Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 6
6 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR ÍRAN, AP Minnst 66 manns fórust og yfir 1.200 slösuðust í þremur sterkum jarðskjálftum og nokkrum eftirskjálftum í vestur- hluta Írans aðfaranótt föstudags. Að sögn yfirmanns björgunar- starfsins urðu fleiri en 200 þorp fyrir alvarlegum skemmdum, og sum þeirra voru rústir einar eftir skjálftana, sem mældust á bilinu 4,7 til 6,0 á Richter. Flestir hinna slösuðu lágu sof- andi í rúmum sínum þegar skjálfta- hrinan hófst, samkvæmt írönskum sjónvarpsstöðvum, en eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir óku lög- reglumenn um götur borganna Boroujerd og Doroud og vöruðu fólk með aðstoð hátalara við frek- ari jarðskjálftum, og er talið að sú aðgerð hafi bjargað mörgu manns- lífi. Fólk flúði skelfingu lostið út úr húsum sínum, og höfðust margir við undir berum himni í nótt. Tólf eftirskjálftar riðu yfir í kjölfar skjálftanna þriggja, að sögn jarðeðlisfræðistofnunar háskólans í Teheran. Íran er staðsett á miklu jarðhræringasvæði, og er að með- altali um einn minni háttar jarð- skjálfti þar í landi á degi hverjum. Í febrúar í fyrra týndu 612 manns lífi í jarðskjálfta í landinu og í desember 2003 fórust 26.000 manns í jarðskjálfta við borgina Bam. - smk Þrír mannskæðir skjálftar í Vestur-Íran: Jarðskjálftar leggja þorp í rúst SORG Tugir manna fórust og hundruðir slösuðust í snörpum jarðskjálftum sem skóku vesturhluta Írans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Landssamband lögreglu- manna fagnar niðurstöðu í tveim- ur nýföllnum dómum er snerta ofbeldi gagnvart lögreglumönn- um. Annars vegar er um að ræða þyngdan dóm yfir brotamanni sem hafði í hótunum við lögreglu- mann og hins vegar sakfellingu í máli manns sem hrækti á lög- reglumann við skyldustörf. Telur landssambandið þetta vera fyrsta skrefið til þyngingar refsinga fyrir slík brot en mikið vanti upp á að refsingar vegna brota gegn lögreglumönnum í starfi séu nægjanlega harðar. - aöe Ofbeldi gagnvart lögreglu: Hertir dómar fagnaðarefni ALÞINGI Formanni Blaðamannafé- lags Íslands, Örnu Schram, líst illa á frumvarp dómsmálaráðherra um að banna mynda- tökur í dómshús- um landsins. Arna segir á vef Blaðamanna- félags Íslands að enn sé verið að takmarka það svigrúm sem blaðamenn hafi til að sinna störf- um sínum. Hún gagnrýnir líka að samkvæmt frum- varpinu verða hæstaréttardómar ekki birtir samdægurs heldur sól- arhring eftir uppkvaðningu. Breyt- ingarnar eru í frumvarpinu sagðar vera til þess að jafna á milli málsað- ila en myndatökurnar valdi hinum ákærðu óþægindum. Formaður Blaðamannafélagsins: Hindrun í starfi blaðamanna ARNA SCHRAM KJÖRKASSINN Á að leyfa spilavíti hér á landi? Já 35% Nei 65% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að heiman um páskana? Segðu þína skoðun á Vísir.is Sinubruni við Höfn Eldur logaði í sinu við Höfn í Hornafirði í gærmorg- un. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Lögreglan á Höfn segir að allt bendi til að kviknað hafi í út frá logandi sígarettu. Vegna mikilla þurrka víða um land er talsverð hætta á sinueldum. SINUELDUR Varð að borga Kaupandi sem hélt eftir lokagreiðslu vegna kaupa á eign í Reykjavík var dæmdur til greiðslu fyrir héraðsdómi. Var ekki talið að gallar sem hann taldi vera á eigninni væru alvarleg- ir og því bæri honum að ljúka greiðslum að fullu. DÓMSMÁL BRETLAND Breska dagblaðið Daily Telegraph fullyrðir í gær að Tony Blair forsætisráðherra muni til- kynna um afsögn sína fyrir árslok. Blaðið segist hafa þetta eftir heim- ildum úr innsta hring aðstoðar- manna forsætisráðherrans. Engar staðfestingar hafa þó fengist á þessu opinberlega, hvorki frá Blair sjálfum né öðrum ráða- mönnum í bresku stjórninni eða Verkamannaflokknum. John Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra, hefur hins vegar tekið að sér að semja um málamiðlun milli Blairs og þingmanna Verkamanna- flokksins, sem margir hverjir telja betra fyrir bæði flokkinn og stjórn- ina að forsætisráðherrann segi sem fyrst af sér. Í síðustu kosningum lét Blair þau orð falla að þetta yrði hans síð- asta kjörtímabil. Þar með varð ljóst að hann myndi ekki bjóða sig fram í næstu kosningum, en þær verða haldnar ekki síðar en í júníbyrjun árið 2010. Um síðustu helgi sagði Blair að hugsanlega hefðu það verið mistök að gefa þessa yfirlýsingu. „Fólk var alltaf að spyrja mig, svo ég ákvað að svara. Kannski voru það mistök.“ Þessi yfirlýsing hefur engan veginn slegið á vangaveltur um það hvenær hann hætti. Þvert á móti hefur yfir- lýsingin kynt undir þeim vangavelt- um, ef eitthvað er. Á síðustu dögum hafa síðan umræður um afsögn forsætisráð- herrans fengið byr undir báða vængi í tengslum við fréttir af lán- veitingum nokkurra auðjöfra til Verkamannaflokksins. Tony Blair útvegaði í kjölfarið fjórum þessara auðjöfra aðalstign, en henni fylgir meðal annars sæti í lávarðadeild breska þingsins. Breska lögreglan hefur hafið rannsókn á þessum lán- veitingum og útilokar ekki að um lögbrot hafi verið að ræða komi í ljós að flokkurinn hafi hreinlega selt auðjöfrunum þingsæti. Lög- reglan hyggst meðal annars yfir- heyra Tony Blair í tengslum við rannsóknina. Rannsóknin verður látin ná til allra stjórnmálaflokka á Bretlandi. Íhaldsflokkurinn birti í gær lista yfir stærstu lánveitendur flokksins, en Verkamannaflokkurinn hafði birt slíkan lista eftir að lánin kom- ust í hámæli. gudsteinn@frettabladid.is TONY BLAIR Forsætisráðherra Bretlands hefur verið á ferðalögum í fjarlægum heimshluta meðan gustar um hann heima fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Blair segir líklega af sér fyrir lok ársins Breskt dagblað hefur eftir samstarfsmönnum Tonys Blair að hann ætli að til- kynna um afsögn sína í lok ársins. Breski Íhaldsflokkurinn birti í gær lista yfir stærstu lánveitendur flokksins. HIV-tilfellum fækkar Þriðjungi færri HIV-smit hafa greinst á Indlandi á undanförnum árum, samkvæmt niður- stöðum könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet á fimmtudag. Helst ber að þakka aukinni áherslu á forvarnir og meiri notkun getnaðarvarna en áður. Talið er að yfir fimm milljónir manna séu smitaðar af veirunni þar í landi. INDLAND ÍRAK, AP Bandarísku blaðakonunni Jill Carroll var sleppt heilli á húfi úr haldi mannræningja á fimmtu- dag. Carroll var rænt á götu í Bagdad fyrir þremur mánuðum og túlkur hennar var myrtur. Mann- ræningjarnir kröfðust þess að allir kvenfangar í Írak yrðu leystir úr haldi fyrir 26. febrúar, ella yrði Carroll tekin af lífi. Bandaríkjastjórn varð ekki við kröfu mannræningjanna, og var því mjög óttast um líf Carroll en ekkert hafði af henni spurst síðan 9. febrúar. Hvorki er vitað hverjir mann- ræningjarnir voru né heldur er vitað til þess að lausnargjald hafi verið greitt. Enginn hefur verið handtekinn vegna ránsins. Í stuttu viðtali við sjónvarpsstöð í Bagdad sagðist Carroll hafa feng- ið góða meðhöndlun. „Mér var hald- ið á mjög góðum, litlum öruggum stað, í öruggu herbergi (með) ágæt- um húsgögnum,“ sagði Carroll. Hún sagði mannræningjana aldrei hafa beitt sig ofbeldi, og sagðist hafa fengið nægan mat, fatnað og hafa verið leyft að fara í sturtu. Jafnframt fékk hún að lesa blöðin. Að sögn sendiherra Bandaríkjanna í Bagdad var Carroll við góða heilsu og í hinu besta skapi, og fær hún að fara heim eins fljótt og auðið er. Í gær var talið að hún væri enn í umsjá írakskra yfirvalda. - smk Mannræningjar leysa bandaríska blaðakonu úr prísund: Segist hafa hlotið góða meðferð UPPLÝSINGATÆKNI Undir lok maí ætlar fyrirtækið NetAFX að bjóða farsíma sem ekki byggja á GSM kerfi heldur WiFi-þráðlausri internetteng- ingu. Jón Elíasson, framkvæmda- stjóri NetAFX, segir þetta bylt- ingu í símamál- um sem fyrir- séð sé að stóru símafyrirtækin verði að bregðast við með stórlækkuðu verði. Símtöl með nýju tækninni byggja á svo- kallaðri netsímatækni, þar sem símtölin fara alfarið um internet- ið. Jón og Graham Lynas, forstjóri NetAFX Worldwide, kynntu sím- ann á föstudag og leyfðu fjölmiðl- um að prófa gripinn. Þeir segjast ætla að netvæða landið þannig að netsíminn virki hvarvetna og telja að það muni kosta innan við millj- arð króna. - óká Netsími að komast í gagnið: Boða byltingu með vorinu JÓN ELÍASSON JILL CARROLL Plakat með mynd af blaðakonunni fjarlægt af ráðhúsi Rómar eftir að fréttir bárust um að hún hefði verið látin laus. Þar hanga myndir af fréttafólki í höndum mann- ræningja í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PARÍS, AP Jacques Chirac Frakk- landsforseti sagði í sjónvarps- ávarpi í gærkvöld að hann hygðist staðfesta lög þau sem hálfgert stríðsástand hefur staðið um í frönsku samfélagi undanfarnar vikur. Hann boðaði vissar umbæt- ur á þeim sem koma ættu til móts við kröfur mótmælenda. Chirac sagðist leggja til að tveggja ára reynslutími ungra launþega yrði styttur í eitt ár úr tveimur og vinnuveitendur yrðu að gefa upp ástæðu fyrir brott- rekstri. Að óbreyttu átti vinnu- veitendum að vera frjálst að reka fólk undir 26 ára aldri á reynslu- tímanum, án þess að gefa upp ástæðu. - aa Chirac um umdeild lög: Staðfestir lögin lítið breytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.