Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 24

Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 24
8 16. mars 2006 FIMMTUDAGUR ����������������������������� ������������� �� �� �� �� �� �� � VEISTU SVARIÐ 1 Hvernig er talið að álft hafi drepist við tjörnina í Hafnarfirði í fyrradag? 2 Hvað þurfa tekjur Háskóla Íslands að aukast mikið árlega til að skól- inn komist í fremstu röð í heiminum? 3 Hver sigraði á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu? SVÖR Á BLS. 54 BRUNI Stór hluti Frystihússins á Breiðdalsvík brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Eldsins varð fyrst vart um hálfsjöleytið en þá steig svartur reykur upp úr þaki elsta hluta hússins, þar sem var meðal annars umbúðageymsla og tækja- salur. Slökkviliðið á Fáskrúðsfirði var fljótt kallað til en þrátt fyrir skjót viðbrögð var húsið aldelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Einar Gunnarsson, varðstjóri í slökkviliðinu á Fáskrúðsfirði, segir aðstæður hafa verið erfiðar strax í upphafi vegna þess hversu eldurinn hafi breiðst fljótt út inn í húsinu. „Við komum á staðinn rétt eftir sjö og þá voru aðstæður nokkuð erfiðar. Húsið var orðið alelda þegar slökkvistarf hófst og þess vegna reyndist okkur erfitt að vinna á eldinum í fyrstu. Síðan komu björgunarsveitir og slökkvi- lið úr nágrannasveitarfélögunum fljótt á vettvang og þá fór slökkvi- starf að ganga betur.“ Íbúar í húsum skammt frá frystihúsinu þurftu að yfirgefa hús sín vegna hættu á ammoníaks- mengun en eftir þrotlaust slökkvi- starf, þar sem áhersla var lögð á að ná að hefta útbreiðslu eldsins til viðbygginga, tókst slökkviliðs- mönnum að koma í veg fyrir að eldur bærist í þann hluta hússins þar sem hætta var mest á ammon- íaksmengun. Grétar Helgi Geirsson, lögregl- umaður á Fáskrúðsfirði, var einn af fyrstu mönnum á vettvang. Hann segir aðkomuna hafa verið slæma en áhersla hafi verið lögð á að tryggja öryggi fólksins sem bjó í grennd við frystihúsið. „Það voru öll hús rýmd sem hugsanlega voru í hættu vegna ammoníaksins, sem var í þeim hluta hússins sem eldur hafði ekki læst sig í. Við þurftum að bregðast fljótt við aðstæðum þar sem mikill eldsmatur var í húsinu og í honum logaði glatt. Eldsupptök eru óljós en rannsókn á þeim mun fara fram þegar tími gefst til.“ Eftir um fjögurra tíma baráttu slökkviliðsmanna við mikinn eld í húsinu tókst þeim að ná tökum á brunanum og gekk nokkuð greið- lega að slökkva eldinn eftir það. Slökkvistarf hélt þó áfram fram eftir nóttu. magnush@frettabladid.is Lífæð bæjarbúa eyðilagðist í bruna Mildi þykir að ekki fór enn verr þegar stór hluti frystihússins á Breiðdalsvík brann í fyrrakvöld. Þrotlaus vinna um fimmtíu manna slökkvi- og björgunar- liðs er talin hafa bjargað miklum verðmætum sem voru í tengibyggingum. BRUNI Ríkharður Jónasson, framkvæmdastjóri frystihúss- ins á Breiðdalsvík, segir áfallið vera mikið fyrir bæjarbúa enda frystihúsið eini stóri vinnustað- urinn í bænum. „Þetta er gríðar- legt áfall fyrir bæjarfélagið. Það hefur fiskast vel hjá smábátum hér úti fyrir að undanförnu og vinnsla því verið í fullum gangi í landi því samhliða. Þetta gat ekki komið á mikið verri tíma.“ Stór hluti innbús frystihúss- ins skemmdist mikið, en Rík- harður segir þó ekkert því til fyrirstöðu að hefja uppbygging- arstarf um leið og færi gefst. „Það á allt innbú að vera tryggt en tryggingar geta hins vegar aldrei bætt svona lagað til fulls. Það á eftir að koma í ljós hversu langt stoppið verður í vinnsl- unni. Það hefur gengið afskap- lega vel að undanförnu, en síðan kemur þetta áfall á versta tíma. Ég lít hins vegar svo á að öll vandamál séu til þess að leysa þau og þetta áfall er engin und- antekning frá því. Nú herðum við okkur og reynum að koma vinnslu hér af stað sem fyrst,“ sagði Ríkharður. - mh Þrátt fyrir áfallið ætla heimamenn ekki að leggja árar í bát: Uppbyggingarstarf er hafið EINAR GUNNARSSON Varðstjóri í slökkviliðinu á Fáskrúðsfirði sagði aðkomuna hafa verið slæma. GRÉTAR HELGI GEIRSSON Lögreglan lagði áherslu á að tryggja öryggi íbúa á staðnum. Slökkvistarf heimamanna rómað: Slökkviliðið vann afrek BRUNI Kjartan Benediktsson, félagi í björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum, segir slökkviliðs- menn hafa unnið afrek með því að ná að hefta útbreiðslu eldsins fljótt þrátt fyrir að hluti frysti- hússins væri alelda. Björgunarsveitarmenn á Hér- aði komu sér strax að verki þegar á Breiðdalsvík var komið. „Við fórum beint í að koma fyrir dælum og leiðslum á svæðinu. Stór hluti hússins er lítið skemmdur en það gerðist ekki af sjálfu sér. Gríðar- legur dugnaður þeirra sem störf- uðu að slökkvistarfinu kom í veg fyrir að enn verr færi.“ - mh KJARTAN BENEDIKTSSON Telur slökkviliðs- menn hafa unnið afrek. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLÖKKVILIÐ AÐ STÖRFUM Mikill eldur var á slysstað þegar slökkvilið kom á vettvang og því fór mikil orka í það hjá slökkviliðsmönnum að hefta útbreiðslu eldsins enn frekar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RÍKHARÐUR JÓNASSON AÐSTOÐ- AR SLÖKKVILIÐIÐ Framkvæmda- stjóri frystihússins var að vonum dapur í bragði vegna brunans en hann stóð þá í ströngu við að aðstoða við slökkvistarfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SLÖKKVILIÐSMAÐUR Á VETTVANGI Heimamenn á Breiðdalsvík segja slökkvi- liðsmenn hafa unnið afrek.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.