Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 6
[ ] Teppavefnaður er ævaforn at- vinnugrein. Mikill munur er á fjöldaframleiddum verkmiðju- teppum og þeim sem hand- hnýtt eru en verslunin Zedrus í Hlíðarsmára 11 býður upp á teppi í síðari flokknum. „Nú er svo mikið um fjöldafram- leiðslu og ég vildi bjóða fólki upp á sérstakar vörur á viðráðanlegu verði til að persónugera heimili sín,“ segir Ester Sveinbjarnardóttir viðskiptafræðingur og eigandi Zedrus. Mikil fræði eru á bak við gerð teppanna og margt sem hafa skal í huga þegar fjárfest er í þeim. „Í fyrsta lagi er að skoða bakið, þar er hægt að telja hversu margir hnútar eru í teppinu. Því þéttari sem hnútarnir eru, því meiri gæði og því endingarbetri eru teppin. Ullin þarf að vera grófhreinsuð því ekki má þvo lanólið, það er ull- arfituna, úr. Fitan verndar ullina, hrindir frá óhreinindum og afraf- magnar teppið. Einnig þarf skurð- urinn ofan á teppinu að vera jafn því annars myndast skuggi í það,“ segir Hlín. Hér má sjá nokkur teppi úr Zedrus. Jurtalitað teppi frá Túrkmenistan. Appel- sínugulur litur táknar sjálfstæði, djúpt innsæi og alsælu. Villiblómin eru tákn löngunar, opnu blómin eru sólartákn, græni liturinn er litur guðanna og táknar grósku og gjafir náttúrunnar. 260.000 hnútar á fermetrann, 84 x 122 á 23.000 kr. Teppið er unnið í Ankarihéraði í Afganistan. Ullin er af hálsi kindanna þar sem hárin eru lengri en það gerir teppið stinnt og endingarbetra. Mynstrið er í raun óður til gjafa náttúrunnar sem heldur lífi í fólkinu. Fiskarnir eru tákn um lífsins vatn. 380.000 hnútar á fermetrann. Handgert teppi frá Pakistan. Mynstrið heitir Kashan og er ævafornt. Átta arma stjarna með keilulaga örmum er skírskotun til guðsins Gula, móður lífsins, og er tákngervingur drifkrafts og fullkomnunar ásamt því að vera fornt tákn um gersemar Múhameðs. Talan átta er tákn um upprisu eða upphaf og blómahafið í miðjunni táknar paradís. 460.000 hnútar á fermetrann, 95 x 157 cm á 58.000 kr. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Mynstruð hefð úr austri Bænamotta gerð af Belutch-hirðingjum. Myndirnar í teppunum sýna nánasta umhverfi vefaranna, blóm, dýr og tré. Rauði liturinn táknar ástríður, kraft, viljastyrk og lífsgleði. Blái liturinn er litur hvíldar, friðar og öryggis en einnig tjáningar, hraða og ákveðni. Guli liturinn er litur sólar og ljóss, hann tengist rökhugsun og skýrleika. Opin blóm eru sólartákn, þau hvítu eru tákn um velgengni og hagsæld og rauð um ástríður. 210.000 hnútar, 77 x 130 cm á 12.500kr. Teppi frá Afganistan. Blómamynstrið er tekið úr nánasta umhverfi vefaranna. Þessi teppi eru gríðarlega vinsæl núna sem hækkar verð þeirra. 320.000 hnútar á fermetrann, 150 x 196 á 98.000 kr. Teppi frá Bidjar-héraði í Íran úr ull og silki. 106 x 153 cm á 195.000 kr. Motta úr ull og silki með 460.000 hnútum á fermetrann. Hún er frá Bidjar-héraði í Íran. 112 x 186 cm á 175.000 kr. Antíkmunur sem notaður var sem sessa í tjöldum hirðingjanna og sem poki við flutn- inga á milli staða. 41 x 72 cm á 9.700 kr. Skrúfur þarf reglulega að herða í flestöllum húsgöngum. Gott að taka sér fjölhausa skrúfjárn í hönd á sunnudagseftirmiðdegi og ganga á línuna. Laugavegi 67 Sími: 551 8228 LUCKY WANG NYC fæst í Sípu PÍANÓSTILLING.IS Kristinn Leifsson - Leifur Magnússon S. 661-7909 Margar stærðir og gerðir eldstæða, opin eða með hurð, einnig opin í gegn (tvær hurðir) Verð frá kr. 82.000.- Einnig úrval af aukahlutum fyrir arininn ��������� ����������������� ������������� ����������� gæði, ending og góð þjónusta Skólavörðustíg 21 • Sími 551 4050 • Reykjavík Rúmfatnaður fyrir alla fjölskylduna Kringlukast í DUKA mörg góð tilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.