný hverfi séu skipulögð
með hreyfingu og íþróttir barna í
huga. Hlutverk ríkisins
fellur á margan hátt
að hlutverk-
um sveit-
arfélag-
anna en
auk þess
er stefnt að
aðkomu fleiri
ráðuneyta að
þessum mála-
flokki og lögð
verður áhersla á
að gera hreyf-
ingu sem valkost
í heilbrigðiskerf-
inu. Þar kemur
til greina
niðurgreiðsla
á hreyfingarúrræðum í stað lyfja
þar sem það á við.
Næst á dagskrá
Ekki er eftir neinu að bíða að mati
starfshópsins. Hvatt er til þess að
nú þegar verði allir sem vettlingi
geta valdið fengnir til starfa og að
það verði skilgreint sem sameig-
inleg ábyrgð menntamálaráðu-
neytisins og Íþróttasambands
Íslands að fylgja þessari stefnu-
mótun eftir. Samráðshópur verði
skipaður með fulltrúum ráðu-
neyta, Íþróttasambands
Íslands, Alþýðusam-
bands Íslands, Samtaka
atvinnulífsins og Sam-
bands íslenskra sveitar-
félaga. Verkefnið er ærið:
Fá sem flesta Íslendinga, óháð
aldri, búsetu eða fjárhag, til að
stunda íþróttir með einum eða
öðrum hætti sér til heilsubótar.
FRÉTTASKÝRING
SVAVAR HÁVARÐSSON
svavar@frettabladid.is
ÁSTÆÐUR BROTTFALLS UNGLINGA ÚR ÍÞRÓTTUM (2004)
Missti áhugann
Of dýrt
Vinirnir hættu
Tímaleysi
Mikil samkeppni
Skipti mjög miklu máli Skipti frekar miklu máli
Skipti frekar litlu máli Skipti mjög litlu máli
53,5%
16,0%
15,6%
28,8%
11,8 %
27,5%
17,1%
25,3%
33,4%
16,8%
7,7%
38,5%
30,3%
17,7%
38,1% 11,3%
28,3%
28,8%
20,0%
33,3%
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
,
, ,
,
,
,
,
Heimild: Rannsókn & greining
Íþróttavæðing þjóðarinnar hafin
LÍF OG FJÖR Hugmyndir starfshópsins og menntamálaráðherra, sem hér sést með ungum
íþróttaiðkanda, eru að fá alla Íslendinga til að hreyfa sig. Það á að skila betri lýðheilsu og
sparnaði í heilbrigðisþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í gær voru veitt fyrsta sinni svokölluð
Neytendaverðlaun Neytendasam-
takanna og Bylgjunnar. Jóhannes
Gunnarsson er formaður Neytenda-
samtakanna.
Hvers vegna slík verðlaun? Fyrst og
fremst til að hvetja íslensk fyrirtæki til
frekari dáða gagnvart viðskiptavinum
sínum í vöruverði, gæðum, þjónustu
almennt og um leið hvetja til aukinnar
réttlátrar samkeppni þar sem viðskipta-
vinurinn er í fyrirrúmi í einu og öllu.
Hverjir velja bestu fyrirtækin? Það eru
neytendur sjálfir sem það hafa gert
með atkvæðagreiðslu undanfarnar
vikur á netinu.
Er slík könnun marktæk? Hún er það
vissulega. Þátt tóku sjö þúsund manns
og fjöldi þeirra atkvæða sem efstu
fyrirtækin fengu gefur til kynna að
neytendur séu vel á verði í viðskiptum
sínum og viti mætavel hvaða fyrirtæki
standa sig vel og hver illa. Við vonumst
til að slík verðlaun ýti enn frekar undir
metnað þess fyrirtækis sem sigrar en
einnig allra hinna.
SPURT & SVARAÐ
NEYTENDAVERÐLAUN
Hvetur fyrirtæki til
bættrar þjónustu
JÓHANNES GUNNARSSON
Formaður Neytendasamtakanna
Ísland
3 7 1 1 1 98
Banda-
ríkin
2000 20042002
Bret-
land
Bret-
land
Banda-
ríkin
Ísland Banda-
ríkin
> SVONA ERUM VIÐ
Fyrsti forseti hins nýfrjálsa Eist-
lands, Lennart Meri, er látinn og
ríkir mikil sorg í Eistlandi en talið
er að þriðji hver Eistlendingur
hafi hitt Meri í eigin persónu.
Dagurinn í dag hefur verið lýstur
opinber sorgardagur í Eistlandi
og sömuleiðis laugardagurinn
25. mars þannig að sem flestir
Eistlendingar geti farið að kistunni
hans. Sorgardagarnir verða því
tveir í Eistlandi. Lennart Meri
verður jarðsunginn í Kaarli-kirkj-
unni í Tallinn sunnudaginn 26.
mars.
Hver var þessi Lennart Meri?
Meri fæddist í Tallinn, höfuðborg Eistlands, 29.
mars 1929 og hefði því orðið 77 ára síðar í
þessum mánuði. Hann bjó í síðari heimsstyrj-
öldinni í Síberíu í fjögur ár
með fjölskyldu sinni. Faðir
hans var sendiherra og
þýðandi. Meri gekk því í skóla
í Tallinn, París og Berlín. Hann
var líka í skóla í Síberíu þegar
fjölskyldan var flutt þangað
nauðungarflutningum.
Lífsstarf Meris snerist í stuttu
máli um listir og stjórnmál.
Meri hafði háskólamenntun
frá Tarttu í sagnfræði og
málvísindum, hann starfaði
sem dramatúrg, kenndi í
listaskóla og var þýðandi og
útvarpsmaður. Hann ferðað-
ist víða um Sovétríkin meðan þau voru til sem
slík. Hann hafði mikinn áhuga á menningu og
kynnti sér menningu þjóðanna sem bjuggu á
útkjölkum í Sovétríkjunum. Hann var rithöfund-
ur, gerði kvikmyndir og skrifaði bækur. Hann var
gerður að utanríkisráðherra Sovétríkjanna vorið
1990. Hann varð síðan sendiherra í Finnlandi
árið 1992. Sama ár var hann kjörinn fyrsti
forseti hins frjálsa Eistlands í yfir sjötíu ár og
gegndi því embætti í átta ár.
Hvað gerði Lennart Meri?
Lennart Meri er einn allra þekktasti Eistlend-
ingur síðustu áratuga, mikill föðurlandsvinur
og sennilega einn dáðasti stjórnmálamaður
þjóðarinnar. Hann var svipsterkur stjórnmála-
maður og leiðtogi. Hann barðist dyggilega fyrir
eistnesku þjóðina og þótti einmitt rétti mað-
urinn til að tryggja það að Eistland yrði hluti
af Vesturlöndum eftir að Sovétríkin liðuðust í
sundur.
Fjölmargar þjóðir heims hafa vottað Eist-
lendingum samúð sína.
Lennart Meri
FBL GREINING: LENNART MERI, FYRRVERANDI FORSETI EISTLANDS
Svipsterkur stjórnmálamaður fallinn frá