Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.04.2006, Blaðsíða 26
 1. apríl 2006 LAUGARDAGUR26 timamot@frettabladid.is ANDLÁT Bjarni Jörgensson lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 29. mars. Haukur Arnórsson lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 29. mars. Jón Bjarnason lést miðvikudaginn 22. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Guðjón Sveinsson verktaki, Suðurtúni 7, Álftanesi, lést á líkn- ardeild LHS í Kópavogi miðviku- daginn 29. mars. Ólafur Ólafsson, Rauðalæk 59, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 29. mars. Júlíus Veturliðason, Vallholti 7, Akranesi lést 28. mars. Brynhildur Stefánsdóttir, dvalar- heimilinu Hlíð, áður til heimilis í Hafnarstræti 71, Akureyri, lést mið- vikudaginn 22. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Afmælishátíð Breiðagerðisskóla verð- ur haldin í dag í tilefni af fimmtíu ára afmæli skólans. Hátíðin hefst klukkan 11 árdegis þegar Skólahljómsveit Aust- urbæjar leikur nokkur lög og skólakór- inn frumflytur nýjan skólasöng við undirleik kennara og nemenda. Lagið er eftir Þorvald Björnsson sem kenndi við skólann í mörg ár en textann samdi Sigrún Erla Hákonardóttir, tónmennta- kennari í Breiðagerðisskóla. Eftir tón- listarflutninginn er ýmislegt á dagskrá og verður opið hús til hálf fjögur. „Hátíðin er nemenda, foreldra og starfsmanna sem bjóða gestum sem vilja heimsækja okkur og það eru allir velkomnir,“ segir Guðbjörg Þórisdótt- ir skólastjóri Breiðagerðisskóla. „Við höfum verið að hvetja gamla nemend- ur og fyrrverandi starfsmenn til að koma. Fólkið í hverfinu sem hefur áhuga að líta við er líka mjög velkom- ið, foreldrar nemenda og fleiri, því skólinn er jú okkar sameiginlega eign.“ Guðbjörg segir að nemendur hafi unnið saman að undirbúningi hátíðar- innar og þar verði margt á boðstólum. „Sjö ára krakkar leika leikritið Frímín- úturnar og nemendur í sjöunda bekk dansa gamla dansa. Skólastofurnar verða líka opnar þar sem verk nem- enda eru til sýnis.“ Eldri nemendur hafa einnig lagt hönd á plóginn og segir Guðbjörg að von sé á fulltrúum allra árganga sem hafa útskrifast úr skólanum. „Nem- endur hafa sjálfir bakað og skreytt súkkulaðikökur sem verða á boðstól- um og foreldrar sjá um kaffiveiting- ar.“ Breiðagerðisskóli fimmtíu ára Hreppamenn hafa í mörgu að snúast í dag, að minnsta kosti þeir sem taka þátt í kórstarfi sveitarinnar. Karlakór Hreppamanna verður á ferðinni með tvenna tónleika en svo skemmtilega vill til að kórinn á einnig níu ára afmæli í dag. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitar- stjóri, varaþingmaður og tenór, hefur verið meðlimur kórsins undanfarin misseri og nýtur gamansins sem fæst með söng í góðra vina hópi. „Það er óskaplega gaman að vera í svona kór og mér skilst að hann hafi þroskast mjög á þessum níu árum sem hann hefur starfað. Við erum svo hepp- in að vera með frábært tónlistarfólk hér á svæðinu. Stjórnandinn okkar heitir Edit Molnár og hún hefur stjórn- að kórnum frá upphafi en maðurinn hennar, Miklós Dalmay, er þekktur ein- leikari á píanó. Þau koma frá Ungverja- landi og hafa lyft grettistaki í tónlistar- lífi í uppsveitum Árnessýslu og reyndar víðar um land. Þetta þýðir að efnisskrá- in okkar er oft mjög fjölbreytileg og samanstendur af lögum úr ýmsum áttum, meðal annars Ungverjalandi, og svo auðvitað íslensk lög,“ segir Ísólfur Gylfi. Kórinn sækir lögin í efnisskránni líka í heimabyggð og á öllum kórtón- leikunum eru flutt verk eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingarholti en hann á hundrað ára ártíð á næsta ári. „Sigurð- ur samdi mjög mikið af fallegum lögum og á efnisskránni okkar núna eru til dæmis tvö lög eftir hann.“ Ekki fer á milli mála að mikil orka er í starfinu því Ísólfur Gylfi segir suma kórfélaganna leggja á sig langar ferðir til að vera með. „Í kórnum eru um 55 karlar úr uppsveitum Árnes- sýslu þegar mest er. Íbúafjöldi allra hreppa í Árnessýslu er um 2.500 manns svo þetta er nú dágóður hópur sem kemur saman að lágmarki einu sinni í viku yfir veturinn. Sumir keyra allt að 120 kílómetra fram og til baka til að komast á æfingar.“ Ísólfur Gylfi er sjálfur ekki undanskilinn ferðalögun- um því þessa dagana situr hann á Alþingi og hefur þurft að keyra lengi um nætur til að komast í vinnu til höf- uðstaðarins. Hann lætur það þó ekki á sig fá því kostir söngsins vega rúm- lega upp á móti litlum nætursvefni. „Ég vakna nýr og bættur maður eftir sönginn. Í söngnum hugsar maður um allt aðra hluti sem er að vissu leyti slökun og heilmikil útrás í senn.“ Mikil samkennd er með körlunum í kórnum og um leið og stigið er inn á æfingar gleymist dagsins amstur. „Þetta verður til þess að menn kynnast vel og hrepparíg og annað í þeim dúr tala menn aldrei um. Ekki er talað um pólitík heldur gleyma menn sér bara í söngnum og góðum vináttuböndum.“ Aðspurður segir Ísólfur Gylfi að ekki fari heldur mikið fyrir ríg milli radd- anna í kórnum, tenóra og bassa. „Allir þeir sem hafa gott vit á tónlist vita að tenórarnir skipta kórana gífurlega miklu máli. Bassarnir í kórnum okkar hafa í það minnsta gert sér grein fyrir hvað tenórarnir eru mikilvægir.“ Tónleikar Karlakórs Hreppamanna í dag eru með Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ og hefjast þeir fyrri klukk- an 17 í Hveragerðiskirkju. Seinni tón- leikarnir verða svo haldnir klukkan 21 í Félagsheimili Hrunamanna. KARLAKÓR HREPPAMANNA: MEÐ VORTÓNLEIKA Á NÍU ÁRA AFMÆLINU Enginn hrepparígur í kórnum ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON TENÓR Að sögn Ísólfs Gylfa er aðdráttarafl kórsins svo mikið að sumir meðlimir leggja á sig hundruð kílómetra akstur í hverri viku til að geta tekið þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MERKISATBURÐIR 1855 Einokunarverslun Dana er aflétt hér á landi og Íslendingum leyft að versla við þegna allra þjóða. 1896 Álafoss hefur ullarvinnslu sem var starfrækt allt til ársins 1991. 1934 Glæpamennirnir Bonnie og Clyde myrða tvo starfsmenn bensínstöðvar í borginni Grapevine í Texas-ríki Bandaríkjanna. 1955 Almannatryggingalögin taka gildi og eru þau talin eitt mesta framfaraspor í sögu félagsmálalöggjafar Íslands. 1971 „Lítið rautt kver fyrir skólanemendur“ er gefið út af Sambandi íslenskra námsmanna. MAX ERNST (1891-1976) LÉST ÞENNAN DAG „Allar góðar hugmyndir koma til af tilviljun.“ Þýski myndlistarmaðurinn Max Ernst tók þátt í sköpun margra af helstu listastefnum tuttugustu aldarinnar. Á þessum degi árið 1979 lýsti Ayatollah Khomeini yfir að Íran skyldi vera íslamskt lýðveldi. Þetta gerði hann eftir að ljóst var að 98% Írana höfðu samþykkt íslamskt lýðveldi í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Mörkuðu kosningarnar lok þess sem kallað er íranska byltingin og þar með endalok Shah- veldisins í landinu. Byltingin hafði staðið yfir frá árinu 1978 og kom Ayatollah Khomeini sem sigurvegari úr henni. Stuttu eftir yfirlýsinguna var ný stjórnarskrá tekin upp í landinu sem tryggði Khomeini stöðu trúarleið- toga fram til dauða hans. Í stjórnarskránni er kveðið á um allt það sem einkennir íslamskt lýðveldi. Megin- krafan er sú að lög lands- ins eigi að að samræmast Sharí‘a lögum, sem eru lög sem dregin eru af Kóranin- um og öðrum viðurkennd- um trúarritum íslam, og uppfylla á sama tíma kröfu um lýðveldi. Sérstakar lögreglusveitir í Íran sem kallaðar eru Byltingarverðirnir fylgjast með því að allir þegnar landsins uppfylli skilyrði Sharí‘a laga. ÞETTA GERÐIST > 1. APRÍL 1979 Íslamska lýðveldið Íran fest í sessi AYATOLLA KHOMEINI JARÐARFARIR 11.00 Guðmundur Geir Ólafsson, Grænumörk 3, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 11.00 Aðalheiður Jóhannes- dóttir frá Hraunsási, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Reykholts- kirkju. 14.00 Helgi Sveinsson, Horn- brekku, Ólafsfirði, áður til heimilis á Ólafsvegi 11, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju. 14.00 Sigríður Jónsdóttir, Hátúni 8, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Stóra-Dalskirkju, V-Eyjafjöllum. 14.00 Steinunn Geirsdóttir verð- ur jarðsungin frá Reykholts- kirkju. 14.00 Ingólfur Guðmundsson fyrrum bóndi frá Króki verður jarðsunginn frá Kálfholtskirkju, Ásahreppi. 15.30 Guðrún E. Welding Dyrnes, Eyjahrauni 5, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju Vestmannaeyjum. AFMÆLISHÁTÍÐ UNDIRBÚIN Nemendur æfa skemmtiatriði fyrir afmælishátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnlaugur Sigurðsson Sæbakka 8, Neskaupstað, lést á fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, þriðjudaginn 28 mars. Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 7. apríl kl. 14. Margrét Björgvinsdóttir Björk Gunnlaugsdóttir Borgþór Jónsson Sigrún Gunnlaugsdóttir Bóas Bóasson Halldór Gunnlaugsson Elsa Reynisdóttir Hjörleifur Gunnlaugsson Hulda Eiðsdóttir Lilja Salný Gunnlaugsdóttir Hafsteinn Þórðarson afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og vinkona, Steinunn Geirsdóttir sem lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 26. mars, verður jarðsungin frá Reykholtskirkju í dag kl. 14.00. Jarðsett verður í Borgarnesi. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND-félagið. Særún Lísa Birgisdóttir Jóhanna Soffía Birgisdóttir Pétur Smári Sigurgeirsson Guðrún María Brynjólfsdóttir Leifur Guðjónsson Einar Geir Brynjólfsson Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir Guðmundur Ingi Guðjónsson Borga Jacobsen Brynjólfur Einar, Sveindís Gunnur, Ólafur Kári, Ísold Anja, Silja Rós, Ástrós Birta, Hlynur Ægir, Helgi Leó. María Geirsdóttir Geirdís Geirsdóttir Ómar Einarsson Þorleifur Geirsson Katrín Magnúsdóttir Hólmfríður Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.