Fréttablaðið - 01.04.2006, Page 21

Fréttablaðið - 01.04.2006, Page 21
Nýjar rannsóknir á sýnum úr gæludýramat og skyndibitafæði hafa leitt í ljós að minna er af salti og fitu í gælu- dýramat.“ Þetta hefur mig lengi grunað. Ég hef meira að segja reynt að gefa köttunum mínum, þeim Aladín og Alí Baba, ham- borgara. En þeir litu ekki við honum. Og þaðan af síður vilja þeir franskar kartöflur. Jafnvel ekki með kokteilsósu. En það er fleira í fréttum: „Meirihluti Reykvíkinga, tæp 57 prósent, segist fylgjandi því að teknir verði upp skólabúningar í grunnskólum Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Rúm 43 prósent segjast hug- myndinni andsnúin.“ Það eru fleiri stéttir en lög- reglufólk, slökkviliðar og strætó- bílstjórar sem ganga í einkennis- búningum. Alþingismenn eru til dæmis allir eins klæddir nema hvað fram- sóknarmenn mæta með grænt bindi í sjónvarpsþætti. Hvernig væri að stíga skrefið til fulls og fela hverjum stjórn- málaflokki eða stéttarfélagi að hanna einkennisföt á meðlimi sína. Þá gætu allir spókað sig á einkenn- isbúningum, ekki bara skólabörn- in og löggan, heldur væru líka kennarar, foreldrar, afar og ömmur í sínum einkennis- búningum og gengju á undan með góðu for- dæmi. ■ FIMMTUDAGUR, 30. MARS Skýring á langlífi kvenna Íslenskir karlmenn geta vænst þess að verða 78,9 ára. Ég veit ekki hver hefur reiknað þetta út, en þetta er sem sagt niðurstaðan. Kvenfólkið lifir lengur, eða 82,8 ár. Það hlýtur að vera vegna þess að náttúran hefur gert ráð fyrir því að konur séu á lægri launum en karlar og þurfti því að lifa leng- ur til að ná svipuðum ævitekjum. Svona er haganlega fyrir öllu séð. Fj�lskyldu og dyrahatid 31.3.2006 13:01 Page 2 LAUGARDAGUR 1. apríl 2006 21

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.