Fréttablaðið - 01.04.2006, Síða 57

Fréttablaðið - 01.04.2006, Síða 57
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? APRÍL 29 30 31 1 2 3 4 Laugardagur ■ ■ LEIKIR  13.30 Haukar og Keflavík mætast í fyrsta leik sínum um meistaratitil- inn í körfubolta í kvenna.  14.00 ÍR og FH mætast í DHL-deild karla í handbolta í Austurbergi.  14.00 HK og Haukar mætast í DHL-deild karla í handbolta.  14.15 Stjarnan og Valur mætast í DHL-deild karla í handbolta í Ásgarði.  16.15 Stjarnan og Valur mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  16.15 HK og ÍBV mætast í DHL- deild kvenna í handbolta í Ásgarði.  16.15 Fram og FH mætast í DHL- deild kvenna í handbolta.  16.15 Haukar og KA/Þór mætast í DHL-deild kvenna í handbolta.  16.15 Grótta og Víkingur mætast í DHL-deild kvenna í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúla-1 á Rúv. Tímataka næturinnar frá Ástralíu endursýnd.  11.40 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Birmingham og Chelsea.  15.45 Golf á Sýn.  12.40 ÓL í Tórínó á Rúv.  13.05 Meistaradeildin í hand- bolta á Sýn. Bein útsending frá leik Flensborg og Ciudad Real.  14.10 Handbolti á Rúv. Bein útsending frá leik HK og Hauka í Íslandsmóti karla.  13.55 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik Newcastle og Tottenham. Leikir Arsenal og Aston Villa, Everton og Sunderland, Fulham og Birmingham, Bolton og Man Utd sýndir á hliðarrás- um.  16.05 Handbolti á Rúv. Bein útsending frá leik HK og ÍBV í loka- umferð Íslandsmóts kvenna.  16.15 Enska knattspyrnan á Enska boltanum. Bein útsending frá leik WBA og Liverpool.  19.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá stórleik Real Madrid og Barcelona á Santiago Bernabeau.  03.30 Formúla-1 á Rúv. Bein útsending keppninni í Ástralíu. HANDBOLTI Lokaumferð Íslands- móts kvenna í handbolta fer fram í dag en Eyjastúlkur hafa titilinn í höndum sér. Þær leika gegn HK í Digranesinu í dag klukkan 16.15 og geta með sigri tryggt sér titil- inn. ÍBV er í efsta sæti deildarinnar með 29 stig en Haukar, sem mæta botnliði KA/Þórs í dag eru í öðru sæti með 28 stig ásamt Val sem mætir Stjörnustúlkum á útivelli. Haukar og Valur gætu því stolið sigrinum ef ÍBV tapar en HK er í sjötta sæti deildarinnar með þrettán stig. Spennan verður því gríðarleg í dag og ljóst er að örlagavaldurinn er lið HK sem getur gert vonir ÍBV um Íslands- meistaratitilinn að engu nái það toppleik gegn Eyjastúlkum. - hþh Íslandsmót kvenna í dag: Titillinn er í augsýn hjá ÍBV ALFREÐ FINNSSON Getur stýrt liði sínu til Íslandsmeistaratitilsins í dag, en til þess þarf liðið að vinna HK. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LAUGARDAGUR 1. apríl 2006 57 HANDBOLTI Spennan í DHL-deild karla jókst til mikilla muna í gær- kvöldi þegar topplið Fram tapaði mikilvægu stigi gegn Þór á Akur- eyri er liðin skildu jöfn, 28-28. Fram er því með 37 stig eftir 23 leiki en Haukar hafa 35 stig en hafa aðeins leikið 22 leiki. Fram hafði eins stigs forskot á Íslands- meistarana sem nú geta komist aftur inn í mótið með sigri á HK í Digranesi í dag. Leikurinn var annars spenn- andi allan tímann og hart tekist á eins og venjulega hjá þessum liðum og menn eflaust minnugir þess þegar sauð upp í þessari sömu viðureign fyrir ári. Engin slík leiðindauppákoma átti sér stað að þessu sinni. Fram á eftir að mæta ÍR, HK og Víkingi/Fjölni og má tæplega misstíga sig ef liðið ætlar sér tit- ilinn. Haukar mæta HK í dag en síðustu þrjár viðureignir þeirra eru gegn Víkingi/Fjölni, Aftureld- ingu og erkifjendurnir í FH bíða í Kaplakrika í lokaumferðinni og gætu svo sannarlega orðið örlagavaldarnir í þessari miklu baráttu sem er á milli Fram og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Framarar að hiksta á lokasprettinum í DHL-deildinni? Töpuðu mikilvægu stigi gegn Þór á Akureyri GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Hefur stýrt Fram-liðinu af einstökum myndarskap í vetur og er nálægt því að landa Íslandsmeistaratitli á sínu fyrsta ári eftir að hann sneri aftur í Safamýrina.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.