Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 58
16. mars 2006 FIMMTUDAGUR42
maturogvin@frettabladid.is
> Fitulita jurtaviðbitið
...frá Flora pro.activ er
fullkomið fyrir þá sem
vilja lækka kólesterólið.
Svo er það gott á bragðið.
Hvaða matar gætir þú síst verið án?
Öðru hverju finnst mér ég ekki geta lifað
nema fá sushi - og geri þá næstum hvað sem
er til að nálgast það. Þetta eru held ég einu
skiptin sem mér finnst ekkert geta stöðvað
mig í leit að einhverjum ákveðnum mat.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Held það séu hinar og þessar humarveislur
- nokkrar á Stokkseyri, nokkrar hjá vinum og
vandamönnum. Fullt fat af humri, hvítlaukur,
salt og smjör. Og kalt hvítvín með.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Get ekki og mun aldrei getað borðað lifur.
Foreldrar mínir héldu að aðferðin til að fá
mig til að borða lifur væri að segja mér að
þetta væri strumpakjöt. Ótrúlega skrítið að
það virkaði ekki.
Leyndarmál úr eldhússkápunum?
Yfirleitt finnst mér sterkt sinnep, avókadó og
góðir ostar geta reddað miklu..
Hvað borðar þú til að láta þér líða betur?
Held ég detti ekki í súkkulaðið eða ísinn en
mér líður afspyrnuvel af því að þamba alls
kyns tetegundir.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum?
Egg, skyr og mjólk. Í honum eru einnig
þúsund krukkur af alls kyns sultum, sinnepi,
pestói og slíku gruggi.
Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða mat
tækir þú með þér?
Sushi á eyðieyjuna, takk.
Hvað er það skrítnasta
sem þú hefur borðað?
Það sem hingað til getur
talið það skrítnasta og
jafnframt það ógeðsleg-
asta er Leberk-
nödelsuppe sem
ég bragðaði í
Suður-Þýska-
landi.
Einhvers
konar
lifrarpylsu-
súpa.
Þykk,
gruggug
og and-
styggileg.
MATGÆÐINGURINN JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR RITSTJÓRI HÚSA OG HÍBÝLA
Leggur ýmislegt á sig fyrir sushi
Á tímabilinu 4000
til 5000 fyrir
Krist var Egypta-
land heimsveldi.
Nílardalurinn var
helsta akuryrkju-
og vínræktar-
svæði heimsins.
Vínrækt barst
þangað frá Kák-
asusfjöllum og átti síðan eftir að
breiðast út frá Egyptum til Grikkja,
síðan Rómverja og þaðan til Evr-
ópu. Í dag er sáralítil vínræktun í
Egyptalandi og skiptir hún engu
máli á heimsmarkaði. Loftslag í
Norður-Afríku er heitt Miðjarðar-
hafsloftslag, sem er undir þrúg-
andi áhrifum frá Sahara-eyðimörk-
inni. Hitinn og sólin gera vínþrúgum
erfitt fyrir að ná þeim þroska sem
sóst er eftir, því sykurmagnið verð-
ur mjög hátt án þess að ávöxturinn
nái að koma að fullu fram, auk þess
sem þrúgurnar eiga til að sól-
brenna, þannig að vínin verða alkó-
hólrík og með þurrkuðum eða sól-
bökuðum ávexti. Frönsk áhrif eru
ríkjandi í þrúguvali í Norður-
Afríku. Einkum er notast við
frönsk-spænsku Miðjarðarhafs-
þrúgurnar carignan og cinsault, en
nú í vaxandi mæli cabernet og
syrah. Áður fyrr voru vín frá Alsír
mikið flutt til Frakklands og notuð
til að „styrkja“ frönsk vín. Alsír,
Túnis og Marokkó eru helstu vín-
ræktarlönd Norður-Afríku. Alsír
var í hópi stærstu vínframleiðenda
heims fyrir nokkrum áratugum
þegar mikið magn af víni var selt
til Frakklands. Þegar vínútflutn-
ingur til Frakklands dróst saman
seldi Alsír mikið vín til Sovétríkj-
anna. Nú hafa þessir markaðir
horfið og víniðnaður í Alsír á í
miklum erfiðleikum. Loftslag í
Afríku er yfirleitt of heitt til að
vínræktun sé möguleg. Þó eru til
víngarðar og vínframleiðsla stund-
uð í smáum stíl víða. Þannig má
finna vín frá Úganda, Kenía og
Simbabve svo dæmi séu nefnd.
Víngarðar í Afríku eru yfirleitt í
mikilli hæð þar sem hitastigið er
bærilegra fyrir vínviðinn heldur
en niðri á sléttunum.
AFRÍKUDAGAR:
Löng en lítt kunn saga vínræktar
Afrískir dagar standa yfir í mars í Vínbúðum og má finna fjölmörg vín
á kynningarverði. Rauðvínið Cape Red, Höfðarauður eins og sumir
nefna það, hefur slegið í gegn og hefur undanfar-
in þrjú ár verið mest selda vínið í Vínbúð-
um. Fyrstu vín Drostdy-Hof
komu á markað fyrir þrjátíu
árum og var lagt upp með það
að leiðarljósi að bjóða vínunn-
endum upp á vönduð blönduð
vín sem mætti treysta á að
héldust stöðug frá ári til árs
og þyrftu ekki langa geymslu
fyrir neyslu. Allt hefur þetta
gengið eftir og þykja Drostdy-
Hof vín Suður-Afríku til sóma
á alþjóðamarkaði.
Drostdy-Hof Cape Red er
kennt við Góðrarvonarhöfða.
Alhliða ávaxtaríkt vín þar sem
uppruninn leynir sér ekki.
Kynningarverð á afrískum
dögum 3.260 kr.
DROSTDY-HOF:
Höfðavínið heillar landann
Duni gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega bor›-
skreytingu í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar
flér a› ná fram fleirri stemningu sem flú leitar eftir.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
0
4
0
3
af flví besta!
Brot
Þegar góða veislu gjöra
skal býður Friðrik Ómar
Hjörleifsson söngvari upp
á humaruppskrift sem er
í sérstöku uppáhaldi hjá
honum.
„Þetta er kannski ekki dæmi-
gerður kvöldmatur á fimmtu-
degi, en ég hef tvisvar boðið upp
á þennan rétt í matarboðum og
það er skemmst frá því að segja
að hann sló í gegn,“ segir Friðrik
Ómar Hjörleifsson söngvari um
uppskriftina sem hann vill deila
með lesendum.
„Humar er í miklu uppáhaldi
hjá mér, en uppskriftina fékk ég
hjá félaga mínum. Hún er afar
einföld og það þarf eitthvað
meiriháttar að gerast til að
klúðra henni.“ Friðrik kveðst
ekki elda jafn mikið og hann
vildi, en þar sem hann býr einn
verður honum oft minna úr verki
en ella. „Ég nenni sjaldnast að
leggja neitt rosalega mikið á mig
fyrir mig einn, þótt mér finnist
gaman að elda þegar gesti ber að
garði.“ Friðrik er að eigin sögn
mikill matmaður. „Ég get ekki
tilgreint neinn uppáhaldsrétt, ég
held að smekkur minn spanni
allan skalann, en þessi
uppskriftin sem ég læt fylgja er
með því besta sem ég hef feng-
ið.“ - bs
HUMAR OG PASTA Í RJÓMASÓSU
Fyrir 4
1 kg pillaður humar
400 g pasta (slaufur)
250 g ostafyllt pasta
2 paprikur (gott að hafa 1/2 í mis-
munandi lit upp á útlitið)
5 meðalstórar gulrætur
1 blaðlaukur
hvítlaukur og steinselja
SÓSAN:
250 g rjómaostur
1 piparostur
léttrjómi
hvítvín
pipar
rifsberjahlaup
Ég byrja á að sjóða pastað
saman í stórum potti. Því næst
sker ég niður paprikuna, gulræt-
urnar og blaðlaukinn í langar
ræmur.
Set rjómaostinn í pott og ögn
af léttrjóma og byrja á að láta
ostinn bráðna í rólegheitum.
Bæti síðan piparostinum út í og
bragbæti hana síðan með krydd-
um og hvítvíni. Einnig er gott að
setja smá rifsberjahlaup til að fá
smá sætubragð en annars er
sósan mikið smekksatriðI og um
að gera að prófa sig áfram.
Humarinn er síðan snögg-
steiktur á mjög heitri pönnu upp
úr smjöri og hvítlauk sem búið
er að rista í öreindir auk stein-
selju. Síðan djúpsteiki ég græn-
metið í Extra Virgin ólífuolíu og
set síðan allt í eldfast mót í þess-
ari röð: Pastað - sósan - humar-
inn - grænmetið. Síðan er gott að
setja leifarnar af hvítlauknum
eftir steikinguna yfir allt og rétt-
urinn er tilbúinn.
MEÐLÆTI:
ferskt salat og snittubrauð
gott hvítvín
Tími: 30 mínútur
Humar er í uppáhaldi
FRIÐRIK ÓMAR Nennir sjaldnast að elda ofan í sig einan, en finnst gaman þegar gesti ber að garði. FRÉTTABLAÐIÐ/ EÓL