Fréttablaðið - 16.03.2006, Blaðsíða 53
GRAND ROKK
Öðruvísi laugardagskvöld:
GYÐINGAMÚSÍK
INGE MANDOS - FRIEDLAND
ZIMT og KOL ISHA
flytja sönglög, dansa og sálma
á jiddísku og ladínó
DJAMMIÐ UM HELGINA:
Allt um djammið
PRAVDA
Fimmtudagskvöld:
VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI.
MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ.
TAKTU ÞÁTT!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR TVO,
DVD MYNDIR, VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI
OG MARGT FLEIRA!
11. HVER
VINNUR!
FRUMSÝND 17. MARS
SÍÐUSTU
SÝNINGAR
Á HIMNARÍKI
Lau. 25. mars. kl. 20
Fös. 31. mars. kl. 20
Síðasta sýning.
VIÐTALIÐ
eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur
fös. 17. mars kl. 20
sun. 19. mars kl. 20
fös. 24. mars kl. 20
sun. 26. mars kl. 20
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MARS
13 14 15 16 17 18 19
Fimmtudagur
■ ■ TÓNLEIKAR
19.30 Tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands með píanó-
leikaranum Stephen Hough undir
stjórn Davids Charles Abell.
20.00 Guðrún Gunnarsdóttir
og Friðrik Ómar halda tónleika í
Salnum. Vinsæl dægurlög í útsetn-
ingum Ólafs Gauks, m.a. lög Ellýjar
og Vilhjálms Vilhjálms. Miðaverð
2.500 kr.
20.00 Hljómsveitirnar Morð-
ingjarnir, Múgsefjun, Mania Locus
og Skítur spila á Fimmtudagsforleik
í kjallara Hins Hússins. Allir vel-
komnir.
20.30 Inge Mandos-Friedland,
Zimt og Kol-isha flytja dagskrá með
söngvum og hljóðfæramúsík gyðinga
í Skálholtskirkju.
21.30 María Magnúsdóttir
söngkona heldur tónleika á Café
Rósenberg í góðum félagsskap
ásamt hljómsveit. Djass, blús og sál-
artónlist. Aðgangseyrir 1000 kr.
■ ■ FYRIRLESTRAR
16.00 Dr. Theodor Paleologu,
verðandi sendiherra Rúmeníu á
Íslandi, heldur fyrirlestur um “stjórn-
málaguðfræði” (political theology.)
Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðarsal í
aðalbyggingu Háskóla Íslands og
er öllum opinn.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Í haust verður boðið upp á fjöl-
breyttara tónsmíðanám í Listahá-
skóla Íslands en þekkst hefur hér-
lendis. Þá verður hægt að stunda
90 eininga nám til B.A. gráðu á
vegum skólans en þessi stefnu-
breyting er liður í endurskipulagn-
ingu innan tónlistardeildarinnar.
Kjartan Ólafsson, tónskáld og próf-
essor við Listaháskólann, segir að
það séu spennandi tímar framund-
an. „Námið mun endurspegla þátt-
töku tónlistarinnar bæði í menn-
ingarlífinu og atvinnulífinu
almennt og þau ólíku verksvið sem
tónskáld starfa á,“ segir Kjartan
og bendir á að vísir hafi verið að
þessum áherslum innan deildar-
innar en nú sé sá tímapunktur þar
sem námið sé skilgreint að nýju.
Nemendur sem hefja nám í
haust munu geta sérhæft sig í tón-
smíðum með áherslu á ákveðnar
brautir, s.s. nýmiðlun, kvikmynda-
tónlist, tónlist fyrir leikhús eða
listdanssýningar, eða almennar
tónsmíðar. Enn fremur verður í
fyrsta sinn boðið upp á nám í upp-
tökustjórn á vegum skólans þar
sem nemendur kynnast tækni og
innviðum upptökuvera og fá verk-
þjálfun bæði sem útsetjarar og
upptökustjórar. „Nemendurnir
munu einnig taka virkan þátt í tón-
listarlífinu innan skólans,“ áréttar
Kjartan. Listaháskólinn hefur
tækjavæðst mjög hratt allt frá
stofnun og bendir Kjartan á að þar
sé komin upp góð aðstaða fyrir
nemendur í upptökustjórn, m.a.
fullkomið „surround“ hljóðupp-
tökuver.
„Þessi breyting er möguleg
vegna þess það er mikil samvinna
milli deilda í Listaháskólanum,“
segir Kjartan en áherslan í tón-
listardeildinni er á sérhæft ein-
staklingsmiðað nám. „Nemendur
geta breikkað menntun sína með
því að taka áfanga innan annarra
deilda en námið nú hefur snerti-
fleti við allar hinar deildirnar,“
útskýrir hann en þannig geta
nemendur í tónsmíðum samið
eða unnið tónlist og hannað hljóð
t.d. fyrir kvikmyndir, leik- eða
dansverk sem aðrir nemendur
skólans taka þátt í.
Með tilkomu Listaháskólans
og tónlistardeildarinnar sem
stofnuð var árið 2001 var farið að
kenna tónsmíðar á háskólastigi
hérlendis en áður höfðu tónsmíð-
ar verið kenndar í Tónlistarskóla
Reykjavíkur, að undirlagi Jóns
Nordal, allt frá árinu 1981. „Með
tilkomu tónlistardeildarinnar
var tónsmíðanámið lögfest og þá
varð það hluti af háskólaum-
hverfinu,“ segir Kjartan. Nú
stunda á annan tug nemenda tón-
smíðanám í Listaháskólanum og
munu nokkrir útskrifast í vor.
„Þetta er mjög sérhæft nám á
breiðum grunni,“ segir Kjartan
og bætir við að það sé misjafnt
hversu margir útskrifast ár
hvert en fjöldi þeirra eykst þó
með ári hverju.
Umsóknarfrestur fyrir tón-
smíðanámið í haust rennur út nú
um helgina, nánari upplýsingar
má finna á heimasíðu Listahá-
skólans, www.lhi.is.
Fjölbreyttara nám
FIMMTUDAGUR 16. mars 2006
KJARTAN ÓLAFSSON Tónskáld og prófessor við Listaháskólann segir að það séu spennandi tímar
framundan. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL