Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 24
8 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR ����������������������������� ������������� �� �� �� �� �� �� � VEISTU SVARIÐ 1 Hvernig er talið að álft hafi drepist við tjörnina í Hafnarfirði í fyrradag? 2 Hvað þurfa tekjur Háskóla Íslands að aukast mikið árlega til að skól- inn komist í fremstu röð í heiminum? 3 Hver sigraði á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu? SVÖR Á BLS. 54 BRUNI Stór hluti Frystihússins á Breiðdalsvík brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Eldsins varð fyrst vart um hálfsjöleytið en þá steig svartur reykur upp úr þaki elsta hluta hússins, þar sem var meðal annars umbúðageymsla og tækja- salur. Slökkviliðið á Fáskrúðsfirði var fljótt kallað til en þrátt fyrir skjót viðbrögð var húsið aldelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Einar Gunnarsson, varðstjóri í slökkviliðinu á Fáskrúðsfirði, segir aðstæður hafa verið erfiðar strax í upphafi vegna þess hversu eldurinn hafi breiðst fljótt út inn í húsinu. „Við komum á staðinn rétt eftir sjö og þá voru aðstæður nokkuð erfiðar. Húsið var orðið alelda þegar slökkvistarf hófst og þess vegna reyndist okkur erfitt að vinna á eldinum í fyrstu. Síðan komu björgunarsveitir og slökkvi- lið úr nágrannasveitarfélögunum fljótt á vettvang og þá fór slökkvi- starf að ganga betur.“ Íbúar í húsum skammt frá frystihúsinu þurftu að yfirgefa hús sín vegna hættu á ammoníaks- mengun en eftir þrotlaust slökkvi- starf, þar sem áhersla var lögð á að ná að hefta útbreiðslu eldsins til viðbygginga, tókst slökkviliðs- mönnum að koma í veg fyrir að eldur bærist í þann hluta hússins þar sem hætta var mest á ammon- íaksmengun. Grétar Helgi Geirsson, lögregl- umaður á Fáskrúðsfirði, var einn af fyrstu mönnum á vettvang. Hann segir aðkomuna hafa verið slæma en áhersla hafi verið lögð á að tryggja öryggi fólksins sem bjó í grennd við frystihúsið. „Það voru öll hús rýmd sem hugsanlega voru í hættu vegna ammoníaksins, sem var í þeim hluta hússins sem eldur hafði ekki læst sig í. Við þurftum að bregðast fljótt við aðstæðum þar sem mikill eldsmatur var í húsinu og í honum logaði glatt. Eldsupptök eru óljós en rannsókn á þeim mun fara fram þegar tími gefst til.“ Eftir um fjögurra tíma baráttu slökkviliðsmanna við mikinn eld í húsinu tókst þeim að ná tökum á brunanum og gekk nokkuð greið- lega að slökkva eldinn eftir það. Slökkvistarf hélt þó áfram fram eftir nóttu. magnush@frettabladid.is Lífæð bæjarbúa eyðilagðist í bruna Mildi þykir að ekki fór enn verr þegar stór hluti frystihússins á Breiðdalsvík brann í fyrrakvöld. Þrotlaus vinna um fimmtíu manna slökkvi- og björgunar- liðs er talin hafa bjargað miklum verðmætum sem voru í tengibyggingum. BRUNI Ríkharður Jónasson, framkvæmdastjóri frystihúss- ins á Breiðdalsvík, segir áfallið vera mikið fyrir bæjarbúa enda frystihúsið eini stóri vinnustað- urinn í bænum. „Þetta er gríðar- legt áfall fyrir bæjarfélagið. Það hefur fiskast vel hjá smábátum hér úti fyrir að undanförnu og vinnsla því verið í fullum gangi í landi því samhliða. Þetta gat ekki komið á mikið verri tíma.“ Stór hluti innbús frystihúss- ins skemmdist mikið, en Rík- harður segir þó ekkert því til fyrirstöðu að hefja uppbygging- arstarf um leið og færi gefst. „Það á allt innbú að vera tryggt en tryggingar geta hins vegar aldrei bætt svona lagað til fulls. Það á eftir að koma í ljós hversu langt stoppið verður í vinnsl- unni. Það hefur gengið afskap- lega vel að undanförnu, en síðan kemur þetta áfall á versta tíma. Ég lít hins vegar svo á að öll vandamál séu til þess að leysa þau og þetta áfall er engin und- antekning frá því. Nú herðum við okkur og reynum að koma vinnslu hér af stað sem fyrst,“ sagði Ríkharður. - mh Þrátt fyrir áfallið ætla heimamenn ekki að leggja árar í bát: Uppbyggingarstarf er hafið EINAR GUNNARSSON Varðstjóri í slökkviliðinu á Fáskrúðsfirði sagði aðkomuna hafa verið slæma. GRÉTAR HELGI GEIRSSON Lögreglan lagði áherslu á að tryggja öryggi íbúa á staðnum. Slökkvistarf heimamanna rómað: Slökkviliðið vann afrek BRUNI Kjartan Benediktsson, félagi í björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum, segir slökkviliðs- menn hafa unnið afrek með því að ná að hefta útbreiðslu eldsins fljótt þrátt fyrir að hluti frysti- hússins væri alelda. Björgunarsveitarmenn á Hér- aði komu sér strax að verki þegar á Breiðdalsvík var komið. „Við fórum beint í að koma fyrir dælum og leiðslum á svæðinu. Stór hluti hússins er lítið skemmdur en það gerðist ekki af sjálfu sér. Gríðar- legur dugnaður þeirra sem störf- uðu að slökkvistarfinu kom í veg fyrir að enn verr færi.“ - mh KJARTAN BENEDIKTSSON Telur slökkviliðs- menn hafa unnið afrek. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLÖKKVILIÐ AÐ STÖRFUM Mikill eldur var á slysstað þegar slökkvilið kom á vettvang og því fór mikil orka í það hjá slökkviliðsmönnum að hefta útbreiðslu eldsins enn frekar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÍKHARÐUR JÓNASSON AÐSTOÐ- AR SLÖKKVILIÐIÐ Framkvæmda- stjóri frystihússins var að vonum dapur í bragði vegna brunans en hann stóð þá í ströngu við að aðstoða við slökkvistarfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLÖKKVILIÐSMAÐUR Á VETTVANGI Heimamenn á Breiðdalsvík segja slökkvi- liðsmenn hafa unnið afrek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.