Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 10
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR FÉLAGSBÚSTAÐIR Húsgögnum og persónulegum munum ein- stæðrar móður, Dagmar Dibe Diðriksen, sem býr ásamt dóttur sinni í félagslegri íbúð á Meist- aravöllum 27 í Reykjavík, var hent af starfsmönnum Félagsbú- staða. Farið var með sex stóla, borð, tvíbreitt rúm og trékistil sem í voru persónulegir munir, á flokkunarstöð Sorpu. Fyrir skömmu var svo þvotta- vél, þurrkari og vinda sem Dag- mar átti, fjarlægð úr þvottahús- inu. Dagmar hafði kvöldið áður flutt munina og kistil með myndum af dóttur sinni niður í geymslu, úr íbúð sinni sem er á þriðju hæð hússins. Daginn eftir lá hún veik heima og komst því ekki til að færa húsgögnin, en þau voru geymd í hjólageymslunni sem til- heyrir sameign íbúa í húsinu. Öll húsgögnin voru tekin og farið með þau í Sorpu þar sem þau voru eyðilögð samdægurs. Það sama átti við um trékistil sem í voru persónulegir munir, meðal annars myndir af dóttur hennar sem Dagmar þótti afar vænt um. Matthías Þorkelsson, sem sá um að fjarlægja húsgögnin úr sameigninni, segir það vera reglu hjá Félagsbústöðum að hreinsa reglulega alla lausamuni út úr sameigninni. „Það er óheppilegt að þetta hafi gerst. Það er tekið skýrt fram með merkingum í hús- inu að munir sem skildir eru eftir í geymslum sameignarinnar eða á göngum, verði fjarlægðir og þeim hent. Stundum er það svo að íbúar fara með muni niður í geymslu til þess að láta henda þeim.“ Dagmar varð fyrir miklu tjóni þegar húsgögn hennar voru tekin úr húsinu og þau eyðilögð. Hún er illa stödd fjárhagslega og er ekki tryggð fyrir tjóni af þessu tagi. „Ég satt best að segja veit ekki hvað ég á að gera. Þetta voru hús- gögnin mín. Að auki var kistill með myndbandi af dóttur minni nýfæddri auk fleiri persónulegra muna sem stóðu mér nærri. Í raun eru þetta verðmæti sem eru ómet- anleg fyrir mér. Ég veit ekki hvort þeir sem tóku húsgögnin mín og létu eyðileggja þau, geri sér grein fyrir því hversu slæmt þetta er fyrir mig.“ Birgir Ottóson, forstöðumaður Félagsbústaða, segir það vera venju að fara með muni úr sam- eignum á Sorpu þar sem þeir eru eyðilagðir. „Við vörum fólk við áður en við förum með munina og gefum því kost á að ná í hlutina sem annars er farið með.“ Dagmar hefur þegar leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. magnush@frettabladid.is Húsgögnum hent án leyfis Húsgögn sem Dagmar Dibe Diðriksen átti voru tek- in úr geymslu á Meistaravöllum 27 og þau eyðilögð. Starfsmenn fjarlægðu húsgögnin og persónulega muni og fluttu á Sorpu. MUNIR EYÐILAGÐIR Í SORPU Fjöldi muna sem fjarlægðir eru úr sameignum eru reglulega eyðilagðir í starfstöð Sorpu á Gufunesvegi. Oft eru það munir sem íbúar hafa ekki hug- mynd um að hafi verið fjarlægðir. FRÉTTABLAÐIÐ/DAGMAR HÚSGÖGNIN VORU TEKIN HÉÐAN Húsgögn- in voru tekin héðan og var farið með þau beint í urðun hjá Sorpu. Húsgögnin voru öll eyðilögð og persónulegir muni sem Dagmar átti, að auki. FRÉTTABLAÐIÐ/DAGMAR FJÁRHÆTTUSPIL Það er ekki verið að auglýsa fjárhættu- spil, það er verið að auglýsa vefsíðu löglegs fyrirtækis,“ segir Sigurður G. Guðjóns- son hæstaréttarlögmaður. um auglýsingar veðmála- fyrirtækisins Betsson í dagblöðum og á vefsíðum hérlendis. „Betsson er með leyfi til starfsemi á veð- málum þar sem fyrirtækið á lög- heimili og hefur öll nauðsynleg leyfi þar. Íslensk stjórnvöld geta illa sett reglur um hvað má vera á netinu og hvað ekki.“ „Við birtum ekki auglýsingarn- ar, það eru fjölmiðlarnir sem fá greitt fyrir það og þeir bera ábyrgð. Við kaupum auglýsingapláss í fjölmiðl- um í ýmsum löndum svo að það er ekkert undarlegt við það. Við höfum ekkert með það að gera hvað er löglegt og hvað ekki,“ segir Anders Holmgren, framkvæmdastjóri Bets- son.com. Betsson.com hefur hvorki skrifstofu né starfsmenn hér á landi og ekkert sérleyfi hefur verið selt Íslendingum. Nýlega var ákveðið að hefja starfsemi hér og eru auglýsingarnar liður í því. - ghs SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON HRL. Veðmálafyrirtækið Betsson.com auglýsir grimmt: Löglegt að auglýsa • Hagn‡tt og fræ›ilegt • Fjölbreytt og spennandi • fiverfaglegt • MA-nám, umsóknarfrestur til 18. apríl. • Diplóma-nám (15 einingar), umsóknarfrestur til 6. júní. • Mögulegt er a› stunda námi› samhli›a starfi. Nánari uppl‡singar: http://www.felags.hi.is/page/althjodasamskipti Margrét S. Björnsdóttir í síma 525 4254, msb@hi.is e›a Elva Ellertsdóttir í síma 525 4573, elva@hi.is Stjórnmálafræ›iskor Háskóla Íslands E in n t v ei r o g þ r ír 3 67 .0 0 4 • Fjölmenning • Evrópufræ›i • Smáríkjafræ›i • Opinber stjórns‡sla • Alfljó›avi›skipti • Alfljó›alög og mannréttindi • Alfljó›alög og vopnu› átök • Samtímasaga • firóunarfræ›i Möguleg svi› sérhæfingar: fermingargjöf Flott hugmynd að Kira 3 Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 3 18 24 03 /2 00 5 Fermingartilboð 8.990 kr. Verð áður 10.990 kr. Tjöld frá 5.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.