Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 16. mars 2006 43 Plokkari og svartfugl Hvernig er stemn- ingin: Þetta er svolít- ið eins og að koma inn á heimili hjá eldra fólki. Það fer til dæmis lítið fyrir stressi heldur er róleg og rómant- ísk stemning í hávegum. Veggirnir eru þaktir myndum og listaverkum. Ferskjulitaðir veggir sóma sér vel við gamaldags gluggatjöld og ein- falda stóla. Borðin eru skreytt með heimatilbúnum kertastjökum og það er eitthvað krúttlegt við þenn- an stað. Ef staðurinn er grandskoð- aður hátt og lágt má reka augun í uppstoppaðan lunda og fleiri fuglategundir, sem er svolítið kóm- ískt á veitingastað sem sérhæfir sig í fiskréttum. Gestalistinn á Þrem- ur frökkum er fjölbreyttur. Þang- að koma margir jakkafataklæddir menn sem tala erlend tungumál innan um íslenska heimsborgara, venjulegt úthverfafólk og fínar frúr í eldri kantinum. Það sem dregur þessa flóru að staðnum er matur- inn, sem bragðast sérlega vel. Matseðillinn: Á boðstólum er aragrúi af spennandi fiskréttum, allt frá plokkfiski upp í humar og skötusel. Réttirnir bragðast flest- allir ógurlega vel enda varla hægt að klúðra matreiðslu á fyrsta flokks sjávarfangi. Á matseðlinum er líka hvalkjöt, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þótt fiskur og hvalur séu í aðalhlutverki er líka boðið upp á léttsteiktan svartfugl með villibráðarsósu, soðnum gul- rótum, salati og sykurbrúnuðum kartöflum. Fyrir þá sem kunna að meta slíkan mat er svartfuglinn góður kostur. Eftirréttaseðillinn er ekki mjög flókinn en þó girnilegur. Réttur dagsins: Boðið er upp á rétti dagsins sem eru misjafnir frá degi til dags. Verð: Þrír frakkar er staður í dýrari kantinum. Svartfuglinn er til dæmis á 3.100 krónur og svipaðir réttir eru á því verði. Plokkfiskurinn er hins vegar á 1.900 krónur. Þýsku vínin Palts hafa vakið mikla athygli í Vínbúðum. Þau þykja einkar góð kaup enda nýbúið að lækka verðið á þeim og kosta þau nú 1.090 kr. Palts Riesling er þýskt riesling- vín eins og þau gerast hvað best. „Þetta Riesling-vín frá Pfalz í Þýskalandi er fulltrúi nýrrar kyn- slóðar af matarvænni og þurrari vínum, sem hafa komið fram á und- anförnum áratug eða svo, og er því ætlað að leiða þýska víngerð úr þeim ógöngum sem hún var (og er) komin í... Þurrt og Alsace-legt hvít- vín sem er gott með meðalþungum fiskréttum og salati en einnig sem fordrykkur,“ segir Þorri Hrings- son í umsögn sinni í Gestgjafan- um. Palts Weissburgunder er mjög gott sem fordrykkur en einnig sem veisluvín og það „gengur“ í flesta. Um vínið segir Þorri: „Þrúgan weissburgunder er líklega þekkt- ari undir nafninu pinot blanc og er ræktuð víða í Frakklandi en þó helst í Alsace þar sem hún er ýmist notuð ein og sér eða í „Edelzwick- er“-blöndur. Þetta vín er upprunn- ið í héraðinu Pfalz og er góður full- trúi hins nýja, þýska víngerðarstíls sem á sér einmitt fyrirmynd í Alsace eða þá í Austurríki þar sem kröfur manna um þurr hvítvín auk- ast en smekkur fyrir hinum hefð- bundnu hálfsætu vínum hefur held- ur dvínað.“ Af þeim þremur hvítvínum sem Palts býður upp á er Rivaner einna mildast og hefur hvað mestan ávöxt. Það er tilvalið í t.d. for- drykki og er öruggt að það „móðg- ar“ engan. Rivaner nefnist þrúgu- kynblendingur sem opinberlega heitir Müller-Thurgau og er frá árinu 1882 en þá voru ræktaðar saman þrúgurnar riesling og sil- vaner. Þorri segir vínið „meðal- bragðmikið og ekki ósvipað til- þrifaminni hvítvínum frá Alsace í stíl. Létt og einfalt með keim af peru, melónu og greipaldini.“ Verð í Vínbúðum 1.090 kr. PALTS: Riesling eins og það gerist hvað best VEITINGASTAÐURINN ÞRÍR FRAKKAR BALDURSGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.