Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 59

Fréttablaðið - 16.03.2006, Page 59
FIMMTUDAGUR 16. mars 2006 43 Plokkari og svartfugl Hvernig er stemn- ingin: Þetta er svolít- ið eins og að koma inn á heimili hjá eldra fólki. Það fer til dæmis lítið fyrir stressi heldur er róleg og rómant- ísk stemning í hávegum. Veggirnir eru þaktir myndum og listaverkum. Ferskjulitaðir veggir sóma sér vel við gamaldags gluggatjöld og ein- falda stóla. Borðin eru skreytt með heimatilbúnum kertastjökum og það er eitthvað krúttlegt við þenn- an stað. Ef staðurinn er grandskoð- aður hátt og lágt má reka augun í uppstoppaðan lunda og fleiri fuglategundir, sem er svolítið kóm- ískt á veitingastað sem sérhæfir sig í fiskréttum. Gestalistinn á Þrem- ur frökkum er fjölbreyttur. Þang- að koma margir jakkafataklæddir menn sem tala erlend tungumál innan um íslenska heimsborgara, venjulegt úthverfafólk og fínar frúr í eldri kantinum. Það sem dregur þessa flóru að staðnum er matur- inn, sem bragðast sérlega vel. Matseðillinn: Á boðstólum er aragrúi af spennandi fiskréttum, allt frá plokkfiski upp í humar og skötusel. Réttirnir bragðast flest- allir ógurlega vel enda varla hægt að klúðra matreiðslu á fyrsta flokks sjávarfangi. Á matseðlinum er líka hvalkjöt, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þótt fiskur og hvalur séu í aðalhlutverki er líka boðið upp á léttsteiktan svartfugl með villibráðarsósu, soðnum gul- rótum, salati og sykurbrúnuðum kartöflum. Fyrir þá sem kunna að meta slíkan mat er svartfuglinn góður kostur. Eftirréttaseðillinn er ekki mjög flókinn en þó girnilegur. Réttur dagsins: Boðið er upp á rétti dagsins sem eru misjafnir frá degi til dags. Verð: Þrír frakkar er staður í dýrari kantinum. Svartfuglinn er til dæmis á 3.100 krónur og svipaðir réttir eru á því verði. Plokkfiskurinn er hins vegar á 1.900 krónur. Þýsku vínin Palts hafa vakið mikla athygli í Vínbúðum. Þau þykja einkar góð kaup enda nýbúið að lækka verðið á þeim og kosta þau nú 1.090 kr. Palts Riesling er þýskt riesling- vín eins og þau gerast hvað best. „Þetta Riesling-vín frá Pfalz í Þýskalandi er fulltrúi nýrrar kyn- slóðar af matarvænni og þurrari vínum, sem hafa komið fram á und- anförnum áratug eða svo, og er því ætlað að leiða þýska víngerð úr þeim ógöngum sem hún var (og er) komin í... Þurrt og Alsace-legt hvít- vín sem er gott með meðalþungum fiskréttum og salati en einnig sem fordrykkur,“ segir Þorri Hrings- son í umsögn sinni í Gestgjafan- um. Palts Weissburgunder er mjög gott sem fordrykkur en einnig sem veisluvín og það „gengur“ í flesta. Um vínið segir Þorri: „Þrúgan weissburgunder er líklega þekkt- ari undir nafninu pinot blanc og er ræktuð víða í Frakklandi en þó helst í Alsace þar sem hún er ýmist notuð ein og sér eða í „Edelzwick- er“-blöndur. Þetta vín er upprunn- ið í héraðinu Pfalz og er góður full- trúi hins nýja, þýska víngerðarstíls sem á sér einmitt fyrirmynd í Alsace eða þá í Austurríki þar sem kröfur manna um þurr hvítvín auk- ast en smekkur fyrir hinum hefð- bundnu hálfsætu vínum hefur held- ur dvínað.“ Af þeim þremur hvítvínum sem Palts býður upp á er Rivaner einna mildast og hefur hvað mestan ávöxt. Það er tilvalið í t.d. for- drykki og er öruggt að það „móðg- ar“ engan. Rivaner nefnist þrúgu- kynblendingur sem opinberlega heitir Müller-Thurgau og er frá árinu 1882 en þá voru ræktaðar saman þrúgurnar riesling og sil- vaner. Þorri segir vínið „meðal- bragðmikið og ekki ósvipað til- þrifaminni hvítvínum frá Alsace í stíl. Létt og einfalt með keim af peru, melónu og greipaldini.“ Verð í Vínbúðum 1.090 kr. PALTS: Riesling eins og það gerist hvað best VEITINGASTAÐURINN ÞRÍR FRAKKAR BALDURSGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.