Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 36
16. mars 2006 FIMMTUDAGUR20
hagur heimilanna
DVD-myndir eru auglýstar
á mjög lágu verði í versl-
anabæklingum en ekki
fylgir með í auglýsingunum
að margar af þessum ódýru
myndum eru án íslensks
texta. Verslanir kaupa
þessar ódýru myndir beint
að utan.
Elko flytur DVD-myndir beint inn
og Óttar Örn Sigurbergsson, inn-
kaupastjóri hjá Elko, segir að þeir
auglýsi ekki sérstaklega þegar
dvd-myndir eru ekki með íslensk-
um texta. Það er ekki heldur tekið
fram þegar dvd-myndirnar eru
keyptar. Kvartanir hafa borist
vegna þessa en flestir gera sér
grein fyrir því ef dvd-myndir eru
einungis með enskum texta að
sögn Óttars. Til að sporna við mis-
skilningi merkir Elko allar DVD-
myndir sem eru með íslenskum
texta en engar sérstakar merking-
ar eru á öðrum DVD-myndum.
BT verslanir flytja einnig DVD-
myndir beint inn. Yfirleitt er tekið
fram í auglýsingum þegar DVD-
myndir eru með íslenskum texta
en ekkert tiltekið ef íslenskan
texta vantar að sögn Gunnars Guð-
jónssonar sem sér um innkaup
á kvikmyndum og afþreying-
arefni hjá BT. Gunnar bend-
ir jafnframt á að allar DVD-
myndir hafi textamerkingu
frá framleiðanda á bakhlið.
Gísli Tryggvason, tals-
maður neytenda, telur það
mikilvægt að neytendur
séu upplýstir um það
þegar ekki er íslenskur
texti á DVD-myndum, að
minnsta kosti þegar um
unga neytendur er að
ræða. Það geta
verið
óskráðar reglur um að neytendur
eigi rétt á þessum upplýsingum
þótt það standi ekki í lögum frá
Alþingi.
Anna Birna Halldórsdóttir, for-
stöðumaður markaðssviðs Neyt-
endastofu, segir málið
ekki hafa verið tekið
fyrir hjá Neyt-
endastofu. Engar
reglur eru til um
hvað skuli taka
fram í auglýsing-
um en hún telur
eðlilegt að það sé
kynnt ef íslenskan
texta vanti á DVD-
myndir þótt það sé
ekki skylda.
sdg@frettabladid.is
Myndir án íslensks texta
Hafin er sala einnota DVD-diska hér á landi og víst að margir fagna því sem orðnir
eru leiðir á vanskilagjöldum á myndbandaleigum. Diskarnir kallast 48DVD sem
merkir að hægt er að horfa á efni á viðkomandi disk í 48 stundir eftir að hann er
spilaður fyrsta sinni. Eftir þann tíma er diskurinn ónýtur
og óhætt að henda honum en hægt er að horfa eins oft
og fólk vill innan þess tíma. Helgast það af sérstakri tækni
sem notuð er í framleiðslu diskanna en fullyrt er að DVD-
spilarar verði ekki fyrir neinum skaða þó að einnota diskar
séu spilaðir. Diskarnir eru seldir í verslunum Olís, 10/11 og
Hagkaupa og kosta kringum 500 krónur stykkið.
■ Verslun og þjónusta
Einnota bíómyndir
Hvernig myndast
hinn indæli ilmur af
nýbökuðu brauði og
hvernig náum við
fram þeirri lyftingu
og léttleika sem ein-
kennir gott brauð?
Grunnhráefni
gerbrauðs eru
hveiti, vatn, salt
og ger. Hvert þessara hráefna gegnir
mikilvægu hlutverki við brauðgerðina.
Um leið og farið er að hnoða hráefn-
unum saman fara ýmis ferli af stað. Til
að byrja með leysir vatnið þurrefnin
upp þannig að hráefnin blandast vel
saman. Hveitið, sem er uppistöðuefni
brauðsins, inniheldur meðal annars
prótín, sterkju og ensím. Prótínin
mynda svokallað glúten þegar mjölinu
er hnoðað saman við vatnið. Glútenið
verður að þéttriðnu neti sem kemur til
með að veiða kolsýruna frá gerinu og
þannig lyftist brauðdeigið við hefun og
bakstur. Við hnoðun dreifast loftbólur
gersins svo að brauðið fær jafna áferð,
verður mjúkt og slétt.
Oft er deigið látið hvílast áður en
það er mótað. Við hvíldina slaknar
á glútennetjunni þannig að deigið
verður meðfærilegra við mótun. Nú
fá ensímin líka tíma til þess að brjóta
sterkjuna niður í sykursameindir og
mynda þannig nauðsynlega næringu
fyrir gerið auk þess að mynda bragð-
og ilmefni brauðsins. Eftir hvíld og
mótun er deigið látið hefast
og taka þá gersveppirnir til
starfa. Gersveppir eru
lifandi frumur sem
breyta sykri í loft-
tegundina kolsýru
og vínanda ef
þeim eru búin
hagstæð lífsskilyrði.
Gerfrumur dafna
best við 35°C. Ef
vökvinn er of heitur
drepast gerfrumurnar
(54°C) og þá verður deigið þungt og
klesst. Of kaldur vökvi eða umhverfi
lamar mátt þeirra svo það tekur lengri
tíma fyrir deigið að lyfta sér.
Salt er mikilvægt í brauðgerð þar
sem það stýrir hraða gerjunar þannig
að kolsýrumyndun gersins verður jafn-
ari. Salt styrkir líka bragð brauðsins en
saltlaust brauð verður klístrað, of hefað
og bragð þess verður vatnskennt.
Gerbrauð eru látin lyfta sér á
volgum stað í ½-1 klukkustund eða þar
til þau hafa tvöfaldað sig að stærð. Að
lokum er komið að bakstrinum. Hitinn
í ofninum veldur því að kolsýran þenst
út þannig að deigið lyftir sér
enn frekar. Þegar hitinn í
brauðinu nær 54°C deyr
gerið og ensímin verða
óvirk. Sterkjan úr
mjölinu hleypur við
baksturinn og lögun
brauðsins festir sig.
Að lokum brúnast
skorpan við það að
sykrur og prótín á yfir-
borði mynda karamellu við
hitann, en þessi brúnun er einmitt einn
af mikilvægustu þáttunum í myndun
lokkandi brauðilms og ljúffengs bragðs
af nýbökuðu brauði.
idunn@myllan.is
Niðurhal á tónlist heldur áfram að vera meðal þess vinsælasta sem margur gerir
á netinu og hér á landi hefur þjónusta tonlist.is náð nokkrum vinsældum. Er það
eina íslenska vefsvæðið sem býður þjónustuna gegn gjaldi en í staðinn fá notendur
aðgang að einhverju mesta safni hér á landi af íslenskri tónlist.
Áskriftarmöguleikar að tonlist.is eru margvíslegir. Hægt er að velja
úr þremur leiðum. Mánaðaráskrift kostar 1.495 krónur. Þriggja
mánaða áskrift kostar 2.990 og ársáskrift 9.900. Með þessum
áskriftum öðlast fólk ótakmarkaðan aðgang að allri íslenskri
tónlist sem vefsvæðið hefur að geyma og geta notendur
spilað og vistað öll lög. Einnig er í boði að kaupa stök lög og
kostar hvert lag þá 99 krónur. Um 30 þúsund íslensk lög eru
í gagnabanka tonlist.is. Erlendis er enn hægt að verða sér úti
um tónlist án gjalds með hinum ýmsu forritum og á hinum
ýmsu vefsvæðum. Slíkt er í flestum, ef ekki öllum, tilfellum
ólöglegt enda fá þá flytjendur eða höfundar þess engar
greiðslur fyrir hugverk sín.
■ Hvað kostar... að sækja sér tónlist
Ýmsir möguleikar
Fullt er orðið á öll auka hjónanámskeið í Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn séra
Þórhalls Heimissonar en námskeið hans um hvernig viðhalda beri ást og virðingu
innan hjónabandsins hafa notið mikilla vinsælda síðustu tíu árin. Hafa alls 7.500
manns sótt námskeiðin á þeim tíma og greinilegt að brýn þörf er á þeim. Er nú svo
komið að fullt er orðið á öll námskeið hans og allir salir kirkjunnar orðnir fullir fram á
sumar. Mun séra Þórhallur að öllum líkindum bjóða áfram upp á námskeiðin næsta
haust og um að gera að fylgjast vel með tilkynningum um slíkt hafi fólk áhuga.
■ Verslun og þjónusta
Fullt á hjónanámskeið
GÍSLI TRYGGVASON
MATUR & NÆRING IÐUNN GEIRSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐINGUR
Gerbrauð - nýbakað og ilmandi
DVD-MYNDIR Í REKKA Ekki
gera allir kaupendur sér
grein fyrir því að íslenskan
texta vanti á dvd-myndir
sem þeir kaupa.
FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLLBERGMANN
VERÐ Á TÓBAKI
> Verðlagning á venjulegum pakka af tóbaki miðað
við verðlag á landinu öllu í nóvember hvers árs.
■ Sólveig Baldurs-
dóttir, sem ritstýrir
Gestgjafanum, segist
kunna fullt af húsráð-
um. Til dæmis sé í lagi
að frysta rjóma.
„Það er í góðu lagi að
frysta rjóma. Ef þeyta
á rjóma sem hefur
verið frystur er best að
gera það meðan ísnálarnar eru ennþá
í honum. 2. Ísmolar í skál bráðna ekki
eins fljótt ef settur er lítill diskur á hvolf
á botninn á skálinni. Þá liggja ísmolarnir
ekki í vatninu og bráðna því mun hægar.
3. Ef maturinn er óvart of saltur er
best að setja nokkrar sneiðar af hráum
kartöflum ofan í pottinn því kartöflurnar
draga í sig saltið.
GÓÐ HÚSRÁÐ
Í GÓÐU LAGI
AÐ FRYSTA RJÓMA
„Mín langbestu kaup voru þegar ég skipti á gítar við
Matta úr Pöpunum fyrir tæpum áratug. Ég lét hann
hafa gamlan og handónýtan Fender gítar en fékk
forláta Ibanez gítar í staðinn sem hefur verið mér til
ómældrar ánægju,“ segir Akureyringurinn Magnús Þór
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags
Eyjafjarðar.
Magnús er liðtækur gítarleikari og grípur í
gítarinn þegar tækifæri gefst til. „Ég dunda
mér við að semja eitt og eitt lag, aðallega
til heimilis- og einkanota. Ég hef fengið
skilningsríkt viðmót frá konunni og öðrum
í fjölskyldunni varðandi lagasmíðina en hef
þó ekki verið hvattur til útgáfu enn
sem komið er.“
Á námsárunum í Reykjavík
var Magnús í hljómsveit
með Guðjóni Bergmann
jógakennara og fleirum.
„Mín glæstasta stund með gítarinn var þó sennilega á
árshátíð líkamsræktarinnar Átaks á Akureyri. Það var
gott „comeback“ fyrir mig og gítarinn.“
Verstu kaup Magnúsar tengjast bílaviðskiptum. „Ég
keypti eitt sinn smábíl af Suzuki gerð og ég held mér
sé óhætt að fullyrða að verri kaup hef ég ekki gert.
Ég keypti bílinn nýjan en um leið og hann var farinn
úr ábyrgð þá bilaði stýrisbúnaðurinn. Bilunin lýsti sér
þannig að í hvert sinn sem þessari litlu tík var gefið
inn þá var eins og hún fengi sjálfstæðan vilja og
beygði til hægri. Þetta var eins og að að aka Dodda
bílnum; maður vissi aldrei hvert ferðinni var heitið.“
Magnús Seldi Dodda bílinn sinn við fyrsta tækifæri
en fláði ekki feitan gölt í þeim viðskiptum. „Ég þurfti
að borga dágóða upphæð með bílnum til að losna
við hann en var því fegnastur þegar þetta kríli
hvarf sjónum mínum. Síðan þá hef ég bara
átt jeppa og ætla aldrei aftur að kaupa svona
ltila tík,“ segir Magnús.
NEYTANDINN: MAGNÚS ÞÓR ÁSGEIRSSON
Á hægrisinnuðum Dodda bíl
37
7
K
R
.
50
7
K
R
.
57
1
K
R
.
27
2
K
R
.
1996 2000 2003 2005
Heimild: Hagstofa Íslands
Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma
567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar
MARKISUR
www.markisur.com
VILTU SKJÓL Á
VERÖNDINA?