Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 24
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR24 stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, Hnefarnir í borðið Lítil eining er í stjórnarflokkunum um frumvarpsorm Valgerðar Sverr- isdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu Byggðastofnunar, Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins og Iðntæknistofnunar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hélt fund í gær og afgreiddi málið þótt eining væri ekki innan hans. Sannast sagna logar þar allt í ágreiningi. Sjónarmiðin eru mismunandi. Sumir telja að með sameiningu áðurgreindra stofnana kafni byggðasjónarmið- in eða víki fyrir ríkjandi atvinnuþróunarsjónarmiðum, sem hafa út af fyrir sig ekkert með byggðamál ein að gera. Aðrir gera athugasemdir við að staðsetning starfseminnar sjálfrar skuli ævinlega verða að bitbeini milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðinsins. Forsvarsmenn áðurgreindra stofnana hafa til að mynda látið í ljós sjónarmið í þessa veru. Því má sameinuð stofnun ekki vera í Reykjavík? Af hverju á Sauðárkróki? Er ekki mest um vert að afurðir starf- seminnar verði nýtanlegar til þess að efla byggð í landinu? Skapa ný atvinnutækifæri með nýsköpun og þróun af ýmsum toga. Þetta og fleira stendur í sjálfstæðismönnum. Menn hafa svo sem afgreitt málið í þingflokki Framsóknarflokksins. Sumir voru þó þegjandalegir við afgreiðsluna en hugsuðu sitt. Hverjir styðja málið? Mergur málsins er sá að lengi hafði verið unnið að því að sameina undir einum hatti starfsemi Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofn- unar byggingariðnaðarins. Þeirri ráðstöfun voru sjálfstæðismenn mjög hlynntir enda blasti við einkavæðing þessara stofnana. Byggingarrannsóknir og iðnþróun yrði fengin einkafyrirtækjum í hendur með þjónustusamningum. Þessu stakk Valgerður undir stól í fyrra segja heimildir úr bakherbergjum, sjálfstæðis- mönnum til mikils ama og armæðu. Nú er sem sagt ætlun Valgerðar að steypa þessum verkefnum saman við byggðamálin og er það skilningur ýmissa sjálfstæðis- manna að í rauninni sé með þeirri ráðstöfun verið að þurrka út Byggðastofnun og byggðamál yfirleitt. Menn geta svo spurt sig hvort frumvarp Valgerðar verði að lögum fyrir vorið með stuðningi allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Já og hvað með Guðna Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson, svo áfram sé haldið? Galli íslenskra stjórnmála og íslenskar embættisfærslu endur- speglast að mörgu leyti í aðferð- um við embættisveitingar og starfrækslu stjórnkerfisins. Kunn- ingjaþjóðfélagið og klíkuskap- urinn angar um allt á sama tíma og stjórnarherrarnir setja háleitar reglur um gangverk samfélagsins sem tryggja eiga skynsamlega, skilvirka og réttláta stjórnsýslu gagnvart borgurunum. Þetta er ekkert sérstaklega bund- ið við Ísland en hér eiga menn í meiri vandræðum með að starfrækja fullþroskað regluveldi vegna klíkueinkenn- ana. Hentistefna heillar og Ráðherra fer eftir reglu þegar það hentar en smokrar sér hjá henni í næsta leik. Þórólfur Þórlindsson prófessor sagði eitt sinn opinber- lega að ef sömu aðferðir yrðu notaðar við að ráða í störf við kennslu og rannsóknir í háskólum og notaðar voru hjá RÚV í fréttastjóramálinu, væru þeir að neita sér um hæf- asta fólkið og yrðu undirmálsskólar á skömmum tíma. Það eru nefnilega til hlutlægir mælikvarðar á mennt- un, reynslu og hæfni fólks, sem einkum hafa verið þró- aðir í Bandaríkjunum. Einkamarkaðurinn nýtir sér þessa kvarða í ríkum mæli þótt forstjórar geti vitanlega látið önnur sjónarmið ráða. Með því að breyta ríkisstofnunum í hlutafélög er ríkis- stjórnin í raun að taka upp starfshætti einkarekstrar sem fyrirmynd. Þetta er í samræmi við hneigð sem vart verður víða um lönd. Stefnumótun í stjórnmálum og útfærsla stefnumála eru skilin að. Stjórnunarhættir einkafyrirtækja eru teknir upp og einkavæðing heldur áfram. Vald er framselt til einkaaðila í nafni valddreifingar. Fjöldi stjórnarfrumvarpa af þessum toga á Alþingi end- urspeglar þessa þróun. Hafi íslenskir ráðherrar um ára- tugaskeið neitað sér um að nota hlutlæga mælikvarða við mat á hæfni umsækjenda um háar stöður í stjórnkerfinu, en treyst á tilfinninguna, flokkstengslin, kunningskapinn og ættarvenslin þess í stað, gæti þessi þróun orðið til góðs þótt undarlega megi virðast. En lýðræðinu yrði enn einu sinni hætta búin. VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON Til hvers eru reglur? Vandalaust er að spá því að umræður um Ríkisútvarpið verði langvinnar á Alþingi á næstunni en nú eru aðeins fjórtán vinnudagar eftir til þingfunda. Að óbreyttu verður hlutafélag um Rík- isútvarpið gjaldþrota nema gerðar verði sérstakar ráð- stafanir af hálfu ríkisvalds- ins. Skuld þess við Sinfón- íuhljómsveitina nemur um 650 milljónum króna svo nokkuð sé nefnt. Formleg tengsl hafa verið frá upp- hafi milli Ríkisútvarpsins og Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Í mestu þrengingum hafa stjórnendur RÚV borið sig illa undan milljóna skuldbindingum gagnvart hljóm- sveitinni, en árleg framlög frá RÚV nema tugum milljóna króna. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, segir að fram til ársins 1997 hafi greiðslurnar borist frá RÚV í gegnum Menningarsjóð útvarps- stöðva. „Það hefur gjarnan verið haft á orði að fjárskuldbindingar við Sinfónuhljómsveitina hafi gengið nærri fjárhag RÚV. Sann- leikurinn er sá að hljómsveitin hefur ekki fengið grænan eyri frá RÚV frá árinu 1997 þegar lögum var breytt og Menningarsjóður var lagður niður. Eftir það áttu greiðslurnar að koma beint frá RÚV en við höfum ekki séð krónu,“ segir Þröstur. Skuld Ríkisútvarpsins við Sin- fóníuhljómsveitina áætlar Þröstur að nemi nú um 650 milljónum króna en árleg greiðsla hefði átt að vera á bilinu 70 til 100 milljónir króna frá árinu 1997. „Á móti þessu hefur Sinfóníuhljómsveitin safnað jafn hárri skuld hjá Ríkis- sjóði á þessum árum. Við höfum gert kröfu um að þetta verði gert upp áður en klippt verður á nafla- strenginn milli Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar. Verði ekki búið að ganga frá þessu áður en blekið er þornað á nýjum lögum um Ríkisútvarpið neyðumst við til þess að setja lögfræðing í málið til að sækja rétt okkar fyrir dómstól- um,“ segir Þröstur Ólafsson. Nefskattur gallaður Frumvarpið um Ríkisútvarpið var skyndilega tekið út úr mennta- málanefnd í vikunni og fer það því næst til annarrar umræðu af þrem- ur í þinginu. Margir hafa komið fyrir nefndina og sagt álit sitt á frumvarpinu. Aðrir hafa skilað álitsgerðum. Meðal þeirra er Ind- riði H. Þorláksson ríkisskattstjóri sem beðinn var um álit á upptöku nefskatts sem skila á Ríkisútvarp- inu um það bil jafn miklum tekjum og afnotagjöldin gera nú. Augljóst er að ríkisskattstjóri og Sigurjón Högnason, sem einnig skrifar undir álitið, eru lítið hrifnir af fyrirhuguðum nefskatti. „Frá skattalegu sjónarmiði hefur nef- skattur á einstaklinga fáa kosti en marga galla... einfaldara væri að lækka persónuafslátt manna sem nemur gjaldfjárhæðinni og lög- binda framlag til Ríkisútvarpsins sem nemur hinni sömu fjárhæð á mann. Skattaleg áhrif yrðu mikið til hin sömu, gallarnir færri og framkvæmdin einfaldari.“ Ríkisskattstjóri bendir einnig á að nefskatturinn verði einnig lagð- ur á lögaðila eða fyrirtæki. Bent er að lögaðilar eða fyrirtæki séu alls um 26 þúsund en af þeim greiði aðeins um helmingur tekju- skatt eða önnur gjöld til ríkissjóðs. „Nýir skattgreiðendur úr röðum lögaðila yrðu því um 13 þúsund. Þá er vert að hafa í huga að ætla má að verulegur hluti hinna nýju skattgreiðenda yrði félög sem ekki eru starfandi og hafa því engar tekjur til þess að greiða gjaldið af.“ Fyrirfram vita menn að ekki verður hægt að innheimta nef- skattinn af þúsundum lögaðila. „Vangreidd útvarpsgjöld muni því safnast upp með dráttarvöxtum þar til gerð verði krafa um gjald- þrot og félaginu slitið í lok þess með ærnum tilkosntnaði.“ Ríkis- skattstjóri efast um hagkvæmni þessa alls en segir þó að þetta gæti knúið á um að óvirk félög yrðu afskráð. Ríkisskattstjóri lýkur orðum sínum með þessum hætti: „Með vísan til framangreinds verður ekki hjá því komist að draga í efa að sú tillaga frumvarpsins að afla Ríkisútvarpnu tekna með álagn- ingu nefskatts sé heppileg.“ johannh@frettabladid.is Ögurstund RÚV RÍKISÚTVARPIÐ Ríkisskattstjóri efast um að álagning nefskatts sé heppileg lausn í stað afnotagjaldanna sem skilað hafa Ríkisútvarpinu um 2,5 milljörðum króna. Úr bakherberginu... „Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að menn beri djúpa virðingu fyrir eigin skoðunum. Einbeittur vilji til að skipta ekki um skoðun, hvernig sem tilveran breytist, hefur verið álitin aðall hins sanna manns. Jón Ormur Halldórsson um skoðanafestu í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.